Alþýðublaðið - 27.03.1965, Side 4

Alþýðublaðið - 27.03.1965, Side 4
r f, (■ i I KVOLD kl. 20 heldur íslandsmótiff í körfuknatt- leik áfram aff Hálogralandi. Fyrst leika ÍR (b) o? KFR í 2. fl. karla, þá Skallagrím- ur og- Snæfell í 2. deild og loks ÍR og KR í I. deild, en þaff er leikurinn, sem körfu- kuattleiksunnendur hafa beffiff eftir með óþreyju. KR hefur leikiff fimm leiki í mótinu án taps, en ÍR tvo. Liff ÍR hefur sigraff í íslands mótinu síffan 1960. Spurn- ingin er, tekst KR að stöffva sigurgöngu ÍR. Á myndinni sést Þorsteinn Hallgrimsson skora fyrir Mikil aðsókn oð skíða- hótelinu Hlíðarfjalli Landsmóf skíðamanna háð í Hlíðarfjalli um páskana EFTIR rúman hálfan mánuð eða 13; - 19. apríl hefst á Akureyri Skíðamót íslands- Unnið hefur verið að undirbúningi þess undan farnar vikur, og er honum að mestu lokið hvað snertir sjálfa keppnina. Nægur snjór er nú í Hlíðarfjalli og vonandi að hann haldist fram að Landsmóti. Skíða ráff Akureyrar hefur kosið mót stj'órn til að sjá um framkvæmd mótsins, en hana skipa eftirtald ir1 menn: Haraldur Sigurðþson, Jehs Sumarliðaron, Páll Stefáns isohi, Hermann Sigtryggsson og Hermann Stefánsson. Mótstjórnin hefur enn ekki skipt meff sér verk um. Tíðindamaður íþróttasíðunnar lagði leið sína í hið glæsilega iskíffahótel Akureyringa nýlega til aff fá fréttir af undirbúningi móts ins og hafa tal af hótelstjóranum 1 Frímarni Gunnlaugssyni. Frímann sem er öllum kunnur ' fyrir störf sín í þágu handknatt leiks, tók við stjórn hótelsins sl. isumar. Frímann hefur auk þess aff stjórna hótelinu þjálfað liff ÍBA srm keppt hefur í 2. deild í handknattleik í vetur. 1 Aðspurður segir Frimann, að allt sé nú upppantað á hótelinu páskav:kuna að undanskildum nokkrum svefnpokaplássum- Hó- teilið getur með góðu móti tekið á móti 100 manns til lengri dval ar, en yfir stuttan tíma t.d. eina nótt eða tvær, má koma fyrir um 150 nrmns. Nýlega hefur verið standsett gufubaðstofa til afnota fyrir dvalargecti. Tel ég að þetta sé eini staðurinn sem geti kallazt skíðahötel hér á landi og sam- bærilegur við svipaffa staði á Norð urlöndum. Við bjóðum upp á skemmtileg herbergi, gufuböð sturtuböð, setustofu og svo nátt- úrulega hið ákjósanlegasta skíða land. Skíðakennari er hér einnig en hann er Magnús Guðmundsson, sem kennt hefur um sex ár við skíðahótel erlendis. Aðsókn hefur verið góð í vet- ur, en uppúr áramótum byrjuðu skólamir að koma hineað og hafa um 1200 manns dvalizt hér á þeim tíma. Þes°um skólatímum er nú nýlega lokið og nú fer í hönd sá tími vetrar sem skemmtilegastur er, og sá bezti fvrir fólk sem hyggst taka isér vetrarfn. Starfið í vetur hefur verið sérstaklega ánægjulegt, en bað bvggist aðal' lega á samstarfi við ungt fólk, og hefur fólk ■-pm hér hefur kom iff 1 í vetur. verið sér til sóma og öllum til ánægiu- —■ Ég hevri að þú ert mjög ánægður hér. en er ekki enn ein hverju ábótavant? — Vissulega en svona staðir eru ekki byggðir upp á einu ári og slíkir sem þessi, þróast ekki á skemmri tima en tíu árum. Það sem fyrst og fremst vantar er lyfta, sem nær upp á fjallsbrún. Á snjóléttum vetri er lítið um snjó við sjálft hótelið, en ávallt nægur ofar í fjallinu. Yfir sumarið kæmi þessi lyfta líka að gagni, þar sem snjór er þar allt árið. Yfir sum- arið vantar hér svæði, sem gestir gætu notað til leikjá. Mér hefur dottið í hug steypt eða malbikuð flöt, þar sem gestir gætu iðkað tennig eða badminton, en síðan mætti veita vatni á og hafa skauta svell yfir veturinn. Annars er þessi staður það nýr að ekki er hægt að búast við • að allt sé fullkomið, en því er ekki að leyna, að hér fiefur verið unnið stórátak af bænum og áhugamönnum. — Er það fólk sem hér hefur dvalið, .almennt ánægt með ver una hér? — Undantekningarlaust tel ég að svo sé. Ég hef tekið eftir því að fólk sem kemur hé.r í fyrsta skipti er mjög undrandi, á alls ekki von á því sem það sér. Það heldur sjálfsagt, að hér sé um einhvers konar skíðaskála að ræða en þeir sem hingað koma sann færast fljótt um að svo er ekki- Það má taka fram að hótelið er aðeins 7 km. frá Akureyri og góð ur vegur og fljótfarinn. Ég held mér sé óhætt að full yrða að fólk sem hefur komið hingað, stnndað hér sMði eða fjallgöngur komi aftur, segir Frí mann að lokum. Eins og fram kemur hjá Frí manni hefur Skíðahótelið ráðið til :sín skíðakennara í vetur( Magn ús Guðmundsson, kunnan skíða mann og núverandi íslandsmeist ari í golfi. Magnús hefur unnið við skíðakennslu í Bandaríkjunum, í Sun Valley í sex vetur. Er það samdóma álit þeirra, sem not ið hafa kennslu hans, að hann sé frábær kennari, hvort sem um skíði eða golf er að ræða. Magnús hefur þjálfað skíðamenn á Akureyri frá því fyrir áramót Það vildi svo vel til að Magnús var að koma ofan úr fjalli er við’ dvöldum efri, og lögðum við fyr- ir hann nokkrar spurningar en Magnús -sér, um brautarlagningu ,í alpagreinum á landsmótinu óg; vinnur við undirbúning mótsins; Magnús tók vel í að svara þess um spurningum og fórust honum m.a. orð á þessa leið: „Unnið er af kappi við undir búning mótsins og er honum um það bil að ljúka, portstengur komnar á staðinn og ekkert eftir; annað en að stinga þeim nið.ur,' an það verður gert daginn áðug, en keppni hefst. Ég get t- d. upp lýst að brautin í stórsviginu verð. ur um 2500 m. að lengd, hlið um 50 og ætti hún að geta orðið skemmtileg ef veður hamlar ekki — Finnst þér mikill munur á skíðalandi hér og erlendis? — Fjallið hér er mjög ákjósan legt og algerlega sambærilegt við það sem gerist úti, en það sem vantar er að búa til skíðabrautir t.d. slétta þýfi o.s. frv. þetta er ■'géft erlendis en er vissulega stór- Virki og fjárfrekt fyrirtæki. — Hvað finnst þér um'islenzka skíðamenn miðað við erlenda? — Sem skíðamenn í keppnisí- .þróttum standa þeir þeim ekki. jafnfætis en sem skíðamenn al- mennt eru þeir vel fyrir ofan með állagr-Það er fy.rst og fremst skort ur á tilsögn sem háir þeim og und irstöffúatriðin verða oft útundan- — Ög að lokum. Hvemig heldur áð þínir menn standi sig á Lands tnötinu? . ' — Ég held að þeir komi til með að stánda sig vel a.m.k. vonar maður hið bezta. H.J. m Á myndinni sést Magnús Guffmundsson, skíðakennari í Sun Valley. Hvneær skyldu koma skíðalyftur hingaff svipaff þeirri, sem sést á myndinni? Um síðustu helgi var háð þriðja borgarkeppni Reykjavíkur, Berg- en og Glasgow í svigi og stórsvigi. Bergen sigraði eins og í hin tvö skiptin, en Reykjavík var í öðru sæti. ■ • j ' ★ Dublin, 24. marz. Belgía sigr- affi Eire í landsleik í knattspyrnu meff 2 gegn 0. ★ Rotterdam, 24. marz. Liver- pool og FC Köln gerffu jafntefli í þriðja leik sínum í Evrópubik- arkeppninni, 2 gegn 2. Leikurinn vár framlengdur en ekkert mark var skoraff. í hlutkesti um þaff, hvort liffiff skyldi í undanúrslit vánn Liverpool. Golfklúbbur sfofnaður nýlega á Akranesl Á sunnudaginn var stofnaður Gólfklúbbur Akraness, stofnendur voru 17 talsins. Formaður var kjör inn Svéinn Hálfdánarson, ritari Guðmundur Sigurðsson, gjaldkeri Guðm. Magnússon og meðstjórn- endur Leifur Ásgrímsson og Þor- steinn Þorvaldsson. Tveir félagar úr Öolíklúbbi Reykjavíkur voru mættir á stofn fundinum og að stofnfundinum loknum voru athugaðir möguleik- ar á stað fyrir golfvöll, en ýmsir staðir koma til greina. EyjólfurKJigurjónsson Ragnar A. Magnússon Flókagötu 65, 1. hæff, síml 17905 Löggiltir endurskoffendur Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Óffinsgötu 4 - Síml 11043. 4 27. marz 1965 - ALÞÝÐUBLA0IÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.