Alþýðublaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 16
Boumedienne liinn nýi leiðtogi Alsír hefur lýst því yfir aS hann mun þiggja aðstoð hvaSan sem er. ef ekki fylgi nein pólitísk skilyrði. — Verð ég þá í raun og veru að ýta sjálfur! jafnvel þótt hann æti á kránni. Þegar kráin opnaði undir stjórn hans var honum gefin skinnsvunta eins og danskir veitingamenn bera gjarnan, og sá, sem gaf honum svuntuna, skrifaði nafnið sitt þvert á liana. Þetta gaf Júlíusi Bredo hugmynd. Eftirleiðis lét hann alla gesti sem komu í krána skrifa nafnið sitt á skinnsvuntuna, og þegar hann hætti veitingarekstr inum núna fyrir fáeinum vikum átti hann orðið yfir fjörutíu svunt ur, sem allar voru útskrifaðar. Júlíus Bredo hætti veitinga mennskunni fyrir skömmu og sneri sér eingöngu að málverkasölu, en þetta tvennt sameinaði hann all an tímann, sem liann var vert. Kráin hans var líka oft nefnd mál verkakráin. En hún var fræg fyr ir fleira en það. Til dæmis hefur þessi saga gengið lengi um krána. Salernið á kránni var bak við aðrar dyr til hægri inn af veit ingasalnum, og lágu tvö þrep nið ur að því. Einu sinni voru tveir gestir dálítið hátt uppi og spurðu um salemið. Þeim var sagt að það væri aðrar dyr til hægri og þeir beðnir að gæta sín á þrepunum. Á leiðinni villtust þessir heiðurs menn og opnuðu dyrnar að lyftu skápnum í staðinnn. Lyfta var þarna að vísu engin. en þeir hlunk uðust alla leið niður í kjallara. Þegar þeir höfðu náð sér eftir hrapið, segin annar þeirra hátt: — Nei, Pétur, ég létti á mér hér. Ég ætla ekki að taka hitt þrepið. Júlíus Bredo segir reyndar að þessi saga sé lygasaga, en hún er reyndar ekkert verri fyrir það En á hinn bóginn sven hann að þessi frásögn sé sönn: Einu sinni kom til hans maður mikill á lofti og heimtaði herbergi. Bredo var með allt tómt, en svar aði að því miður væru ekki nema í tvö herbergi laus, annað fyrir átta krónur, hitt á níu krónur. I — Nú, hvaða munun er þá '& herbergjunum? spurði sá stærláti. — Jú, sjáið þér til — svaraðl Bredo.' — Á dýrara herberginu er rottugildra, sem ekki er til í hinu. — Það spurði mig einhver að því hérna um daginn hvernig ég hefði farið að því að verða svona gamall. Það er einfalt að svara því. — Ég bara beið og þetta kom smám saman. Mikið gasalega er annars alltaf sætt á Þingvöllum, _ sagði skvísan mín, þegar við " skrflppum þangað um helg' ina. Við lásum úm Júlíus Bredo í dönsku blaði, og þá kom upp úr kafinu að hann er allfrægur mað ur í Danmörku að minnsta kosti. Þó hefur Júlíus Bredo ekki unn ið nein þau afrek, sem skipa hon um í efsta bekk í tignarstiga þjóð félagsins, en hann hefur komið víða við og fengizt við margt um dagana. Nú síðast hefur hann ver ið vert á Langalandi og rekið þar eina forláta mikla bjórkrá og gisti hús, en áður en hann sneri sér- að veitingastörfunum var hann pi-entari og um skeið lagði hann stund á hnefaleik. Hann var meira að segja svo fær í þeirri íþrótta grein, að hann sigraði á innan héraðsmótum í sínum þyngdar flokki. En hnefaleikaferillinn tók snöggan enda. Einu sinni lenti liann á móti andstæðingi, sem fór ákaflega mikið í taugarnar á hon um. Hann beitti öllum brögðum til að komast hjá því að vera bar inn, en af því að hnefaleikar ganga nú einu sinni út á barsmíðar, þá likaði Bredo þetta illa. Og í eitt skiptið, þegar andstæðingurinn sneri bakinu í Bredo til að forðast kjaftshögg, gerði minn maður sér lítið fyrir og gaf lionum duglegt spark í afturendann. Fyrir þetta var hann sviptur keppnisréttinum. Júlíus Bredo var prentari að at vinnu, en eins og fleiri í þeirri stétt þótti honum meira gaman að sitja á veitingastöðum en heima hjá sér, svo að ekki sé talað um að vera í vinnunni. Þá frétti hann allt í einu af krá, sem var til söju og honum datt undii-eins í hug að það væri eitthvað fyrir sig. Og kona hans féllst á að þau keyptu krána, þegar- hann benti henni -á,- að þar með væri hann alltaf heima

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.