Alþýðublaðið - 24.12.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.12.1965, Blaðsíða 4
Rltstjórai: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. - Rltstjórnarfull- trúl: Ei'ður GuOnason. — SímaiN 14900 - 14903 — Auglýsingasíml: 14906. AOsetur: Albýöuhúsiö vlð Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. tjtgefancii: Alþýðuflokkurinn. JÓL Á ÍSLANDI eru jólin hátíð ljóssins. Fyrr voru : kerti borin í hvern krók og kiina bæjarhúsanna og sá munaður var látinn eftir að láta ljós loga jóla- nóttiha. í dag skreyta menn hús sín og híbýli marg- litum jólaljósum og þéttbýlið fær á sig jólasvip. Með jólum fer sól að hækka á lofti, skammdeg ið fer á undanhald og idag tekur að lengja á ný. Jól- :;in eru þó ekki aðeins ljósahátíð, heldur er boðskap ur jólanna boðskapur friðar og mannkærleiks. í dag lifum við íslendingar við allsnægtaborð. pLífskjör þjóðarinnar hafa aldrei verið betri. I vel- megunarvímunni megum við ekki gleyma því, að -ekki eru allir svo vel settir. Náttúran hefur verið okkur gjöful og höfuðskepnur hliðhollar. En stað- ireynd er það engu að síður, að næstum þrír af hverjum fjórum mönnum í veröldinni búa við skort; iskort og hungur, sem við varla þekkjum nema af afspurn. Þegar við um þessi jól snæðum gómsætar kræsingar og skiptumst á óhóflegum jólagjöfum, er okkur hollt að minnast þeirra, sem verr eru sett- ir. Við getum ekki hreinsað samvizkuna með því að gefa nokkrar milljónir til Herferðar gegn hungri, héldur ættum við að finna fast form fyrir aðstoð við sveltandi fólk og hjálpa því til sjálfhjálpar, að svo miklu leyti sem við erum menn til. Vert er að minna á, að þótt velmegun sé hér mikil, eru samt margir einstæðingar, ekkjur, börn, gamalmenni, sem aðstoðar eru þurfi og Vetrarhjálp Og Mæðrastyrksnefnd hafa þrátt fyrir velsældina í mörg horn að líta. Einnig eru í borginni lánleys- ingjar, sem hvergi eiga höfði að halla, og þótt sam- tök áhugamanna vinni hér gott starf, er það hörmu leg staðreynd, að bæði ríki og bær skuli hafa hliðr- lað sér hjá því að veita þessum hóp víðhlítandi skjól. Yfir jólakræsingunum er okkur hollt að hug- leiða þetta og athuga 'hvort ekki er einhversstaðar hægt að rétta þurfandi hjálparhönd. Jólin eru einnig hátíð friðar. Ekki er hægt að segja, að friður ríki á jörðu, enda þótt stundum hafi Siorfur verið uggvænlegri. Stríð og styrjáldir með öllum þeim hörmungum, sem slíku fylgir, hafa ver ið fylgifiskar mannkyns frá öndverðu. Það verður vafalaust víða barizt um þessi jól, þótt hlé verði sumsstaðar gert á jólanótt. Vonandi á mannkyn eftir að ná þeim þroska að styrjáldir verði úr sög pnni, verði óþarfar, en varla mun þess að vænta, ©ð þær kynslóðir, isem nú eru uppi, lifi það. Um jól er hátíð haldim í borg og bæ. í öllum 'gauraganginum og gjafafarganinu ættum við sem flest, að gefa ohkur tímakorn til að hugleiða raun- verulegan boðskap jólanna. Alþýðubláðið óskar landsmönnum öllum GLEÐILEGRA JÓLA. 4 24. des. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ tí v(3!- ; Ái>-i ífe “ tjfUAiáiiíí-; m -flT Jl J k. 1“ M. Ð 1 i E f kMMjL Vaxandi kirkjuleg starfsemi, og ,Bænin' v/ð elliheimilib VEGJLEGAR KIRKJUR rísa hver af annarl J höfuðstaS landsins. Því hefur verið' haldið fram, að þær væru byggðar yfir tómlæti. Þetta er ekki rétt. Kiirkjusókn mun fara vaxandi, þó að hægt kunni að fara ,en um þaö er ekk ert vafamál, að kirkjuleg starf semi fer mjög í vöxt. Nú miuiu nokkrar þúsundir manna og kvenna taka á einn eöa annan hátt stöðugan þátt í starfsemi safnaða annað hvort við sjálfar athafnir í kirkjum eða með daglegu safnaðar starfi. ÞETTA GERIR þessar veglegu kirkjur okkar að félag,'heimilum. Það hef ég lengi talið vera helzta ve’-kefni kirkna og presta, að safna fólkinu saman til hjálparstarfs og fórnfýsi gagnvart meðbræðrum sínum og samferðafólki. Áður fyrr bar minna á þessu. Það var eins og klerkastéttin liti á .sig sem æðri embættismenn, ■ sem ættu að eins að stíga fram, í svártri hempu með kraga um hálsinn, við hátíð leg tækifæri, stíga upp í stól til predikana, en. hafa lítil afskipti önnur af almenningi. MEÐ TILKOMU nýrra presta, sem hafa orðið fyrir áhrifum af samfélagslegum hug jónum nútím ans, hefur þetta breytzt. Nú virð ast prestarnir skilja það, að því aðeins geta þeir starfað í anda þeirra hugsjóna, sem þeir hafa verið kjörnir til að þjóna og vilja bióna, að þeir gangi út á meðal fólksins, taki þátt í kjörum þess, reyn} að leiðbeina því og leiða það þegar það þarf á stuðningi að halda. OG ÞEIR GERA ÞAÐ. Sumir þeirra er háleitir í stólnum, hrein iSkilniir', baráttumenn .úmburðar- lyndir og dæma ekki hart. Þann ig var þetta ekki í mínu ungdæmi Þetta er mikil brevting og góð. Ég held, að árangur þes°a nvja viðhorfs muni f'iótlega koma fram í vaxandi aðsókn að kirkjunum og aukinni samfélagsliyggð. Á ÞESSUM JÓLUM vil ég þakka forstjóra EÍIiheimilisins Grundai" fyrir að Iiafa sett höggmynd Ein urs Jónssonar, síöasta listaverk steinskáldsins, upþ í garö Elliheim ilisins við Hringbraut. Þetta er undurfagu-t listaverk og ekki minni viðburður en þegar Útilegu maðurinn var settur á stall þarna skammt frá. ÞAÐ ER TÁKNRÆNT að sjá þessa undurfög'ru mynd þarna við gráan múrinn í grænu grasi, bæn ina, barnið og konuna, en inni fyr ir í byggingunni, býr gamla fólk ið og stígur sín síðustu skref, Þreytt að vbu, lúin og mædd, enda skilað stærri verkum og varan legri en flestar aðrar kynslóðir íslendinga. Ljós flæða um stytt una. ljós frá jóiatrjám og lýsandi óskum um gleðileg jól til handa öllum vegfarendum. GANGIÐ AO ELLIHEIMILINU GRUND á bessum jólum. Gleðileg jól. Ilannes á horninn. ''

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.