Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 3
SKOLABLAÐIÐ 147 Iæs«, þó að þau geti lesið nokkurnveginn viðstöðulaust auðvelt mál. Þeirra vinna er í því fólgin að Iaga lesturinn, kenna að lesa vel og áheyrilega. Þetta verður að laga, og þetta má laga. Ketmararnir verða að vísa þeint 10 ára börnum burt frá skólanáir.i og farskóla kenslu, sem ekki koma nokkurnveginn læs. Hann hefur rétt til þess, því að fræðslulögin heimila það, og honum ber skylda til þess, því að kensla í lestri — svo að segja frá fyrstu gerð ■— á ekki að borgast úr hreppsjóði og landsjóði, he'dur af heim- ilunum. Rangritunarheimska og framburðarforsmán. Allir góðir nienn gera sjer að skildu að leggja rækt við móðurmál sitt í ræðu og riti. Þetta. hef jeg verið að reina, eins og aðrir, en geta mín er lítil, og »íslenska rjettritun« — hana hef jeg alveg uppgefist við, blátt áfram af því, að hún er engin til nú á dögum; það sem við köllum rjetíritun er ekki annað en argasta rangritun. Og nú eru börnin mín farin að gariga í skóla og ekkert veitir þeim eins erfitt að læra eins og þessa íslensku rangritun, sem er kölluð rjettritun; og nú á að fara að semja handa þeim nía rangritun, heiri jeg sagt, og þá get jeg ekki þagað lengur. Það er oft sagt að íslenskan hafi lítið sem ekkert breist frá því í fornöld; en það er ekki satt; íslenskan núna á 20. öld- inni er gagnólík því máli, sem forfeður okkar töJuðu á 12. öld; orðaforðinn hefur stórum breist; mörg gömlu orðin eru tínd; önnur hafa breitt um merkingu; hins vegar hefur málinu bæst fjöldi nírra orða; beigingar orðanna og setningaskipun hefur líka tekið tniklum breitingum; en þó er sú breitingin stórfeld-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.