BFÖ-blaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 13

BFÖ-blaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 13
Dregið í happdrætti BFÖ Dregið var í happdrætti Bindindisfélags ökumanna þann 27. apríl síðastliðinn og komu vinningar á eftirtalin númer: 1. Fisher myndbandsupptökuvél: 402. 2. Fisher digital myndband: 432. 3. Tensai litasjónvarp: 5019. 4.-7. Tensai ferða- sjónvarp, kassettu- og útvarpstæki: 459, 80, 5455, 1036. 8.-10. Tensai ferða- útvarps- og kassettutæki: 2443, 2712, 4460. Vinninga má vitja á skrifstofu Bindindisfé- lags ökumanna að Lágmúla 5,108 Reykjavík. Upplýsingar eru gefnar í síma 83002 eftir kl. 17 á miðvikudögum. Ökuleikni á 34 stöðum Þegar þetta blað kemur fyrir augu lesenda er Ökuleikni BFÖ í fullum gangi. Keppt er á 34 stöðum um land allt og sam- hliða keppnum á bílum fara fram reiðhjóla- keppnir. Að þessu sinni fær Ökuleiknin mun meiri kynningu en áður, þar sem samkomulag tókst við Rás 2 um samstarf, sem m.a. felst í því að reglulega er sagt frá úrslitum keppnanna í dagskrárþáttum. Ber sérstaklega að fagna þessu samstarfi, sem vekur enn meiri athygli en áður á þessu framtaki BFÖ. Allt frá upphafi Ökuleikninnar árið 1978 hefur félagið sótt í sig veðrið hvað fram- kvæmd og skipulag varðar og er nú svo komið að víða þykir Ökuleiknin ómissandi þáttur í bæjarlífinu víða um land. Til glöggvunar fyrir lesendur skulu taldir hér upp þeir staðir sem heimsóttir verða nú í sumar: í júnímánuði: Reykjavík, Akranes, Hvamms- tangi, Blönduós, Sauðárkrókur, Sigluíjörður, Akureyri, Ólafsfjörður, Dalvík, Húsavík, Vopnafjörður, Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður og Höfn. í júlímánuði: Hella, Ólafsvík, Grundar- fjörður, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Þing- eyri, Bolungarvík, ísafjörður, Búðardalur, Kópavogur, Þorlákshöfn, Borgarnes, Kefla- vík, Selfoss og Grindavík. Um verslunarmannahelgina verður Öku- leiknin á bindindismótinu í Galtalækjarskógi og úrslitakeppnin verður síðan háð í Reykja- vík helgina 2.-3. september. Undirbúningur og framkvæmd Ökuleikn- innar er mikið mál og hafa undanfarin sumur sérstakir starfsmenn verið ráðnir til að ann- ast hana. í sumar eru það Elvar Höjgaard og Bryndís Jónsdóttir sem fara um landið og halda keppnirnar. S.R.J. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar ÐFÖ Þann 25. maí s.l. var haldinn aðalfundur Reykjavíkurdeildar BFÖ. Fráfarandi formaður, Vigfús Hjartarson, baðst undan endurkjöri og var í hans stað kos- inn formaður Karel Matthíasson. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Haukur ísfeld, Kristinn Breiðfjörð, Hartvig Ingólfsson og Elvar Höj- gaard. Varamenn voru kjörnir Alfreð Harðar- son og Ólafur Ólafsson. Auk almennra aðalfundarstarfa urðu nokk- rar umræður um öryggismál umferðarinnar. Einkum voru þó tvö mál til umræðu. Ann- ars vegar ölvunarakstur og það baráttumál félagsins að færa áfengismörkin í 0,0 prómill líkt og BFÖ félögin á hinum Norðurlöndunum berjast nú fyrir. Þá voru löggæslumálin einnig rædd og ályktaði fundurinn um nauðsyn þess að lög- gæsla í umferðinni yrði efld til muna frá því sem nú er. S.R.J. Aðalfundur ísafjarðardeildar BFÖ Þann 15. júní síðastliðinn var aðalfundur ísaQarðardeildar BFÖ haldinn. Öll stjórn deildarinnar var endurkosin og er hún þannig skipuð: Reynir Ingason, formaður, Hlynur Snorrason, gjaldkeri, Gunnar Sigurðsson, rit- 13

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.