Skólablaðið - 01.04.1911, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.04.1911, Blaðsíða 11
SKÓLABLAÐIÐ 75 hafði sagt. Hið fyrra er fornt, og nú úrelt, en hið síðara á heima í hinu nýrra máli, sbr. mýss og mýs. Orðið er kvenkyns og er því eins í nT. og þolf. flt., hvor myndin sem höfð er, hin forna eða hin nýja. Flt. brúnir (af brún) er og tii í nokkuð fornu máii, enda á sú orðmynd jafnan rétt á sér sem strandir, randir, stangir o. fl., sem líka mega heita fornar. 2. Höf. skýrir í kveri sínu sögnina heyja með hóf (þát. af s. hefja = byrja), en þær sagnir eiga ekkert skylt hvor við aðra, hvorki að uppruna né merking. Það er ekki hártogun að leiðrétta bersýnileg ranghermi annara. 3. Eg benti höf. á, að heldur ætti að rita ylfra og ylfur (en ýifra og ýlfur), en það hefur hann ekki skiiið. Ef radd- hljóðhefur verið stutt í fornu máli í upphaflegum samstöf- um á undan If o. s. frv., (þó að framburðurinn sé nú breyttur og liljóðið táknað með broddi yfir), þá er þetta radd hljóð nær æfinlega stutt, jafnvel í nútíðar framburði og riti, þegar það er hIjóðverpt, og enginn broddur liafður yfir því, t. d. kálfur — kelfa, hálfur — helft, tóif — tylft, kólfur — kylfa og úlfiir — ylfra (ekki ýlfra) o. s. frv. Eri ef tveir eða fleiri samhljóðar fara á eftir löngu upphaf- legu raddhljóði, sem S''o er hljóðverpt til myndunar nýrra orða, þá styttist raddhljóðið mjög oft, t. d. hús — hyski; þess vegna rita eg í samræmi við nútíðar-framburð: rauð- brysk ingur. 4. Það, sem höf. nú segir um rita, mazt, heyrinkunnur og strik, snertir að sumu leyti ekki það, sem eg hafði fundíð að, eða sýnir, að hann kýs heldur afbakaðar orðmyndir en réttar og skiljanlegar (heyrir hefur naumast nokkuru sinni vcriðti! i málinu, þótt B. Halldórsson nefni það í orðabók sinni til að skýra orðmyndina heyrumkmmuv). Um orðið strik cr það að segja, að það finst aldrei skrifað stryk í fornu máli, heldur stendur í handritinu af Snorra Eddu á þeim stað, er höf. vitnar til, strykv, þ. e. stryku eða öllu heldur struku (d: y fyrir v u) og væri þá struka (— stroka) dregið af strjúka á sama hátt sem fluga af fljúga og suða af sjóða o. s. frv.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.