Vísir - 23.10.1961, Side 3

Vísir - 23.10.1961, Side 3
Mánudagur 23. október 1961 V í S I R FORMANNSKJOR - Pramh. al 5. síSu. ystu flokksins. Við vitum, að þeir eru margir, sem eru jafn- færir þeim, sem kosnir hafa ver ið, til að gegna þessum störf- um. Ytri atvik hafa ráðið kjöri okkar. Fyrsta og fremsta verkefnið er að efla ae meira samhug og skilning í flokknum. Til þess eru fundir sem þessi ómetanleg- ir. Með því að efla flokkinn á þennan hátt eflum við alla þjóð- ina. Hér speglast allt þjóðlífið. Hér er fólk úr öllum stéttum og sýslum landsins. Allir verða að kappkosta að rækja þennan einhug. Vegur Sjálfstæðisflokks ins og þjóðarinnar fer saman. Ég bið fundarmenn að hylla fósturjörðina. ★ Fundarmenn tóku undir með ferföldu húrrahrópi. Síðan kvaddi formaðurinn landsfund- armenn, óskaði þeim sem lengra fara góðrar heimferðar og öllum velfarnaðar. Um kvöldið voru lokahóf í þrem samkomuhúsum Reykja- víkur, Sjálfstæðishúsinu, Hótel Borg og Lidó. ☆ Spjallað saman á Lands- fundinum í gær. Bjarni Benediktsson ræðir við Ingólf Jónsson og Gunnar Thoroddsen t.h., og Jóhann Hafstein og Gunnar Helga- son. ☆ Formaður og varafor- maður Sjólfstæðisflokksins hylltir að lokinni kosningu í gær. A palli mó m.a. sjó frá hægi Davíð Olafsson. Þorvald Garðar Kristjáns- son og Björgvin Sigurðsson. í fremstu röð frá hægri: Einar Mathiesen, Bragi Hanncsson, Magnús Óskars- son og Bjarni Beinteinsson Hin nýkjörna miðstjórn Sjólfstæðisflokksins. — Frá hægri: Gunnar Helgason, Magnús Jónsson, Kristín L. Sigurðardóttir, Gunnar Thoroddscn, Bjarni Bene- diktsson, Ingólfur Jónsson, Jóhann Hafstcin, Birgir Kjaran og Þór Vilhjálmsson. Fjarverandi voru þeir Ólaf- ur Thors, Sigurður Bjarna- son og Pétur Ottesen. Hér birtast í dag þrjór myndir frá Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem lauk í gær. Fundurinn var óvenjulega fjölsóttur, hvert sæti skipað og fjöldi manna stóð á gólfi þegar ljósmynd- ari Vísis kom í heimsókn á fundinn í gær og tók þessar myndir.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.