Alþýðublaðið - 27.03.1965, Side 10

Alþýðublaðið - 27.03.1965, Side 10
V Biblíuskýringar. Þriðjudaginn 30. marz kl. 8,30 hefur sr. Magnús Guðmundsson biblíuskýringar í félagsheimili Neskirkju. Bæði kon ur og karlar velkomin. AðalfUndur Heimilisiðnaðar- félags íslands, verður haldinn mánudaginn 29. maxz að Ásvalla- götu 1 kl. 8,30 s- d. Kvenfélagr Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur aðalfund mið- vikudagskvöld 31. þ. m. kl. 8,30 í félagsh. prentara, Hverfisg. 21. — Fundarefni: 1) Aðalfundarstörf, 2) Fréttiir frá Alþingi, forseti Sam- einaðs Alþingis, Birgir Finnsson, ræðir við fundarkonur um ýmis þingmál. í dag verða gefin .saman í hjóna band í Kópavogskirkju af sr- Ólafi Skúlasyni, ungfrú Júlía Ósk Hall dórsdóttir Bogahlíð 26 og Björn Úlfar Sigurðsson Teigagerði 16. Heimili ungu hjónanna er fyrst um sinn að Teigagerði 16. 20. marz voru gefin saman í hjóna band af séra Jóni Thorarensen ungfrú Sveinbjörg Steinþórsdóttir og J. Frank Miehelsen, garðyrkju- maður, Hveragerði. — (Studio Guðmundar, Garðastræti). Saga Oft kunna þeir að þegja um það, sem ætti að segja, en þyija langar ræður um heilög leyndarmál. Og síðan myndast saga, er sumir auka og laga, unz loks af völdum lyginnar logar heiftarbál. KANKVÍS. Leikfélag Reykjavíkur hefur sýnt að undanförnu barnaleikritið Alman- soi1 konungsson cftir Ólöfu Árnadóttur í Tjarnarbæ. Leikritið hefur verið sýnt 15 sinnum og ávallt við húsfylli og mikla gleði áhorfenda. Leikurinn hefur verið sýndur á sunnudögum kl. 15, og á morgun verður hann sýndur í 16. sinn. Myndin er af asnanum Júglú og ræn- ingjunum í Svartaskógi. Kvæðamannafélagið Iðunn, held ur fund í kvöld kl. 8. að Freyju- götu 27. Morgunblaðinu hefur í þessu tilviki verið bent á aðvörun Skotfélags Reykjavíkur um að menn skyldu ekki leggja til atlögu við hvítabirni nema meðgóð SKOTFÆRI í hönd- um . . . Morgunblaðið. Náttúrulækningafélag Reykjavík ur, fundur verður þriðjudagir^.i 30. marz n.k. kl. 8,30 s.d. að Ing ólfsstræti 22. Björn L. Jónsson læknir flytur stutt erindi, upplest ur, hljómlist, veitingar í anda stefnunnar. Allir eru velkomnir. Bókasafn Dagsbrúnar Lindarg 9 4. hæð til hægri. Safnið er opið á tímablllnu 15. sept. — 15. maí sem hér segir: mánudögum kl. 4-5 e.h. Ráðleggingarstöð um fjölskyldu áætlanir og hjúskaparvandamál, Lindargötu 9, önnur hæð. ViBtals tími læknis: mánudaga kl. 4—5. Viðtalstimi prests: þriðjudaga og föstudaga M, 4—5. Kvenfélagasamband íslands Leiðbeiningarstöð húsmæðra á Laufásvegi 2 er opin kl. 3.-5 alla virka daga nema laugardaga. Sími 10205. SPILAKVÖLD í KÓPAVOG I ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG KÓPAVOGS heldur spilakvöld í kvöld LAUGARDAGSKVÖLD í Félagsheimilinu Auðbrekku 50 kl. 8,30. Spiluð verður félagsvist, skuggamyndasýning. — Kaffiveitingar. BRIDGEKVÖLD Á MÁNUDAGINN EITT hinna vinsælu Bridge-kvölda Alþýðuflokksfélags Reykjavj'kur verður í Lindarbæ naéstkomandi mánudag kl. 8 e. h. stundvíslega. Allir eru velkomnir til þátttöku. — Nefndin. Laugardagur 27 marz 7.00 Morgunútvarp: 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristín Anna Þórarinsdóttir kynnir lögin. 14.30 í vikulokin. 16.00 Veðurfregnir. Gamalt vín á nýjum belgjum Troels Bendtsen kynnir lög úr ýmsum átt- um. 16.30 Danskennsla Kennari: Heiðar Ástvaldsson. 17.00 Fréttir. Þetta vil eg heyra: Oliver Guðmundsson prentari velur sér hljóm plötur. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Þrír strákar standa sig“ eftir George Wear. Örn Snorrason les (4). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Hvað getum við gert? Bjögvin Haraldsson flytur tómstundaþátt fyr ir börn og unglinga. 8.50 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 „Sumar í Týról“: Willy Mattes stjórnar kór og hljómsveit, sem flytja.óperettulög eftir Benatzky. Meðal ein- söngvara: María König, Hedi Fassler, Per Grundén og Walter Miiller. 20.15 Leikrit: E.s. „Von“ eftir Fred von Hoersc- helmann. Þýðandi og leikstjóri: Gísli Alfreðsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lestur Passíusálma Séra Erlendur Sigmundsson les þrítugast.a og fimmta sálm. 22,25 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. ★ Fundiir húsbyggjenda í Kópavogi ★ ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG KÓPAVOGS efnir til fundar um húsbyggingarmál fyrir húsbyggj- endur í Kópavogi í Alþýðuhúsinu, Auðbrekku 50, sunnudaginn 28. marz næstkomandi og hefst liann kl. 4,30 e. h. Eggert G. Þorsteins- son, alþingismaður og formaður Ilúsnæðismála- stjórnar, flytur erindi um húsbyggingarmál og svarar fyrirspurnum. Allir húsbyggjendur í Kópavogi eru velkomnir á fundinn meðan húsrúm leyfir. Þykknar upp með austan kalda, hiti um frost- mark. í gær var hægviðri norðanlands, en sunnan gola sunnanlands. í Reykjavík var hiti um frost- mark, austan go)a og léttskýjaö. Það er með skvísurnar eins og dagblöðin. Lítil eftirspurn eftir göml- um árgöngum ... «* 27. raarz 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ • »■ ,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.