Skólablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 6
34 SKÓLABLAÐIÐ Kristin fræöi. Fræöi Lúthers hin minni (,,bókin“ er alþýöunafniö), eru yfirleitt lögö til grundvallar við kensl- Una, og svo biblíusögur og biblían sjálf. Auk þess gerast þó sjerstakar kenslubækur fyrir börn í efri bekkjum og fyrir unglinga í æðri skólunum, en þeir skólar eru nrjög fastheldn- ir á kristindómskenslu, og svo eru Svíar allmjög i trúmálum, en einkum í helgisiSahaldi. Hvergi nokkurstaðar sá jeg þó börnum ætlaöar slíkar klyfjar af trúfræöi og Helgakver er, feöa þvílíkar ógnir og 12. kaflann. Enga bók má nota til kenslu i kristindómi nema me5 leyfi stiftisyfirvalda og yfirstjórnar fræöslumála, en annars ræður skólaráö kenslubókum í öörum efnum, og þarf einungis aS skýra fra'úslumálastjórninni frá, hverjar bækur sjeu notaSar. —• Þululærdómur fræðanna hverf- ur Ó8um, en samtal, biblíulestur og sálmar koma í staSinn. En nýjustu breytingar miöa aö því, aö kristindómsfræöslan verði meö sögulegu sniöi. Móöurmáliö. Lesturinn er alstaðar, eða því sem næst, kendur með hljóðstöfun, þótt ýmsu muni á aðferðum, stund- um t. d. með prentuðum stöfum lausum, stundum skrifuð- um á töfluna, eða þá hvorttveggja á víxl. Börnin læra yfir- leitt lestur í skólunum, og verða jafnvel á einum vetri flug- læs. Þau eru jafnaðarlega látin lesa mjög hátt, stundum mörg eða öll í einu, en kennarinn slær takt. Mikla æfingu og ná- kvæmni þarf til að kenna ve' lestur á þennan hátt, og þarf að læra það vel. Jeg hygg, að það sje ekki ofsagt, að varla kunni einn einasti íslenskur kennari að kenna lestur í skóla, svo að kensla geti heitið (jeg veit að minsta kosti ekki af neinum), en þetta er eitt mesta mein allrar okkar barnakenslu. Svíar vanda mjög til barnalesbóka, og mun fá þjóð eð.l engin eiga slikar kenslubækur fyrir börn sín og þeir eiga. Þeir hafa nú fyrir skemstu umsteypt á ný alla „Lesbókina“ hjá sjer. En auk hennar eru ýmsar aðrar. Margir fremstu ritsnillingar þeirra hafa skrifað bækur fyrir börn og unglinga, að tilhlutun skólamanna, Selma Lagerlöf lýsingu Svíþjóðar í æfintýrum (Nils Holgerssons resa), Heidenstam sögu Svía

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.