Alþýðublaðið - 22.04.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.04.1965, Blaðsíða 7
þökkum veturinn. Brunabótafélag Islands Beztu Sumcrrkvebjur sendum við öllum félagsmönnum og öðrum viðskiptavinum Kaupfélag SuÖurnesja Keflavík. Á jubileumsmessu... Framhald af 5. síðu. fóru út á göturnar að moká til að bjarga mér og kommúnism- • anum og það tókst reyndar. — (Bandamanni vorum Erhard til sárrar hrellingar). Mikið var um að vera í skemmt- analifinu, eins og nærri má geta. Frábærir listamenn á öllum svið- um þyrptust til borgarinnar að stytta kaupstefnugestum stundirn- ar. Oistrach feðgarnir komu frá Eússlandi, Senegalballettinn sunn- an frá Afríku og bítlahljómsveit frá V-Berlín. Þá voru að sjálf- sögðu stöðugir tónleikar hjá Ge- wandhaus hljómsveitinni og Tóm- asarkórnum fræga. Reyndar er sagt, að Tómasarkórinn sé í öldu dal um þessar mundir og drengja kór Krosskirkjunnar í Dresden standi honum fx-amar. Stjórnend iur þessara kóra eru feðgar, Maus erberger að nafni. Á fjölum óperunnar var Aida eftir Verdi, sérstök hátíðasýning með Lazaro og einhverri ítalskrt sópransöngkonu í aðalhlutverkum. Gisela May, leikkona frá Brecht leikhúsinu í Berlín, hélt Brecht Ijóðakvöld, sem við misstum af vegna ferðar til Dresden. En það verð ég að segja, að held- ur var „pop”menningin á lágu stigi þar ytra. Á miklu kabarett- kvöldi, þar sem fram komu lista- menn frá Frakklandi, Bretlandi, V-Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu og A-Þýzkalandi, var varla eitt ein- asta atriði, sem var þess virði að því væri sérstakur gaumur gefinn, en fagnaðaplátum hinna a-þýzku á heyrenda ætla ég ekki að reyna að lýsa. Einkum og sér í lagi keyrði úr hófi með klappið, þegar V-Berlínarbitlarnir komu fram ásamt einhverju stelpustrái, sem kallaði sig Manuelu og hljóp um senuna eins og kálfur á vordegi. Dugnaðurinn í stelpukvikindinu var svo skelfilegur, að þegar hún var búin að vera hálftíma á svið- inu, flúðum við landar húsið og viti menn: Forsalur og allir gangar voru troðfullir af fólki, sem beið þess að sjá alla dýrðina á næstu sýningu, sem átti að fylgja strax á eftir. M. a. sem kom þarna fram, var stór djasshljómsveit frá Prag. Ekki er að efa, að þarna voru frábærir tónlistarmenn á ferðinni, en músik in sem þeir spiluðu var einskonar sambland af Ellington og Kenton, sem ég gat ekki með nokkru móti fellt mig við. Þýzka heimahljóm: sveitin, sem lék undir hjá sumum listamönnum, var hinsvegar að mestu skipuð strengjahljóðfærum og var spil hennar heldur þunnur þrettándi í okkar vestrænu eyru. En ekki skyldi maður dvelja við hin óskemmtilegri málin. Engum er greiði gerður með því. Seinna fcngum við tækifæri til að sjá frá- Leiksviðið, þar sem leikið var allan daginn þann hálfa mánuð sem afmæiissýningin stóð yfir. Lúðra- sveitin ti I lxægri. bæra listamenn á öðrum sviðum að vísu, og mun það seint gleym- ast. í Ríkisóperunni í A-Berlín sáum við gestaleik Kómísku óper- unnar á Salome eftir Richard Strauss. Það varð ógleymanlegt kvöld og síðasta kvöldið okkar þar í borg komum við svo fi Berlíner Ensemble og sáum GLEÐILEGT SUMAR stórkostlega sýningu á Der Messingkauf eftir Bertold Brecht. Frægustu listamenn þessa rómaða leikhúss skemmtu áheyrendum sínum af þeirri snilld, að málið varð hreint aukaatriði. Ekki verður svo skilið við þessa frásögn, að ekki sé minnzt á Hótel International í Leipzig, þar sem við bjuggum við íburð og frábært atlæti. Á síðkvöldum var athvarf okkar gjarna í forstofunni, þar sem við gátum fylgzt með öllum þeim mai-glita gestagangi, sem streymdi þar um dyrnar. Kolsvart- ir Afríkunegrar, virðulegir Ind- verjar, stoltir Tyrkir, fólk af öll- um kynþáttum og þjóðernum lagði leið sína þarna um og í for- stofunni var sérstakur þjónn, til að bera veitingar þeim sem þurftu að bíða einhverra hluta vegna. Á daginn gekk þar um beina lít- ill og hnellinn kall, eins og upp- hafinn músikprófessor í framan. Honum leiddist þetta starf aldeil- is óskaplega og tók við pöntunun- um af þvingaðri kurteisi. Á kvöld in tók svo kollegi hans við. Við kölluðum hann Berliner Ensemble, vegna þess að hann veitti okkur margar ánægjustundir þarna í for- stofunni, og eins fyrir hitt, að hann var Berlínarbúi. Kollegar hans gaukuðu þvi að okkur, að því miður væri ekki hægt að nota hann í salnum og við sáum brátt hversvegna. Undir miðnætti var hann venjulega orðinn kófdrukk inn og frjálsmannlegri í framkomu en hæfa þótti í hátíðlegum veizlu sölum hótelsins. Þessi maður gekkst mjög upp í starfi sínu og þegar líða tók á kvöldið, sveif hann umsvifalaust á allar kellingar sem inn komu, bukkaði sig niður í gólf og spurði af forkláraðri kurteisi hins drukkna séntilmennis, hvort hann mætti ekki færa þeirn ein- hverjar veitíngar. Ef einhver les- enda minna á leið um A-Bei-lín og kemur á veitíngastaðinn Adlon við Friedrichstrasse, þá bið ég kær Framhald á 11. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. apríl 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.