Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 9
SKÓLABLAÐIÐ 3 meðfram munnleg eftir því sem hægt er. Það er því næsta mik- ill vandi að vera Iýðháskólastjóri eða lýðháskólakennari. Það er, til dæmis, alls ekki nóg. að kennarinn sé sögufróð- ur vel. Ekki heldur er það nóg þó að hann sé Iíka vel máli farinn til að segja hana og útlista. Hann þarf þvímiklu meira en lærdóm og mælsku til þess að kenna söguna í anda lýðhá- skólans. Hann verður Iíka að elska söguna, einkum ættjarðar- og biblíusöguna. En enginn getur að gagni elskað menningar- sögu, nema hann trúi á guð og hið góða í manneðlinu. Hann þarf því að hafa til að bera þetta alt: lærdónr og málsnild, trú og kærleika til guðs og manna, og ekki þá síst kærleika til nem- enda sinna. Trúin og elskan eru hér sem annarstaðar það, senr mest á ríður, af þeim sprettur ætíð alt hið besta. Vanti kennarann kærleik og trú, þá er best fyrir hann, ef hann annars vi!I kenna, að kenna í skólum þeim, þar sem svo sem ekkert er átt við kristindóm eða annað æðra hugsjónalíf. Sé hann leikati, svo getur haun að vísu rétt í bili vakið og fjörgað með ræðuhöldum, þótt smátt sé um kærleikstrúna. En hún vekur og fjörgar betur en öll köld list cg þekking. En trúin og kærleikurinu verða þá hjer eins og annarstað- ar að sýna sig í daglegu lífi og í verulegri franrkvæmd. Ekki er nóg að lýðháskólaleiðtoginn sé góður við skóla- fólk sitt og fjölskyldu sína og haldi hrífandi ræður um ættjörð- ina. Hann verður líka að sýna ættjarðarástina með því að hann sé góður fjelagsmaður, góður í sveitafjelaginu til dæmis. Hann verður í öllu þessu að sýna, að hann leggi eitthvað í sölurnar fyrir hugsjónir þær, seni hann er að halda franr í ræðurn sínum. Qeri hatin þetta ekki, þá verður Iýðháskól nn ekki belri en aðrir æskumaunaskólar. Verður máske lakari en þeir, því tími sá, sem þá íer tii fyrirlestra, verður gágnsminni en vanalegir kennslu- tírnar. Ræður, sem ræðumaður sjálfúr lifir ekkert eftir, verða með tímanum tómur »hljómandi málmur og hvellandi bjalla«, hvað vel sem honum segist. Óframkvæmd hugsunafjöld er and- leg »munaðarvara«. Þelta hefur nú lengi verið eitt af því sem haft var á móti mörgum lýðháskóium. Áhugavakningin þótti þar lenda við orðin tóm. »Hinar

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.