Skólablaðið - 01.06.1911, Page 8

Skólablaðið - 01.06.1911, Page 8
104 SKOLABLAÐIÐ ekki inn í blómgarð kærleikans. Bjóðum þau aðeins velkomin, begar þau koma sjálf. En — hér sem annarsstaðar er þó undantekning frá regl- unni. — Sum börn eru að upplagi, eða þáafuppeldi svo veikl- uð og kjarklaus, að það má til að hæna þau að sér með ástúð og blíðu. Sama er að segja um þau böm, sem eru orðin kaldlynd og sljó af illri meðferð; það þarf að rétta þeim vinar hönd að fyrra bragði. /viargur gerir gott barn slœmt með því að fara illa nieð það, eða hafa ilt fyrir því. Harðneskja fyrirlitning og önnnr ill meðferð gerir kjark- barnið hart og þrátt, greinda og stilta barnið slægt og hrekkvíst, veiklynda barnið kjarklaust, já, sjálft ástríka barnið spillist líka oft; það er elskuþyrst og leitar að lind kærleikans, en finnur hana hvergi. Svalar sér því í ^rnógröfinnw, í óhreinum nautnum. Einmitt þarna er ein — ef ekki líka — allra mesta orsökin til ósiðsemi barna og unglinga. Ástleysið nærir óskírlífið llla meðferðin er eins og slæmu stjúpurnar í þjóðsögununi. Hún kemur börnunum í á'.ög og gerir þau að andlegum úlfum, refum, geitum og svínum. En trygg og heit elska leysir þau oftast úr álögum þessum. Jteingrímur fjhorsteinsson dttrceður, Þjóðskáldið Steingrfmur Thorsteinsson rektor, sem Skóla- blaðið flytur nú mynd af, varð áttræður 19. maf. Kom það þá fulljóst fram, sem reyndar var eigi ókunnugt áður, að hann á miklum vinsældum að fagna hjá alþjóð fyrir Ijóð síu og- önnur ritstörf. Afmælisdagsins var minst á ýmsan hátt. Nem- endur mentaskólans færðu honum gjöf og fluttu honum kvæði. Fjöldi símskeyta barst víðsvegar að frá fornum lærisveinum, og öðrum vinum, og utn kvöídið var honum haldið fjölment samsæti, Hannes Hafstein hélt þar snjalla ræðu fyrir rnintii skáldsins, og þakkaði í nafnisamkomunnarog allrar hinnar íslensku þjóðarskáldi «þjóðvorsins fagra, skáldinu vorfædda, sfeáídinu síunga« fyrir þau

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.