Vísir - 05.10.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 05.10.1961, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. október 1961 VÍSIR 5 Framh. af 4. síðu. Hún sagði um morguninn: finnslum. En svona er þetta Ég held að þið vinnið leikinn ekki hjá okkur. Strákunum við Svíana í kvöld með fimm hættir við að varpa allri á- mörkum gegn tveim. Þessi byrgð, og allri vinnu yfir á dagur ey mér eftirminnileg'- herðar þjálfarans. Þeir eiga astur af öllum þeim mörgu það líka til að vera alveg sem ég hefi keppt hér heima hlutlausir í skiptum við og erlendis, held ég. þjálfara sinn, en það er ekki — Móðir þín segirðu? heldur vænlegt til árangurs. — Já, hún fylgdist mjög Ríkharður við vinnu að Hvanneyri. — Oft hefur þú gengið til leiks við ofurefli? — Þú átt auðvitað við landsleikina. Jú, við vitum hvernig þeir hafa farið. Stundum eru þið blaðamenn- irnir að segja, áður en þessir leikir hefjast, að þess sé ekki að vænta, að drengirnir verði sigursælir gegn hinum sterka mótherja. Slíkar bolla- leggingar geta verið litt örf- andi fyrir leikmenn okkar. En hvað mér viðvíkur per- sónulega, þá hafa slíkir spá- dómar ekki lamað baráttu'- kjark minn, Ég er stundum að velta því fyrir mér á leið inn á völlinn, eða áður en leikurinn er hafinn: Þessir strákar geta verið mishittnir eins og við sjálfir því skyldu sigurmöguleikar okkar ekki geta verið til jafns við þeirra? Þegar við kepptum hinn eftirminnilega sigurleik við Svíana árið 1951, en sá dag- ur varð mesti sigurdagur íslenzkra íþróttamanna fyrr og síðar, var ég sjálfur handviss um að við myndum ganga með sigur af hólmi: Móðir mín sagði mér það. með mér í þá daga. Stundum þótti henni og pabba ég eyða fullmikið af dýrmætum tíma í fótbolta, mér væri hollara að vinna. ★ Einu leikirnir sem mér hefur ætíð leiðzt, en tel eiga fyllsta rétt á sér eru pressu- leikirnir svonefndu. — B- liðið sem stillt er upp gegn okkur landsliðsmönnum, hefur allt að vinna og engu að tapa. Aftur á móti er allt í húfi fyrir landsliðsmenn- ina, sem margir hverjir telja ekki ástæðu til að beita sér til hins ýtrasta. Ekki eiga á hættu að verða fyrir meiðsl- um rétt fyrir landsleik. En úr því við erum að ræða um landslið, er eklci úr vegi að minnast á þá hugmynd,, að landsliðsnefndin reyni að koma á samstarfi við knatt- spyrnuþjálfara úti á lands- byggðinni, til að kanna hvort þeir kunni að eiga í poka- horninu einhvern leikmann sem jafnvei væri frambæri- legur i landslið íslendinga, — hvað finnst ykkur um það? Fyrir blaðamann, sem hef- ur mjög takmarkaða þekk- ingu á knattspyrnu og öðru er að þeirri íþrótt lýkur, var það hreinasti skóli að hlusta á Ríkharð alonisera knatt- spyrnuna, heill skóli. Ég hafði spurt hann hvort leik- inn væri í dag góð knatt- spyrna. Hann sagði; Þegar Bretar keppa, stefna þeir að því að gera leikinn að sensa- sjón, Rússarnir aftur á móti leika knattspyrnu svipaða því sem um væri að ræða balletflokk eða dansara. Rík- arður kvaðst aldrei hafa séð hinn heimskunna atvinnu- mann Breta Stanley Matt- hews, en ég sá bræðurna Fritz og Otmar Walter, sagði Ríkarður, en nöfn þeirra þekkja allir sem nokkuð vita um knattspyrnu og menn bera mikla virðingu fyrir þeim. eins og reyndar bvzkri knattspyrnu yfir höfuð. ★ — Hafa íslendingar til að bera það .sem prýða mætti góðan atvinnuspilara? — Við gætum flutt út fyrsta flokks spilara í jafn ríkum mæli og við fiuttum hesta út í fyrra, sagði Rík- harður. Ég minnist, er ég lék með Arsenal, þá voru þar strákar sem voru eins og hreinustu vanskapningar á móts við líkamsbyggingu is- lenzku strákanna. Ég held t.d. að Suður-Ameríkumenn leggi mikið upp úr því að leikmenn þeirra séu vel byggðir menn og hraustir. Já, verið þið blessaðir við gætum átt fjöida atvinnu- spilara í erlendum knatt- spyrnuliðum í dag. Almenn- ingur hér á landi hefur tak- markaða hugmynd um hvað þessir atvinnumenn hafa til að bera. Aðstaða þeirra til þess að leggja stund á knatt- spyrnu sem þeim er að vísu í blóð borin, er svo stór- kostleg að bví verður tæp- ast lýst. — Þeir eru eins og kóngar. Þessu kynntist ég nokkuð af eigin raun er ég lék með Arsenal. — Nei, atvinnumenska var aldrei of»T,lep-a í mér. Ég var þó vissulega í mínu bezta formi, sem ég hef verið betta sumar. og revnzla mín á vellinum mit-il op géð Ég var farinn að cUoðe knatt- snvrmina í all+ nðrn liósi en áður. sem ég hefí og gert síðan no breytti um alla leiktaktik. — h>ú hefur aútaf æft mikið? — Já. það hefur verið ó- hjákvæmilegt. — Þið verð’ð að athuga bað, að maður í minni stöðu á vellinum. mun hlaupa 15—18 km vegalengd í kappleik. Knatt- spyrnumaður getur sennilega aldrei æft um of, því svo al- hliða er íþróttin, því hann þarf að ná þessu þrennu: Hraða, öruggri boltameðferð og úthaldi. ★ Það fór ekki milli mála, að knattspyrnan er hið hálfa líf Ríkharðar. Það var stór- skemmtilegt að tala við hann. Hann ber mikla virð- ingu fyrir henni ög gerir strangar kröfur til sjálfs síns um að vera alltaf vel fyrirkallaður er hann mætir til leiks. — Það var í ein- hverjum hinna allra fyrstu, ef ekki fyrsta landsleiknum sem við lékum saman, við Þórður Þórðar( félagi minn. Við vorum komnir suður um daginn og gátum að sjálf- sögðu ekki um annað hugsað en leikinn um kilöldið. Við fórum á bíó klukkan 5 svona til að dreifa huganum. En við urðum að fara út áð- ur en myndin var búin. Við höfðum engan frið í okkar beinum. Við fórum inn á Skála og fengum okkur vel úti látinn skammt af hangi- kjöti. Ekki varð okkur meint af kjötinu, og svona var það í þá daga, en hangikjötsát skömmu fyrir leik er ekki heppilegt frekar en brenni- vín og vökur, sem er þó sennilegra að mönnum verði á. Og þá erum við komnir aftur að því sem við byrjuð- Frh. á 2. síðu. .V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.VVV.V.VtV.V.V/.V.V.V JOHNSON & KAABER KAFFI-UPPSKRIFT NR. 5 RJÓMARÖND MEÐ KAFFIBRAGÐI 1 dl. mjög sterkt lagað kaffi 2 egg 4 dl. rjóma 100 grm. sykur 6 blöð matarlím dálítið af rifnu súkkulaði. Setjið matarlímið í kalt vatn og látið liggja í ca. 20 mínútur. Hrærið saman á meðan í tvennu lagi: 1) eggjarauðurnar og helming sykursins — 2) rjómann og afgang sykursins. Hrærið kaffið saman við eggjarauðurnar 'og sykuiinn, og bætið rjómanum (stífþeyttum) og matarlíminu (sem hefur verið uppleyst yfir gufubaði á venjulegan hátt) út i. — Hrærið vel frá botninum, þegar matarlímið er sett út í, og setjið það allt út í einu. Er rjómaröndin byrjar að stífna, eru stífþeyttar eggjahvíturnar settar út í. Látið í skálina eða ílátið, sem framreiða á í, og skreytið með rifnu súkku- laði. Borið fram með smákökum. Kaffibrennsla Kaffi er kjördrykkur en reynið einnig — . JOHNSON & KAABER % ;w-‘

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.