Skólablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 2
30 SKÓLABLAÐIÐ útlendar bókmentir aldrei, fullnægt okkur til andlegs viöur- væris og þroska. Vi8 gætum aftur á móti þrifist engu síöur af Ástralíukjöti en þingeysku. Þaö hefir rjettilega veriö bent á þaö, hve hæpiö er aö alþýða hjer felli sig við beinar þýö- ingar, einkum á almennum fræðiritum, og þaö þótt alþýða erlendis hafi gleypt við þeim hinum söniu bókum, frumrit- uðum á sínu eigin máli. Reynslan hefir sýnt þetta. Þýöingar á góðum, erlendum fræðibókum hafa ekki selst hjer og ekki veriö lesnar. Fyrir íslenska alþýðu verður aö skrifa með ís- lenskum hætti, einkum þaö, sem ekki á að vera skemtilestur. Kemur þá enn að því, að skftldrit eða bækur fagurfræðilegs efnis mundu eiga greiðastan aðgang í þýðingum. En ]jar er líka nóg verkefni fyrir hendi. Sigurður Nordal leggur áherslu á það, að fyrst og fremst væri vel frá þýðingunum gengið, og að formáli og skýrandi athugasemdir fylgdu þeim. Þetta er öldungis rjett og mjög' mikils vert. Þess vegna ekki hvað síst er svo nauðsynlegt, að einhver festa og skipulag sje á útgáfu þýðinga. Mörgum hefir orðið starsýnast á það í tillögum Sigurðar Nordal, að ríkið taki að sjer útgáfu þýðinga — sem að vísu væri lang-æskilegast frá fjárhagslegu sjónarmiði — og að settur verði einvaldur maður til framkvæmdanna. Ekki þarf nú að fjölyrða um það, að misjafnlega mundu slíkir drottin- valdar gefast, „sumir góðir, en sumir illir“. Og þunglamalegt og andlaust gæti þetta orðið, ekki síður en margar aðrar lög- bundnar framkvæmdir og mentastofnanir. En mest er um þaö vert að sinni, að þessi skipan mundi sífelt geta orðið pólitískt heiftarmál í landinu, og það eitt gerir, að sú leið mun ófær í bráð, hvað sem annars mætti henni til gildis telja. Það væri líka hæpið, að ætla að hrinda slíku fyrirtæki fram með eins konar lagaboði. Þetta verður að eiga rætur sínar í innri hvötum, fyrst og fremst lestrarfýsn og fróðleiks- löngun þjóðarinnar, en ei : síður i þörf hinna skriftlærðari manna til að miðla allri ab ðu af þekkingu sinni og mentun. Nú er það varla efamál, að þjóðin mundi taka fegins hendi

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.