Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 6
150 SKOLABLAÐIÐ árgangana af Fjölni), prófessor B. M. Ólsen *) og prófessor Finn Jónsson**); en þessir menn og þeirra fáu filgjarar hafa verið kúgaðir og látið kúga sig undir rangritunarokið. Hverjir eru kúgararnir? Það er fjöldinn, allur þessi mígrútur af skammsín- um og hálfmentuðum mönnum, sem þykir tremd í því, að monta sig með y-um og z-um og öðru úreitu dóti og kunna þó aldrei með að fara; sumir ágætir íslenskumenn hafa farið sömu villi- götu, ekki af fordild, eins og uppskafningarnir, heldur af því, að þeim hefur fundist úrelta stafsetningin nauðsinleg málinu til viðhalds, ekki gætt þess, að það ríður þúsund sinnum meira á því, að vernda og bæta framburð málsins, heldur en að hanga í gamalli stafsetningu. Hvaða vit er í því, að vera einlægt að sníða upp og stagbæta þessa gömlu ritklæðagarma málsins, en láta málið sjálít — talmálið — lifa bert og nakið á vergangi í algerðu hirðuleisi? Menn stagast allajufnan á því að það sje ekki hægt að rita málið eftir frarnburði, það er með öðrum orðum, að sönn rjett ritun sje óhugsandi. Það er dálítil vorkun; það kennir til af því, að það hefur verið gersamlega vanrækt að kenna rjettan franiburð; þó undar- iegt megi virðast, þá hafa menn aldrei gert sjer fillilega Ijóst, að fegurð og þroski málsins er í veði, ef framburðurinn er vanræktur; það er eftirtektarvert, að flestir bestu málfræðingarnir okkar láta eins og þar sje ekkert við að gera, menn verði að taka framburðinn eins og hann kemur firir, við hann verði ekk- ert ráðið. Þetta er mjer öldungis óskiljanlegt. Jeg fæ ekki bet- ur sjeð en að það væri ofurhægt að semja nákvæmar fram- burðarreglur og laga og fegra framburðinn að miklum mun; þessi reglubuntíni fagri framburður ætti að vera sparibúningur málsins; þannig ætti að kenna málið f öllum skólum og þann- ig ættu allir mentaðir menn að tala það — og þannig ættu all- ir að rita það. *) B. M, Ó.: Uni Stafsetningu (úr »Tímariti utn uppeldi og menta- niál» II. arg.) Rv. 1889. **) F. J.: íslensk rjettritun, Kh. 1909.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.