Alþýðublaðið - 22.04.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.04.1965, Blaðsíða 9
IIIÉÍflltlÍ f HEYRANDA HLJÓÐI eftir Helga Sæmundsson „Þar Mississippis megindjúp fram brunar“. SJÚKRAHÚS heilagrar Maríu hér í Rochester er svo sem ekkert fangelsi þeim vistmönnum, sem á ferli eru og þrek hafa til dægra- styttingar, ef hlítt er settum regl- um um mataræði og annað at- hæfi. Eg bíð þess, að handlæknir- inn heimskunni, dr. John Kirk- lin, fremji á mér hjartaskurð á þriðja í páskum, en á góða daga, hef til umráða einbýlisstofu með baði, síma og sjónvarpi og má fara mínu fram. Hins vegar forð- ast ég ávallt samsjúklinga mína í erlendum spítölum, og’ber tvennt til: þá losnar maður við þessar heimskulegu fyrirspurnir um ís- land, hvort þar séu eskimóar og hvaða hljóð bjarndýr gefi frá sér, og getur verið út af fyrir sig, en stundum er hollt að una í ein- rúmi, lesa og hugsa í friði, á- hyggjulaus. með.ys og eril verald- arinnar utan við lokaðan glugga. En nú mun hæfa að víkja að efn- inu. Laugardagurinn 10. apríl varð mér næsta ógleymanlegur. Snorri læknir Ólafsson, sem stundar hér framhaldsnám, færði í.tal við mig, hvort mér kynni ekki að veitast sú tilbreytni að skreppa í öku- ferð um nágrenni Rochester. Leyfi læknanna var eins auðfengið og ég bæði um gias af vatni. Og svo lögðum við af stað upp úr há- degi, Snorri og Betty, heitmey hans, svo og ég — Helgi Sæ- mundsson í fyrstu persónu ein- tölu. Hér sæmir að gera einhverja grein fyrir samferðafólkinu að gömlum íslenzkum sið. Snorri læknir er sonur Ólafs Sveinsson- ar, sem lengi fór með verkstjórn f Nýborg, húð áfengisverzlunar ríkisins við Skúlagötu. . Afar Snorra voru nlbingismennirnir Sveinn sálugi Ólafsson í Firði og Ingvar Pálmason. Hann telst því víst af austfirzku gæðakyni. Betty mun af írskum og frönskum ætt- um, en er fædd í Massachusetts, heillandi fríð sýnum, gáfuð og menntuð og óvenjulega geðug stúlka, áreiðanlega mikill kven-1 kostur. Bíllinn reyndist í senn frár og vakur gæðingur. Leiðin llggur upp með vestur- bakka Mississippi, fljótinu, sem Kristján Jónsson Fjallaskáld kvað um forðum. Hér hefur allt verið á kafi í vatni undanfarið, þó að vorið komi hægt og stilít þessu sinni, reiður jötunn í undirheim- um virðist af einhverjum ástæðum hafa dælt upp lindir þessarar meginelfar. Samt gætir flóðanna naumast á þessum slóðum, þau koma og fara á svipstundu, amer- íski hraðinn er engin lygi. Við ókum um sérkennilegar og eftir- minnilegar sveitir, flestar minna á Ölfusið, Grímsnesið, Flóann, Holtin, Hvolhreppinn og Landeyj- arnar, en sums staðar svipar landslaginu til Grafningsins, Laugardalsins, Hreppanna og Eyjafjallanna, mér finnst ég sjái Suðurland í stórum og djúpum spegli.' Og fyrr en varir fórum við Snorri að þýða staðanöfnin á íslenzku, nema indíánaheitin, þau hljóma óskiljanlega í eyrum. Hér hugði ég ríki óðalsbænda, en það er öðru nær. Jarðirnar eru marg- ar smáar, og ábúendurnir rækta hvorki jörðina né ala gripi, en fá rausnarlega opinbera styrki til þess að lialda að sér höndum, framleiðslukostnaðurinn á þessum kotum myndi valda ærnum vanda, og svo er óttínn við lögmálið um framboð og eftirspurn, landbúnað- ur sýnist einkennilega rekinn at- vinnuvegur víðar en á íslandi! — Þorpin eru á stærð við smábæi í Danmörku eða Svíþjóð, fólkið lifir á verziun, iðnaði og þjónustu við ferðalanga, ég kem ekki tölu á gististaðina, þegar við þjótum eft- ir steinsteyptum veginum, sem er eins og brautin austur yfir Hell- isheiði ætti að vera. Veðrið breyt- ist í sifellu að kalla. Við kynnt- umst þennan dag öllum tilbrigðum þess nema sólskini, frosti og snjó- komu. Guð veit ég segi satt Eg heyrði jafnvel þrumur og sá eld- ingar. Nú er áð ,að Rauðeyri í Minne- sota á vesturbakka Mississippi. Staðurinn er frægur fyrir leir- kerasmíði og hvers konar minja- gripi. Við bregðum okkur inn í stærstu verzlunina og skoðum þessa einkennilega fallegu en rán- dýru muni. Síðan hleypir Snorri vélfáknum yfir brú á Míssissippi. Fljótið er skolgrátt í leysingunum og tiisýndar líkast Þjórsá að vori landnemarnir voru Frakkar, en frumbyggjarnir Indíánar. Um Wisconsin gegnir svipuðu máli. Héraðið er fjórðungi minna að flatarmáli heldur en Minnesota, en fólksfjöldinn nær fjórar millj- ónir. Milwaukee er ekki höfuð- borgin, þrátt fyrir veldi sitt, það hlutskipti hefur fallið Madison 1 skaut. Landamærin markast aí Miklavatni og hluta af Michigan að norðan, austan héraðsins er Michiganvatn, en sunnan þesa Illinois og vestur af því Iowa og Minnesota. Wisconsin er vatna- svæði mikið, en fremur liæðótt og skógar meira en nógir að mínum dómi. Atvinnuvegirnir eru að mestu sömu og í Minnesota, nema bjórgerð mun öllu arðvænlegri og ríkari þáttur iðnaðarins. Land- nemarnir í Wisconcin voru einn- írf fvoriclri>' •MpfjT'nn Q opf Tr>rTfn ánarnir urðu að hrökkva brott það- an eins og vestan Mississippi. Eg ætti bágt með að gera upp á millÞ Minnesota og Wisconsin til bú- setu, kostir og gallar mannlífs og afkomu munu áþekkir beggja meg- in fljótsins dulkyrra en þung- streyma. Væru ekki vetrarhörfe- urnar og sumarhitarnir, myndu þetta einstakar kostasveitir. Nú ókum við áfram og yfir Mis- sissippi skammt frá þeim stað, er néína skyldi Sjónarhól í Fló- anum, og því næst rakleitt til Ro- chester, en komum að bænum , sunnanverðum. Niðdimmt er orð- ið og þó ekki áliðnara kvöld en þegar Reykvíkingar byrja að finna sæmilega á sér. Ætli ég fái ekki bágt fyrir að koma svona seint heim, nei, varla, maður hefur ein- hvern tímann klórað sig fram úr öðrum eins vanda og þessum! — || Mér líður yndisiega til sálar og > líkama, er glaður og þakklátur Snorra og Betty. Þokuslæðingur ;| eða reykmóðu hefur lagt yfir Framhald á 11. síðu. kJUÍOtliU A UIPVVlWiUl ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. apríl 1965 MISSISSIPPI þriðjung þess, sem krafizt væri í Reykjavík. Þó er veitingahúsið sízt lakara Ilressingarskálanum við Austurstræti og margfalt fleiri réttir í boði. Kannski ég segi annars lesend- um eitthvað nánar um þessi tvö héruð? Minnesota er röskum helmingi stærra en gervallt ísland, en íbúatalan nemur hálfri fjórðu milljón. Höfuðborgin er St. Paul á austurbakka Mississippi, drjúg- an spöl héðan uppi í landi, en gegnt henni og samvaxin mörgum brúm, háum og breiðum, er Mln- neapolis. Minnesota liggur að landamærum Kanada í norðri, en austan hennar eru Wisconsin og Miklavatn, Iowa að sunnan og Suður-Dakota og Norður-Dakota að vestan. Héraðið er „þúsund vatna land,” ár og lækir ótelj- andi, skógi vaxið, einkennist raunar af víðáttumiklum marflöt- um sléttum, en rís'á víð og dreif og allt upp í fjallaslóðir. Aðalat- vinnuvegirnir eru námugröftur, iðnaður og landbúnaður. Fyrstu HERUDIN IVÖ eða hausti. Hér tekur Wisconsin við, næsta þorp myndi heita Meyjasæti á íslenzku, svo kemur Lindarbær og þá Stokkhólmur. Wisconsin er eigi síður fagurt en Minnesota, landslagið kannski öllu f jölbreytilegra. Hingað til hef ég aðeins kunnað þau skil á Wis- consin, að þar væri borgin Mil- waukee og dáð fyrir ljúffengan bjór, en enginn skyldi öfunda mig af henni, hún er hinum megin — á bakka Michiganvatns, og mjöð- inn þaðan má ég ekki drekka að sinni. Við lítum inn í hverja krána af annarri, því að læknarnir hafa skipað mér að þamba vatn og öl undir uppskurðinn, og Snorri og Betty gæða sér tvisvar á kaffi mér til samlætis. Svo fáum við okkur matarbita um sexleytið og erum þá enn austan fljótsins. — Irrvcfor o?Soír»c ÖKUFERÐ UM ÁBÖKKUM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.