Skólablaðið - 01.04.1911, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.04.1911, Blaðsíða 12
^_SKÓLABLAÐIÐ ____________________________ 5. t>á heldur höf. dauðahaldi í bögumælið »sitt í hverja áttina«, og má hann gera það fyrlr mér, en eigi hygg eg rétt að halda fast við slíkar óreglur í orðskipun að þarflausu, þótt þeirra finnist fleiri ,dæmi í fornu máli en hann nefnir. Allar mótbárur höf. gegn aðfinslum mínum hafa þannig reynst ónýtar með öllu. Pálmi Pálsson. Umhugsunaiefni. Eg varð þess vör, að síðastliðið haust koni fjöldi sveitastúlkna hingað til Reykjavíkur i því skyni, að dvelja hér yfir veturinn, til þess að menta sig. Sumar þeirra komu hingað án þess að hafa haft nokkra fyrirhyggju fyrir veru sinni hér. Þær hafa auð- sjáanlega haldið, að ekki þyrfti annað en komast hingað. þá gæti þær teigað af mentalindum höfustaðarins. Hvað lufur svo höfuðstaðurinn að bjóða stúlkum þessum? Nokkrar þeirra fara á kennaraskólann, allmargar á kvennaskólann, fáeinar á hússtjórnar- skólann, en því,sem svo verður eftir, taka aðallega saumastofur- nar og kvöldskólarnir við. En hvaða gagn hafa þær svo af að eyða hér tíma og peningum? En eg efast ekki um, að þær stúlkur, se.n ganga á kennaraskólann, kvennaskólann og hússtjórnarskólann, beri mikið úr býtum, eti kvöldskólarnir munu flestir vera ófullkomnir og aðallega stofnaðir með tilliti til þeirra, sem hafa störf fyirihluta dagsins. Saumastofurnar veita tilsögn í klæðssaum, en mentun hafa þær enga að bjócða. Mér dylst það ekki að fjöldi þeirra stúlkna, sem hingað leita sér menningar, fara jafn snauðar eða snauðari, hvað mentun -.nertir, heim til sín aftur. Löngunin fil að sjá sig um og Iæra eitthvað er nú orðin ástríða á fólki, og þá er eðlilegt að það leiti helst til Reykjavíkur. Þessi straumur af fóiki hingað á haustin verður því ekki stöðvaður, en við þurfum að hafa nægilega margar og stórar, vel út búnar menta- stofnanir í Reykjavík, bæði fyrir karla og konur. Mun betur er séð fyrir þessu að því er snertir karlmenn en kvennfólk, þó því

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.