Skólablaðið - 01.02.1911, Side 13

Skólablaðið - 01.02.1911, Side 13
SKÓLABLAÐIÐ 29 Það lítur svo út, sem að þjóðin hafi öðru að sinna um þessar mundir en að hugsa um kristindóminn, hann er settur til síðu. Prestunum er það ljóst, en þeir geta lítið að gert. Allir hugs- andi menn munu taka eftir því, en láta sig margir það litlu skifta. Og eg hygg að allir kennarar hafi orðið þess varir, en þeir mega ekki ganga fratnhjá því máli. Vér þurfum að veita anda hans inn í skólana og kenslu- stofurnar, það mun verða meginstyrkur vor, eftir því fara mjög ávextirnir af starfi voru. A það virðist mér reynsla mín benda og eg held að það muni verða megiri þátturinn í samvinnu milli heimila og skóla — svo mikið lifir af trú á kristindóminn meðal foreldra hér á landi. Þeir þora alls ekki að skiija börnin sín eftir á öræfum vantrúarinnar, eg er sannfærður um það. Það var happ fyrir okkur að fá séra Magnús Helgason fyrir Kennaraskólann. Eg treysti á það, að það verði okkur til blessunar. Eg hefi átt hér fund með foreldrum barnanna sem eru hér skólanum, og talað um þetta mál við þá. Þá komum við okkur saman um að koma saman 3. hvern sunnudag ásamt börn- unum aðeins til þess að tala um kristindóminn. Við kotnum fyrst saman til þess síðastl. sunnudag. Það var ánægjuleg stund. En reynslan er engin. Eg vona að eg hafi tækifæritil þess að skrifa yður um það síðar.----------- ííýársbikar G-rettis vann Stefán Ólafsson i annað sinrt síðastliðinn nýársdag; synti 50 stikurnar á 42 sekúndum. Þrír aðrir þreyttu sundið: Jón Tómasson synti sömu vegalengd á 48 sek., og Sigurjón Sigarðs- son á 48 sek. og Sigurjón Pétursson, glímukonungurinn á 54sek. Þriggja stiga frost var í lofti, þegar sundið var þreytt, og aðeins 2 stiga hiti (C.) í sjónum. Sund er góð íþrótt og þörf íslendngum, svo mikið sem þeir eiga við sjó og vötn. Og hryggilega mörg slys hafa orðið af bví, að fáir kunna þá list. Það er því gleðiefni. að sund-

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.