Alþýðublaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 11
t=Ritstiori Örn Eidsson Skíöamót í Kerlingafjöllum: Magnús Guðmundsson sigraði í karlaflokki .JM UM SÍÐASTLIÐNA hélgi var haldið svigmót í Kerlingafjöllum á vegum Skíðaskóla Valdimars Örnólfssonar og Skíðaráðs Reykja- víkur. Til leiks mættu keppendur frá Akureyri, Siglufirði og Reykja vík. Um 40 keppendur voru skráð- ir til leiks. Veður var mjög gott á laugardaginn, þegar svigið fór fram, en þoka kom á sunnudaginn þegar stórsvigið átti að fara fram og var því þess vegna frestað. Sjaldan hafa sézt jafnmargir á- horfendur og á móti þessu. Gras- balarnir í kringum skála Ferðafé- lagsins og Skíðaskólans voru þakt- ir tjöldum. Reykvíkingarnir komu eins og leið liggur að sunnan, en Akureyringarnir og Siglfirðing- arnir komu gömlu þingmannaleið ina suður Kjöl. Fararstjóri Akur- eyringanna var hinn nýbakaði golf meistari íslands, Magnús Guð- mundsson, sem sat við stýrið á 30 manna bíl frá Akureyri í Kerlinga- fjöllin og varð hann auk þess sig- urvegari í svigi karla á móti þessu. Siglfirðingarnir komu á tveim bílum og sat Árdís Þórðar- dóttir skíðadrottning íslands við stýrið á öðrum þeirra. Þó að ferða- menn í Kerlingafjöllunum séu ýmsu vanir, þótti mönnum tíðind- um sæta, að svo ung stúlka æki svo langan og erfiðan veg. Mótsstjórinn Sigurjón Þórðar- son formaður skíðadeildar ÍR hafði nafnakall við skála Ferðafé- Allgóður árangur á UMÍ í frjálsíþróttum UNGLINGAMEISTARAMÓT ís- lands í frjálsum íþróttum fór fram á Akureyri dagana 17. og 18. júlí sl. Þátttaka var allgóð í mótinu og árangur góður í ýmsum greinum, enda nokkrir af okkar beztu frjáls íþróttamönnum í þessum aldurs- flokki. Þeir Ólafur Guðmundsson, KR, og Erlendur Valdimarsson, ÍR, báru af á mótinu, Ólafur varð fimmfaldur meistari, 3 einstak- lingsgreinar og boðhlaup, en Er- lendur sigraði í fjórum einstak- lingsgreinum. Ármenningar sendu góðan flokk til mótsins með Ragn- ar Guðmundsson í fararbroddi, en hann sigraði í langstökki, og varð annar í 100 og 200 m. rétt á eftir Ólafi Guðmundssyni. Ýmsir fleiri unglingar sýndu góð FH og Valur leika til úrslita t FYRRAKVÖLD fóru fram tveir leikir í íslandsmótinu í útihand- knattleik karla í Hafnarfirði. FH vann ÍR 28:5 og Valur Hauka 17:14. í kvöld lýkur mótinu og þá leika Haukar og Ármann og FH og Valur, en tvö síðastnefndu liðin hafa ekki tapað leik, svo að um hreinan úrslitaléik verður að ræða. tilþrif á mótinu, m. a. Kári Guð- mundsson, Á, Þorvaldur Benedikts son, KR, Marinó Eggertsson, UNÞ, Guðmundur Jónsson, HSK, Þórar- inn Ragnarsson, KR, o. fl. í sambandi. við mótið var Har- aldi Sigurðssyni, bankagjaldkera afhent gullmerki FRÍ, en hann hef- ur um 20 ára skeið verið einn Framhald á 15. síðu. lagsins kl. 11 á laugardagsmorgun- inn og kl. 2.30 voru skíðamenn til- búnir að fara í brautina í rúmlega 1200 metra hæð í ágætt skíðafæri. Úrslit í mótinu urðu sem hér segir: Svig kvenna: Hrafnhildur Helgad. Á 76.2 stig Ingibjörg Eyfells, ÍR Rv. 93.6 stig Kristín Björnsd. Á, Rv. 103.1 stig Auður Björg Sugurjónsd ÍR 120.6 Svig drengja: Tómas Jónsson, Á, Rv. 88,9 stig Árni Óðinsson, Akureyri 91.5 st. Bergur Finnsson, Akureyri 100.3 Eyþór Haraldsson ÍR, Rv. 100.9 st. Svig karla: Magnús Guðmundsson, Ak. 76.0 st. Reynir Brynjólfsson, Ak. 78.1 st. Hinrik Hermannsson, KR, Rv 80.6 Sigurður Einarsson ÍR, Rv. 82.7 st. Valdimar Örnólfsson lagði braut. ina sem var 47 hlið, fallhæð 120 metrar. Færið í brautina var gróf- kornóttur sumarsnjór og nokkuð hart. Hiti 10—15 stig. Undanfari var Ásgeir Eyjólfsson, Ármanni. Verðlaunaafhending fór fram á Framhald á 15. siðu KR og Fram ieika í I. deiid á föstudag LEIK KR og Fram í 1. deild, sem frestað var jer jram d jöstudag á Laugardalsvellin- um kl. 20.30. Annað kvöld leika svo FH og ÍBV í 2. deild, en sá leikur hejst kl. 8 og jer jram í Hafnarjirði. WMMMMtMHMHMMMtMM Magnús Guðmundsson, Akureyri sigurvegari í karlaflokki. Ölafur Guömundsson setti unglingamet í fimmtarþraut PÁLL EIRÍKSSON HLJÓP 1500 M. Á 4,12,1 MIN. Á MÁNUDAGSKVÖLD hélt Meist aramót íslands í frjálsum íþróttum áfram á Laugardalsvellinum og var Keppendur skiðamótsins í Kerlingafjöllum. Mótstjóri lengst t. h. 'keppt í 3000 m. hindrunarhlaupi og fimmtarþraut karla og kvenna. Bræðurnir Kristleifur og Hall- dór Guðbjörnssynir tóku þátt i hindrunarhlaupinu, Halldór lauk ekki hlaupinu, en Kristleifur varð meistari á sæmílegum tíma, 9:23.4 mín. Alls tóku 10 þátt í fimmtarþraut, en 7 luku keppni. Ólafur Guð- mundsson, KR, varð íslandsmeist- ari og setti glæsilegt unglingamet og meistaramótsmet, 3061 stig, hann átti sjálfur gamla unglinga- metið. Ólafur náði sínum bezta á- rangri í spjótkasti, kastaði yfir 50 metra, eða nákvæmlega 51.40 m. Þrátt fyrir góðan árangur Ól- afs í fimmtarþrautinni, vakti 1500 m. hlaup Páls Eiríkssonar, KR, mesta athygli, en hann hljóp á 4:12.1 mín., sem er mjög góður timi á okkar mælikvarða. Páll virtist varla blása úr nös eftir hlaupið og telja má víst, að 800 og 1500 m. hlaup séu greinar, sem henta Páli liezt. Páll náði auk þess sínum bezta árangri í fimmtar- þraut, hlaut 2866 stig og vann ISal- Framhald á 15. síffn. « ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. júlí 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.