Vísir - 05.10.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 05.10.1961, Blaðsíða 4
VÍSIR Fimmtudagur 5. október 1961 spyrnu til fertugs HVAR eru málararnir? spur'ðum við menn sem voru við nokkra traktora á hlað- inu á Hvanneyri. — Þeir eru í litla húsinu, sem við sjáum á þakið á þarna niðurfrá. í glugga í rishæð hússins var maðurinn sem við vorum komnir til að hitta, einn fræknasti íþróttamaður landsins Ríkharður Jónsson knattspyrnumaður. Ríkharð. ur, sem er málari að iðn, var með kíttispaða að hreinsa gluggakistuna. ★ — Er það svo, að þú neyð- ist til að hengja þína gömlu, góðu fótboltaskó upp á vegg og þú verðir að leg^ja knatt- en það tókst mér ekki. Varð mér strax ljóst að um ein- hverskonar lömun var að ræða. Er ég kom heim um haustið var ég skorinn upp við brjósklosi í hryggnum. Sú læknisaðgerð hefur ekki dugað til að ná aftur fullum mætti í fótinn. Sjáið ég get ekki stigið upp á tábergið eins og þið og þarf af leið- andi sting ég við þegar ég geng. ★ — Þú hefur áður gengið undir uppskurði? — Já, en ekki í baki. Ég hef verið skorinn upp um hné á báðum fótum. Þær að- gerðir tókust svo vel, að ég er við Ríkharð Jónsson. spyrnuna alveg á hilluna? — Ég veit ekki, vona ekki. Ég hefi alltaf ætlað mér að leika knattspyrnu fram að fertugu. Ég verð að hætta í bili. Það er vinstri fóturinn sem ég þarf að leita mér lækninga vegna. Ég ætlaði mér að reyna að klára þetta verk hér, áður en ég færi utan, en það verður 14. þ. m. Ef þessi för heppnast og hinum þýzku sérfræðingum tekst vel, þá byrja ég strax aftur að leika fótbolta. — Sú íþrótt hefur verið og er mitt hálfa líf. En fyrir fjöl- skyldumann þá er það meira en aðeins að segja það, að fara utan til lækninga. — Hvað kom fyrir? — Ég veit ekki hverju skal svara um það, hvort eitt- hvert eitt atvik hafi ráðið úrslitum. Það var í leik með brezka félaginu Arsenal sem fóturinn gaf sig. Nokkuð löngu áður hafði ég haft ó- þægindi í fætinum en ég hélt að það stafaði af mikilli vinnu og æfingum og lítilli hvíld. f þessum leik vorum við tveir sem stukkum upp að taka skallabolta. Ég kom niður á hælana, á glerharðan malarvöll. Ég dró mig í .hlé sem snöggvast. Ég fann til mikils dofa í læri og fæti. Ég man ég settist flötum beinum á bekk og ætlaði að hefi aldrei fundið til neinna óþæginda. Eitt af því sem ég er viss um að hafi hjálpað mjög meðan hnéð var að jafna sig, var að ég hjólaði nokkuð mikið. Ég hitaði hnéð vel upp, og svo steig ég á bak hjólinu mínu og hjól- aði um allan bæ, á meðan hitans naut við. — Hvað á nú að gera? — Ef ég vissi það. Gísli Sigurbjörnsson forstjóri og góður kunningi minn í knattspyrnuferðum, kom mér í samband við sérfræð- inga í borginni Duisburg í V.Þýzkal. og þeir eru búnir að fá ýmislegt varðandi fót- inn. Því leitaðir þú ekki til mín fyrr, sagði Gísli er ég ræddi við hann. Um leið hófst hann handa í málinu af sínum alkunna dugnaði. Hvort þýzku læknarnir skera mig eða ekki, skal ég ekki fullyrða á þessu stigi. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að rétt þjálfun og meðferð á hinum bæklaða fæti, muni nægja til að koma vöðvum og taugum til að starfa á ný. Ef það ekki tekst, er hætt við að ég þurfi ekki aðeins að hætta að fara í fótboltaskóna, eins og þú sagðir áðan, held- ur einnig að ég verði að hætta að stunda iðn mína Ég get ekki unnið í stiga Hvað á húsamálari að gera Það sér hver maður. En ég er bjartsýnn á þetta ferðalag og þeim innilega þakklátur sem eru að setja í gang að- stoð við mig. Ég hefi heitið því að ef allt fer eins og maður vonar og ég geti aft- ur byrjað að leika knatt- spyrnu, þá er það alveg ör- uggt mál, að á malarvelli keppi ég ekki framar, — aldrei. — Þeir sögðu að þú værir strangur fyrirliði, er þú komst með Akranesliðið fyrst til Reykjavíkur og hin eftirminnilega sigurganga liðs Akraness hófst hér? — Nú var það svo. Ég er á annarri skoðun. Einu sinni er verið var að keppa lands- leik suður í Reykjavík, ég var þá líklega 16 ára og í varaliðinu, þá talaði til mín gamall fótboltamaður. Hann sagði: Fyrir þig, drengur minn er aðalatriðið að þér takist að aga sjálfan þig. Svo var það ekki meira, en ég hugsaði: Hvað meinar maðurinn eiginlega. Löng reynzla á knatt- spyrnuvelli hefur fært mér sönnur á að í þessum orðum mannsins var ég alltaf að finna meiri og meiri sann- leika, og þetta ættu allir strákar lítt harnaðir í fót- bolta að leggja sér á minni. Þessi boðskapur á alltaf er- indi til ungra knattspyrnu- manna. Ég var aldrei strang- ur fyrirliði. Ég hef aðeins reynt að gera mér grein fyrir því hvers krefjast skal af fyrirliða, og hvers hann get- ur krafizt af liðsmönnum sínum. Það er oft talað um þjálf- arana í knattspyrnuliðunum og þeirra starf. Það er ekki hægt að öfunda þann mann sem tekur að sér að vera þjálfari í íslenzku liði. Sá skilningur virðist svo al- mennur meðal stráka, að þjálfarinn einn geti leyst allan vanda liðsins. Þetta er auðvitað misskilningur, því knattspyrnulið leysir ekki sitt verkefni nema leikmenn- irnir vinni með þjálfara sín- um en ekki á móti. Taki á- bendingum hans og að- Framh. á 5. síðu. pí,rpr SKVRTIJR nærföt barna-, unglinga- og kvenfatnaður drengja- og herraskyrtan Stakkar Vettlingar Regnföt barna VORUMERKl SEM ERU ai ðoiuhfi uömm Kven- og barnaskór undirföt *( Frakkar — Kápur % [ Samein\ Sokkar og leistar BRÆÐRABORGARSTÍG 7 — REYKJAVÍK Sími 22160 (5 línur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.