Alþýðublaðið - 22.04.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.04.1965, Blaðsíða 3
 ■ “’ “" T & t 'sSé II-:^í““ S.' . .''^'Sh’,1 ■ ■ ■ ■ IftyMK.Jgf sl ' ' SBÆVitr: ■■ i f^V'í vW...:.í:"í-:,.- .;... •'•" !'.n :>••:'••"*..•*' 1ANDAGARÐI Þegar um sjaldgæfa of viðkvæma fugla er að ræða, hafa fugla fræffingar í Slimbridge oft látið hænur unga út eggjum þeirra. Hér sést ein hænan með unga hawaiigæsanna, sem hún hlúir að eins og sfnúm eigin. Stóri glugginn til vinstri á myndinni er á stofu og vinnuherbergi Peter Scotts. Á tjörninni rétt fyrir utan gluggann eru jafnan fjölmargar tegundir af öndum, gæsum og svönum. Þarna settust rússnesku svanirnir, sem Scott þekkti með nafni — um 40 talsins. Framh. af 1 síðu. ímestu fljótum Bretlands, Sev- !ern, um sléttar grundir til sjávar 1 Bristolflóa. Um aldir hafa gæs- ir sótt á eyrarnar við fljótið um vetur, og oft safnazt þar saman i þúsundum. Þar reisti brezki líerinn á stríðsárunum mikið af i steinsteyptum vélbyssuhreiðrum til að verja ströndina gegn hugs- anlegri innrás, rétt eins og Bret- ar gerðu umliverfis Reykjavík. Nú hafa þessi byssuhreiður ver- '13 gerð að stöðvum til fuglaskoð- unar, og geta útvaldir. áhuga- menn fengið að hafast þar við ásamt vísindamönnum og fylgjast með villigæsunum á stuttu færi. Ekið er eftir hraðbrautinni frá Bristol til Gloucester. Skömmu áður en komið er að þorpinu Cambridge, er beygt í áttina til fljótsins, og ekið í gegnum þorp- ið Slimbridge, sem andagarður-1 inn hefur nú gert frægt. Þarna | er mesta fuglasafn sinnar tegund- ar í heiminum, um 2..000 fuglar af um 150 mismunandi tegund- um, mest allt endur, gæsir og álftir, sem safnað hefur verið um alla jörðina. Garðurinn er að ýmsu leyti eins og aðrir dýragarðar. í aðalbygg-! ingum má fá margvíslegar upp- lýsingar um fuglana, en þeir eru á smátjörnum og í afgirtum reit- um á tiltölulega litlu svæði. Ein- staka hitabeltisfuglar eru undir gleri, og margir geta ekki flogið burt. Hins vegar er það óvenjit- legt við þennan dýragarð, hve gestkoma er mikil, því villtir fuglar og farfuglar eru sífellt að koma og fara. Allur þorri fuglanna verpir, en sérfræðingunum, sem annast þá, þykir stundum öruggara að láta hænur unga út fyrir þá, en það gera þær af umhyggju og móð- urást, hvað sem úr eggjunum kemur að heita má. Stundum hefur þeim í Slimbridge tekizt að stuðla að viðhaldi tegunda, sem voru að deyja út. Gott dæmi þess er Nene gæsin, eða Hawaii-gæsin, sem hefur verið talin einn af sjaldgæfustu fuglum jarðarinnar. Þrjár slíkar gæsir komu til Slimbridge 1950, og eru nú orðn- ar um 120 talsins. Er nú svo komið, að hægt verður að senda þessa gæs aftur til heimahaga á Kyrrahafi og stuðla að uppbygg- ingu stofsins á nýjan leik. Örlög Geirfuglsins eiga ekki fyrir henni að liggja. Hér sést húsandarsteggur í Slimbridge leika listir sínar, en sú, sem eetlað var að taka eftir honum, Iætur sem hún sjái ekki -neitt. andaætt, bæði villtra og garðinum, og önnur skylc verkefni. 2. Garðinum ber að stuðla aí fjölgun og björgun tegunda sem eru að deyja út. 3. Almenn uppfræðsla til a‘i auka skilning og yndi al mennings af fuglalífi sérstak lega og raunar náttúrunn allri. Stofnunin heitir réttu nafni „The Wildfowl Trust”, og er ekki á ríkisins vegum, heldur ær fjár aflað frá stuðningsmönnum og með aðgangseyri að görðunum. Auk þess hafa fengizt styrkir frá ýmsum aðilum til vísinda- rannsókna, sem stundaðar eru fyrir tilhlutan stofnunarinnar. íslendingar kannast við starf Scotts og aðstoðarmanna hans frá ferðum þeirra hingað til lands til að rannsaka heiðagæsina. — Tókst þeim að afla margvislegra upplýsinga, meðal annars um stærð stofnsins og ýmsa lifnaðar- háttu, svo og að merkja fjölda gæsa. Þar sem mikið er skotið 1 af öndum og gæsum víða um lönd, hefur óvenju mikið af merkingum þessara fugla skilað árangri, og 10—25% merkjanna hafa komið til skila. Þegar Peter Scott dvaldist hér á landi til að athuga heiðagæs- ina, notaði hann tækifærið til að giftast núverandi konu sinni í Reykjavík. Hann er kunnugur vel ýmsum málefnum íslands og ræð- ir við íslenzka gesti, sem þar ber að garði, um náttúruvernd í Öræfum, álu-if kísilgúrverksmiðju á fuglalíf við Mývatn og fleiri slik mál. Hann býður tebolla, en rétt "utan við gluggann synda hávella og húsönd. En þessa stundina hugsar Scott mest um svanina og svo fagurgæs, af því að hann er einmitt að vinna að stóru málverki, þar sem hópur fagurgæsa flýgur fyrir. Scott er jafnvigur sem náttúi-ufræðingur og málari, og er raunar athyglis- Þessi mynd var tekin í leiðangri Scotts til íslands. Hann og menn. hans eru að smala saman heiðagæs til merkingar og ekki annað að sjá en smalamennskan gangi vel. I , Hawaiigæsin var að deyja út, þegar þetta par var flutt til Slim- bridge. Út frá því er kominn stofn yfir 100 gæsa af þessari sjald gæfu tegund og tekst vonandi að bjarga stofninum. Þessar tvær heita Kaiulani og Kamehamelia — góðum, hawaiiskum nöfnum. < vert, hversu oft og blessunarlega j Ekki verður efast um, að vís- þetta tvennt hefur farið saman. ! indamennirnir, sem starfa méð Var það ekki sízt til mikils góðs j Scott, vinni mikið og gagnlegt í 'þá tíð, er myndatækni var lít- starf. Heimsókn í garðinn þeiría il sem engin, og málarinn einn ! hlýtur að opna augu manna fýrfr a- gat fest á blað litskrúð og fjöl- breytni fuglalífsins. fegurð lífsins. og fjölbreytileik fu^l Fuglarnir eru undantekningar- lítið spakir, og er auðvelt að komast að þeim til að fylgjaSt með háttum þeirra. Þúsundir manna koma á hverju ári í garð- inn og eru raunar ófáir styrktar félagar. Þó munu hinir eiginlegu fuglavinir gera mikinn mun á því, að sjá fuglateguhd frjálsa eða ófrjálsa, og þykir „ómark” að sjá tegund aðeins í garðinum, En ef til vill verður þeim auð- veldara að þekkja sjaldséða teg- und, ef þeir hafa séð hana í Slimbridge- Peter Scott stofnaði fuglagarð- inn í Slimbridge 1946, og síðar bætti stofnunin við sig öðrum garði í Peakirk í Austur—Eng- landi. Stofnunin hefur hlotið stuðning háttsettra ‘ aðila, Og er sjálf Bretadrottning verndari, en Filippus prins forseti, enda er hann mikill áhugamaður um fuglamál, svo sem fram kom í íslandsferð hans nýverið. Tilgangur stofnunarinnar þríþættur: 1. Vísindaleg rannsókn fugla ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. apríl 1965% £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.