Alþýðublaðið - 27.03.1965, Page 7

Alþýðublaðið - 27.03.1965, Page 7
skipuð nefnd, sem hefur það verkefni að endurskoða allt náms efni menntaskólanna. Hins veg ar er sá galli á þessari nefnd að í henni á enginn maður sæti er hefur sérþekkingu á sviði raunvísinda eða náttúrufræði^ en það er einmitt á sviði þess ara greina, sem þöri'in fyrir end urskoðun er brýnust- Þó gera íslenzkir áhugamenn um skóla mál sér miklar vonir um grund vallarbreytingar til hins betra í skipulagningu námsefnis menntaskólanna á næstu árum. Má hiklaust segja, að slíkar breytingar séu eitthvert brýn- asta úrlausnarefni íslenzkra skólamála' Hér hefur ekki verið vikið einu orði að erfiðasta vanda máli íslenzkra skólamála, vanda máli, ,sem verður stöðugt örð- ugra viðureignar með hverju ári nú sem líður. Ég á hé.r við skort á hæfum kennurum. í háskólan um er þessi skortur ekki til- finnanlegur, því að jafnan sækja nokkrir menn um hvert embætti sem þar er auglýst laust til um sóknar. í menntaskólunum er kennaraskorturinn farinn að segja verulega til sín, einkum í skólunum utan Reykjavíkur í gagnfræðaskólum er ástandið nánast geigvænlegt. Það er svo geigvænlegt, að einungis hluti þeirra manna, sem þar fást við kennislu, fullnægja þeim mennt unarkröfum, sem til þeirra eru gerðar samkvæmt lögum. Með öðrum orðum: mikill hluti gsgn fræðaskólakennara hefur alls ekkl þá menntun, ,sem rikisvaldið telur nauðsynlegt að gera kröfu til. Þessu til sönnunar skal á það bent, að í Landssambandi framhaldsskólakennara eru á ,S. hundrað meðlima, en þar af eru aðeins nokkrir tugir háskóla menntaðra manna með fyllstu réttindi til starfa. En hvernig getur staðið á þessu? Af hverju vilja vel mennt aðir menn ekki gerast kennarar? Svarið er einfalt. Þeir fá vinnu sína miklu betur borgaða annars staðar. Og það getur varla tal izt ámælisverður breyskleiki hér á íslandi, þótt menn leiti ekki þangað, sem kjör þeirra eru verst- En þetta getur ekki ver ið rétt, segir kannski einhver, hér hlýtur myndin að vera dreg in óþarflega dökkum litum. Við skulum taka dæmi. Maður velur Njörður P- Njarðvík. sér íslenzk fræði að námi. Hann lýkur prófi á eðlilegum tíma, eftir 6 ára háskólanám. Honum býðst síðan starf sem íslenzku kennari við gagnfræðaskóla að námi loknu. Hvað fær hann í laun? Hann fær 9930 krónur í laun, og eftir 10 ára starf hefur hann 12.300 kr. á mánuði. Get ur ngkkur álasað slíkum manni þótt hann leiti eitthvað annað? En afleiðingin er sú, að móður málskennsla í gagnfræðaskólum er í höndum manna, sem hafa mjög takmarkaða menntun til slíks starfs. Hvernig getur staðið á því að hagsmuna þes'-ara manna er svo illa gætt? Ástæðan er sú, að Bandalag háskólamanna hefur ekki í sínum höndum rétt til samningsaðildar, þrátt fyrir all mikla eftirleitan, og eru háskóla menntaðir embættismenn því eini starfshópurinn á landi hér sem ekki á þess kost að fjalla um launakjör sín. Ég veit að þetta kann að hljóma sem hreinasta fjarstæða og ýmsir kunna að segja, að þetta geti ekki átt sér stað. Aðrir munu minna á að margir háskólamenntaðir menn eru fé lagar í sumum stærstu og áhrifa mertu aðildarfélögum Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. Það er rétt, en hvernig er að- staða þeirra til að koma mál um sínum fram þar? Við skul um taka dæmi: Landssamband framhaldsskóla kennara skal gæta hagsmuna gagnfræðaskólakennara, iðnskóla kennara, kennaraskólakennara og ými'-sa fleiri hópa. Áður var að því vikið, að háskólamenn eru hér aðeins nokkrir tugir talsins af nálega, sex hundruð félag'’mönnum. Til ársins 1963 voru gagnfræðaskólakennarar í einum og sama launaflokki án tillits til menntunar. Þegar kjara Framh. á bls. 9 h Mh[ií E|jj| R11111 Kjr||rl||!ií ■fwR»|«M*E*R*KBlBf*R nitt i k:s ríkisdali í hlutafé og voru þó * Bergens-kaupmenn þá eiginlega búnir að gefa Grænlandsverzl un upp á bátinn. 3. maí 1721 lögðu 3 skip upp. frá Bergen til Grænlands og á einu þeirra var Hans Egede og kona hans ur kristniboði á Grænlandi. 3. júní tók leiðangurinn, en í hon Gertrude Rasch ásamt 4 börn um þeirra. Var hann útnefnd um voru alls 40 menn, allt Norð menn, land á vesturströnd Græn lands, ekki langt frá þeim stað sem nú er Góðvon. Næstu 15 árin lifði Hans Egede og fjöl- skylda hans meðal innfæddra í Grænlandi. Að vísu brást sú von hans að hitta þarna fyrir afkomendur norrænna manna, en hann var þess fullviss, að það væri köllun sin og Guðs vilji að hahn skyldi hefja trú boð meðal eskimóa- Með mikl . ura persónuleika sínum og mann j kærleika. ávann hann sér traust Grænlendinga. Hann tók að að ýmsu upp lifnaðarhætti þeirra og deildi kjörum með fólkinu. Þetta skóp honum traust og starf hans tók að bera árang ur. Árið 1731 fékk hann boð um að leggja ætti trúboðið í Græn landi niður en hann sinnti því ekki og hélt starfi sínu áfram. Varð það til þess að orðsend ingin var afturkölluð. Að aki trúboðinu lagði Sgede stund á landkönnun, m.a. fór hann tvær langar ferðir á árun um 1723-24. Margt var ókann- að í Grænlandi í þá daga. Auk trúboðsins lagði Egede konu sína og var sjálfur heilsu tæpur orðinn- Fluttist hann til Kaupmannahafnar árið eftir. Síðustu ár sín bjó hann í Stubbe kobing. Árið 1740 vat hann út- nefndur biskup grænlenzka trú boðsins. Hann dó 1758. Sonur hans Poul Egede sem alizt hafði upp í Grænlandi og kunni mál eskimóa var einnig prestur og síðar biskup. Hann þýddi fyrstur manna Nýjatestamentið á græn- lenzkt mál. Þes$ má að lokum geta að starf Hans Egedes hef ir ekki verið með öllu ókunnugt hér á landi á þessum tíma^ eða fyrir tveim öldum síðan. ísl. prestur séra Jón Bjarnason á Ballará setti honum grafskrift á ekki minna en fimm tungu málum árið 1762. Séra Jón hafði lengi haft hug á Grænlandsferð og þá í trúboðs-erindum- Tungu málin sem Jón notar við graf skriftirnar fimm eru þessi: Grænlenzka, latína, danska, íslenzka, og forn-norræna. Grænlenzka grafskriftin er þannig: ^Pelissiunek saag orlolerpa unamut, Mersa Attatput, na! Kejeiomarparput, Pellesse tok ovok Johannes Egede, Tarna killanomepok naU? Gub Niarn ane.“ m BARNALJOSMYNDASTOFAN Greffisgötu 2 (átfur B 0 R G A R T ÚN I 7). MYNDATÖKUR ALLAH DAGINN . ★ Prufur tilbúnar næsta dag. ★ MYNDATÖKUR þarf aS panta í síma 15905. Aðalfundur VERZLUNARBANKA ÍSLANDS H.F. verður haldinn í veitingahúsinu Sigtúni laugardaginn 3. apríl 1965 og hefst kl, 14,30. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla bankaráffs um starfsemi bankans s.l. starfsár. 2. Lagffir fram endurskoffaðir reikningar bank- ans fyrir s.l. reikningsár. 3. Lögff fram tillaga um kvittun til bankastjóra og bankaráffs fyrir reikningsskil. 4. Kosning bankaráffs. 5. Kosning endurskoffenda. 6. Tekin ákvörðun um þóknun tif bankaráffs og endurskoffenda fyrir næsta kjörtímabil. 7. Tekin ákvörffun um greiffslu arffs. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar trl fundarins verða af- hentir í afgreiðslu bankans, Bankastræti 5, Reykjavík, miðvikudaginn 31. marz, fimmtudaginn 1. april og föstu- daginn 2. apríl kl. 10—12,30 og 14—16. Reykjavík, 25. marz 1965. í bankaráði Verzlunarbanka íslands. Þ. Guffmundsson Egill Guttormsson Magnús J. Brynjólfsson 7TF ■■■■ ■■ ................. TRELLEB0RG V E RÐ : KR. 106,00 pr. ferm. w ■ ■■■— I. . M— . Hfl .......... ----------------:—< ■■■•■—:—aj* Auglýsing frá bæjarverkfræðingnum í Kópavogi Breiðholtsvegur verffur Iokaður á næstunni fyrir neðan vegamót Nýbýlavegar og Breiðholtsvegar. , > V|-t ALÞYGUBLADíD - 27. marz .. y

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.