Vísir - 15.05.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 15.05.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagurinn 15. maí 1962. VISIR 3 Grindur fjögurra bíla í smíðum sjást á myndinni. Bílasmiðjan notar nú eingöngu stál í yfirbyggingar. TÍU ÞÚSUND FARÞEGAR Sjö langferðabQar eru nú I smíðum hjá Bílasmiðjunni. Hefur fyrlrtækið lokið smíði þriggja bfla frá áramótum og er ætlunin að ljúka þessum sjö fyrir sumarfrí, sem væntan- lega hefst um miðjan júnf. Seinni hluta ársins verða byggðir 5 strætisvagnar og 3 langferðabíiar. Bíiar þeir sem byggðir eru á þessu ári eru af fjórun: tegundum Volvo, Mercedes Benz, Scania Vabis og Bedford. Ekki er þó endan- lega ákveðið af hvaða tegund tveir strætisvagnanna verða. Bflasmiðjan er stofnuð árið 1942 og hefur verið f örum vexti sfðan. Starfa nú hjá fyrir- tækinu um 60 manns, auk 8 til 9, sem vlnna í útibúi fyrirtækls- ins á Selfossi. Er nú svo komið að Bílasmiðjan er eina fyrir- tækið sem framleiðir stóra langferðabfla og strætisvagna. Hefur tekist að fullnægja eftir- spum á því sviði, en fyrirtækið hefur orðið að sleppa miklum viðskiptum í yfirbyggingum smærri bfla, vegna húsnæðis og starfsmanna skorts. Rafvirki að vinnu í bíl, sem er nærri fullgerður. 1 hvem bíl fara nokkur hundruð metrar af rafleiðslum. Fyrirtækið hefur nú byggt 278 bfla, sem taka 22 og fleiri. Þar af eru allmargir rtrætis- vagnar, sem taka allt að 80 manns og margir bflar, sem taka fra 40 til 60 manns. Með- alfarþegataia er því f kring um 35. Þetta þýðlr það að stærri bflar Bflasmlðjunnar, geta flutt í einu um 10.000 manns, eða alla fbúa Akureyrar. Fyrir þrem árum hætti fyrir- tækið að byggja yfirbyggingar úr tré og er nú eingöngu r.otað stál. Hefur það marga kosti fram yfir tréð. Húsin verða tll dæmls miklu léttari auk þess sem þau eru sterkari. Ef að eitthvað kcmur fyrir þau cr einnig miklu auðveldara að gera við þau Ljósaumbúnaður soðinn saman.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.