Tölvumál - 01.05.1986, Page 5

Tölvumál - 01.05.1986, Page 5
FÉLAGSMÁL KYNNING Á TÖLVUNÁMI 1. JÖNl N.K. Skýrslutæknifélagið mun gangast fyrir tölvunámi, sunnudaginn l.júnl n.k. Kynningin fer fram I Verzlunarskðlanum við Ofanleiti og hefst kl. 14.00. Að okkar mati er hér um athyglisverða nýbreytni að ræða. Kynningin er ætluð öllum aldursflokkum. Þarna munu flestir aðilar, sem bjðða upp S tölvunám I einhverju formi, útlista starfsemi sína. Kynningin mun taka til allra fræðslustiga, allt frá grunnnámi til háskðlamenntunar og gestum gefst kostur á að ræða við tölvufræðinga, sem hlotið hafa menntun sína erlendis. Fðlk á vinnumarkaðinum, sem áhuga hefur á að afla sér fræðslu um tölvur, getur einnig kynnt sér þau nám- skeið, sem I boði eru. Þá er bæði átt við nám I tölvuskðlum og sérstök námskeið á vegum fagfélaga og samtaka s.s. endurmenntunarnámskeið. Skýrslutæknifélagið hefur þegar boðið 30 aðilum að kynna nám sitt. Þar á meðal eru framhaldsskðlar, Háskðlinn, tölvuskólar, fagfélög, innflytjendur o.fl. Þeir aðilar, sem ekki hafa fengið sllkt boð, en óska eftir að taka þátt I kynningunni eru beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins sem fyrst I síma 82500. Kynningin verður auglýst nánar síðar. Einnig verður sérstakt veggspjald hannað I tilefni dagins og þvl dreift til skóla og fyrirtækja. -kþ. 5

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.