Alþýðublaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 7
HVER Á HEIMSMET í FÁVITASKAP? X Landbúnaðarbifreiðin UAZ — 450 Stórt og rúmgott farangursrými. a | VERÐ KR. 153.000.00 | I Bifreiðar & Landbúnaðarvélar h.f. I Y Suðurlandsbraut 14. — Sími 38-600. ú OOOOíKXX^OOOOOOíK^OOOOOOOOOOO^OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOiOOOOOOíXÍOOOOOOOOOÖO^XXXX^OOCt ALÞÝÐUBtAÐIÐ - 13. júnl 1965 J UNDANFARIN ÁR hef- ur Sigurður A. Magnús- son látið mikið að sér kveða sem gagnrýnandi. Hefur hann haft stór orð að segja um flesta þætti menningarlífs hér á landi og óspart vandað um við landa sína. Nú hefur Sigurður snú- ið sér að stjórnmálum og ætlar sýnilega að hreinsa til á því sviði eins og öðrum. Vikublaðið Fálk- inn birtir eftir hann flokk greina og fjallar sú síð- asta um Alþingi. Ekki þarf að taka fram, að Sigurður skrifar af hógværð og kurteisi, eins og hans er venja og menn- ingarpostula sæmir. Því til sönnunar má tilfæra nokkur ummæli hans um Alþingi. Hann telur þjóð- þing íslendinga vera ó- þolandi fyrir hálfkák, vera viffundur, eiga heimsmet í fávitaskap. Hann telur Alþingi vera sérréttinda- klíku, telur störf þess plágu á landinu og stór- hættuleg lýðræðinu, ým- ist gráthlægileg eða póli- tískt gerræði. Sigurður telur ríkja siðleysi ó Al- þingi, segir þar vera Það var fyrst undirbúið af nefnd, síðan af ráðuneyti, og leituðu báðir þessir að- ilar til ótal stofnana og einstaklinga. Síðan lá frumvarpið fyrir þremur þingum, áður en það var endanlega afgreitt. Hinn 19. febrúar 1963 vísaði menntamálanefnd neðri deildar því til umsagnar 13 aðila, þar á meðal allra helztu rannsóknarstofnana landsins. Málið lá fyrir þingi á þriðja ár og gat hver, sem vildi, sent menntamálanefnd athuga- semdir, og gerðu raunar .ýmsir. Fá mál hafa eins lengi og rækilega verið undirbúin, áður en þau voru lögð fyrir Alþingi, né eins lengi og rækilega verið athuguð af þinginu. Sjaldan hefur verið leitað til eins margra aðila og tekið tillit til eins margra sjónarmiða og við með- ferð þessa máls. Allt þetta gat Sigurður A. Magnússon auðveldlega fengið að vita, ef hann hefði kært sig um réttar upplýsingar, áður en hann ritaði gagnrýni sina. 4) Sigurffur segir í Fólkagreininni: — „Þaff bræffralag ósómans (sbr. t. d. skattaívilnanir) sem al- þingismenn hafa gert með' sér er ekki einungis and- styggilegt, heldur beinlin- is þjóffhættulegt, því eftir höfðinu dansa limirnir, einsog þar stendur.” Það tíðkaðist í mörg ár, að alþingismenn fengju sérstakan frádrátt frá skatti, sem réttlættur var með því, að þingmennsku fylgdu ýmis sérstök út- gjöld. En núverandi þing og stjórn hafa afnumið þessi sérréttindi með öllu, og alþingismenn hafa í dag engar skattaívilnanir. Þetta hefði Sigurður A. Magnússon getað vitað, ef hann hefði gert tilraun til að kynna sér þá stofnun, sem hann tók sér fyrir hendur að segja til synd- anna. En nú snúast vopn- in í hendi hans. Sam- kvæmt hans eigin grein verður hann að viður- kenna, að núverandi al- þingi og ríkisstjórn h.afi gert „bræðralag gegn ó- sóma”, sem áður tíðkaðist. 5) Síffasta dæmiff, sem hér verffur tilfært um mál- flutning Sigurffar, er þessi Frh. á 10. síffu. stjórnmálaspillingu og fjármálaspillingu, kallar það vettvang lýffskrumara. Hann kallar Alþingi bræffralag ósómans, and- styggilegt og þjóffhættu- legt. Þegar menningarvitar þjóðarinnar sýna Alþingi þann sóma, að tala um fyrir því á svo hógværan hátt, hljóta þeir að byggja gagnrýni sína á stað- reyndum og hafa kynnt sér það, sem þeir eru að skrifa um. Þess vegna er rétt að kanna, hvað Sig- urður A. Magnússon hefur fyrir sér og hve vel hann þeklcir til starfa Alþingis. Nægir að tilnefna fimm dæmi. 1) Sigurffur gagnrýnir, aff alþingismenn séu oft frá þingstörfum „vegna embættisanna” heimafyr- ir, en skattgreiffendur leggi til þingfararkaup þeirra varamanna, sem sífellt séu aff hlaupa í skörðin. Sannleikurinn er sá, að alþingismenn eru sviptir kaupi sínu, ef þeir fara af þingi og setja fyrir sig varamenn, nema þeir séu veikir eða fari í beinum Þessi fullyrðing er fjar- stæða. Alþingi hefur ekki aðeins ótakmarkaða heim- ild til að leita til sér- fræðinga um þau mál, sem til umræðu eru hverju sinni, heldur gerir það í stórum stíl. Nefndir þings ins kalla í svo til hverju máli sérfróða menn á sinn fund, ræða við þá, fá hjá þeim upplýsingar og álitsgerðir. Það má heita föst regla að leita umsagnar stofnana um hvert mál, og þá einmitt þeirra, sem hafa sér- fræðiþekkingu á við- komandi máli. Ef Sigurður A. Magn- ússon hefði nennt að kynna sér störf Alþingis, hefði hann fljótlega kom- izt að raun um þetta. 3) í framhaldi af þessari fullyrðingu segir Sigurff- ur: „Gott dæmi um þetta eru lögin um Rannsóknar- ráff ríkisins, sem hafa mjög alvarlega vankanta vegna þess aff ekki var leitaff til allra þeirra sérfræðinga, sem þar eiga réttilega hlut aff máli.” Mál þetta hét réttu nafni „Frumvarp um rannsóknir í þágu atvinnuveganna.” erindum íslenzka ríkis- ins. Skattgreiðendur hafa því lítinn kostnað af flest- um þeim varamönnum, sem setjast á þing. Ekki virðist Sigurður A. Magnússon hafa kynnt sér þetta mál, þótt hann noti um það stór orð. 2) Sigurffur ræffir mikið um sérfræffinga, telur rík- isstjórnina misnota þá ó- spart, og sér þann hæng á, að stjórnin ein hafi heimild til að leita til sér- fræffinga, Alþingi hafi ekki slíka heimild. -1 BENEDIKT GRÖNDAL m HELGINA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.