Alþýðublaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 5
 ,, g||§g|§ Si Hf voru verðlaun veitt fyrir beztu afrekin. V€mmúT HRAUNBÚA 25. VORMÓT Hraunbúa var sett i í Krýsuvík föstudagtnn 4 júní. I Skátahöfðingi íslands, Jónas B. Jónsson, lýsti mótið sett. Jafn- framt því að þetta var 25. vor- mót Hraunbúa var þess minnzt, að liðin eru 40 ár frá því að skátastarf hófst í Hafnarfirði. Mótið sóttu um 800 skátar. ÞátttakendUr voru frá Keflavík, amerískir skátar frá Keflavíkur- flugvelli, Njarðvík, Sandgerði, Hveragerði, Sélfossi, Eyrarbakka, Kópavogi, Reykjavik, Akureyri og Hafnarfirði. Á mótinu voru iðkaðar ýmsar skátaíþróttir, farið í gönguferðir undir leiðsögn sérfróðra leiðsögu- manna, nágrennið skoðað og rifj- uð upp saga þess. Þá voru veitt fern verðlaun fyr- ir beztu tjaldbúðirnar á mótinu og hlutu þau kvenskátar frá Kóp- um, kvenskátar frá Hraunbúum, Skátafélag Reykjavíkur og drengja skátar frá Hraunbúum. Einnig fór fram fjölþætt iþróttakeppni og Löggæzlu á mótinu önnuðust skátarnir sjálfir í samvinnu við lögregluna í Hafnarfirði. Á mótinu voru tjaldbúðir kven- skáta, drengjaskáta og fjölskyldu- búðir. í þeim gátu skátar dvalið með fjölskyldum sínum, en þátt- taka í slíkum búðum fer sífellt vaxandi. Það.nýmæli var á þessu skátamótr, að settur var upp gæzluleikvöllur með ýmsum leik- tækjum og var hann mikið not- aður af fjölskyldubúðunum þótti þessi tilraun takast hið bezta. Varðeldur var á laugardags- kvöld og sunnudagskvöld og er áætlað að hátt á annað þúsunð manns hafi verið á varðoldinum, á sunnudagskvöldið, en hann var opinn öllum, sem á hann vildw koma. Á sunnudagskvöld var farifc. með dróttskátana, sem þátt tóku Ir' mótinu, í ,,hikeferð“ og v.arð c.Ti ferð hin ánægjulegasta. Framhald á 15. síðu SÝNING Á STORNOPHONE TALSTÖÐVUM AB GREMSÁSVEGI 18 (Hreyfils- húsinu) OPIN DAGLEGA KL. 14-22 TIL 20. júní og lýkur þá. Þessa stöð má flytja með sér hvert sem er og er þá notuð við hana rafhlaða. HANDSTOÐ, Altransi- toruð með rafhlöðu sem hlaða má með bæjar- straum. FARSTÖÐIN, er það lítil, að hægt er að setja hana í hvaða farartæki sem' er. Rafstraúmur fyrir farstöðina er tekinn frá rafkerfi farartækisins 6—12 eða 24 volt. Sendi- og viðtæki er komið fyrir undir sæti eða ;■ farangursgeymslu, fjarstýr- ingu og hljóðnema undir. mæla borði, þar sem auðvelt ér að ná til þeirra. Þarna sýnir STORNO framleiðslu sína, sem eru talstöðvar til hvers konar nota, svo sem í skip, bifreiðar, mótorhjól, handstöðvar o.m.fl. Fulltrúi frá STORNO verksmiðjunum verður staddur á sýn- ingunni og gefur upplýsingar þeim er þess óska. STORNO, stærsta sérverksmiðja álfunnar í framleiðslu fjarstöðva, er trygging yðar fyrir gæðavöru. Sfnriío i Fabrik for radiokommunikations-anlæg Afdeling af Det Store Nordiske Telegraf-Sélákab A/S Ved Amagerbanen 21 . Kobenbavn .S ~ Tlf. Sundby - Asta'6800 . Telex'5442 • Umboð á íslandi WREVF7ÍI FASTASTÖÐIN er sendir, viðtæki, loftnet og fjarstýritæki. Til þess að fá mesta nýtni með fastastöðinni, er hún staðsett nálægt loftnetinu á góðum stað. Farstýritækinu er komið fyrir þar sem þægilegast er fyrir afgreiðslu. Fastastöðin er tengd við bæjarspennuna. ©MíSHSMSSÍBISt : iHSiáii&iiSMsa : ALÞÝÐUBLAÐtÐ - 13. júní 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.