Vísir - 15.05.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 15.05.1962, Blaðsíða 16
VÍSIR Þriðjudagur 15. maí 1962. ^SSL Sundrung vinstri munnu Um það er kosið í borgar- stjómarkosningunum, hvort Reykvíkingar eigi að skipta á forystu Sjálfstæðismanna og sameiginlegri forystu vinstri flokkanna. Sú lágmarkskrafa, sem hægt er að gera til þeirra, sem bjóð- ast til að taka við stjórn borg- arinnar, er að þeir nái ein- hverju samkomulagi um að ráð- ast í slíkt stórvirki. Litil vitneskja hefur legið fyrir um ástandið hjá vinstri flokkunum f þessu efni, cn í Þjóðviljanum í morgun rofar þó litið eitt til. Blaðið birtir grein eftir konu nokkra, sem lýsir þvi yfir skýrt og skorinort, „að vinstra fólkið hafi ekki borið gæfu til að standa saman“ í þesjsum kosningum og enn fremur að nú sé „að mæta vinstri öflunum sundruðum“. Það er ágætt að vita svo greinilega á hverju Reykvíking- ar eiga von, ef þeir vöknuðu við það að morgni mánudagsins 28. maí, að vinstri flokkarnir hefðu náð meirihluta í Reykja- vík. HÚSGAGNASETTIÐ, sem er vinningur í hinu nýja áskrif- endahappdrætti Vísis er 12 þús. króna virði. — Allir áskrifend- ur eru þátttakendur. / Reykjavík STOFNAÐUR VERÐI ÁRLEGUR I00 ÞÚS. KR. NÁMSSTYRKUR KENNARA Á síðasta fundi borgarráðs var lögð fram tillaga frá Fræðsluráði Reykjavikur þess efnis, að f til- efni af 100 ára afmæli samfelldrar bamafræðslu í Reykjavík verði veittar árlega úr borgarsjóði allt að 100 þús. kr. til að styrkja kennara til framhaldsnáms, og samþykkti borgarráð að mæla með tillögunni. Liðin eru raunar fleiri en 100 ár síðan barnakennzla hófst fyrst í Reykjavík, en hún lá niðri um tfma. En nú um 100 ár hefir það ekki komið fyrir, heldur verið ó- slitinn kennsla. Hið raunverulega 100 ára afmæli þess verður í októ ber í haust og þess minnzt þá með hátíðahöldum. Þó byrjar að- dragandi þeirra nú í vor. Um miðj an maí verða haldnar afmælissýn- ingar á vinnu barna í öllum barna skólum bæjarins. Síðasta maí verða svo haldin sameiginleg skóla slit á leikvanginum í Laugardal. Kjósendafundur í Kópavogi Kjósendafundur Sjálfstæðis- manna í Kópavogi er í kvöld, í Sjálfstæðishúsinu Kópavogi og Veðurstofan sækir um lóð Á sfðasta fundi borgarráðs Reykjavikur var lögð fram um- sókn samgöngumálaráðuneytisins um lóð undir starfsemi Veðurstof- unnar, og var umsókninni vísað til samvinnunefndar um skipulagsmál. Lóð sú, sem Veðurstofan hefir einkum hug á og hentar bezt fyrir aðalbækistöð Veðurstofunnar, er á öskjuhlíð, á hálsinum milli Golf- skálans og Reykjanesbrautar. hefst kl. 20,30. Ávörp flytja: Axel Jónsson Kristinn G. Wium Sigurður Helgason Bjami Bragi Jónsson Högni Torfason Eggert Steinsen Helgi Tryggvason Jósafat J. Líndal Sveinn S. Einarsson. Þetta er fyrsti fundurinn, sem haldinn verður í hinum nýja sal Sjálfstæðishússins í Kópavogi. Stuðningfólk D-listans í Kópa vogi er velkomið á fundinn með- an húsrúm leyfir. :v • • ' Dr. Jóhann Axelsson. V Isienzkur doktor ffró Lundi Sendill á skellinöðru óskast strax Dbl .Vísir SIMI 11660 . Fyrra mánudag, 7. maí s.I. lauk ungur íslenzkur vísindamaður doktorsprófi við háskólann í Lundi og var ritgerð hans á sviði Iífefnafræði. Hinn ungi vísinda- maður er Jóhann Axelsson fil. Iic. Ritgerðin, sem samin var á ensku, heitir „Studies of elestrical and mechanical activity of intest- inal smooth muscle.“ Vann Jóhann að rannsóknum þeim sem að baki ritgerðinni liggja sfðustu þrjú árin við lyf- efnafræðistofnun háskólans í Ox- ford. Fjallaði doktorsritgerðin um rannsóknir á rafmagnsfyrii bærum og samdiætti eggjahvítuefnanna f sléttum innvortis yöðvum. Setur Jóhann í ritgerðinni fram nýjar kenningar um að hin hamlandi áhrif adrenalins á sléttu vöðvana kunni að byggjast á örvandi áhrif- um þess á efnaskiptinguna. Doktorsvörnin í Lundi tók fjór- I ar klukkustundir og voru andmæl | endur tveir sænskir vísindamenn, þeir Stephan Thessleff og C. H. Hakansson dósent. Luku þeir báð- ir lofsorði á ritgerð hins nýja doktors. Jóhann Axelsson lauk stúdents- prófi frá menntaskólanum á Akur- eyri vorið 1950. Hann stundaði síðan nám í lífeðlisfræði við Hafn- arháskóla og háskólann f Osló og lauk þaðan magistersprófi. Var hann síðan við rannsóknir f París og Lundi og nú síðast f Oxford. Hafa birzt allmargar greinar í vísindaritum eftir Jóhann um rann sóknir hans og fyrirlestra hefir hann flutt á vísindaþingum, bæði í Englandi og víðar Jóhann er sonur Axels Jðhannssonar fiski- matsmanns og konu hans sem nú : eru búsett hér f bænum. Kvæntur I er hann Inger Jessen ^ Hin nýja áskrifendasöfnun Vísis er nú í fullum gangi og hafa á sjötta hundrað nýir áskrifendur bætzt f hópinn á síðustu tveimur vikum. Nú stendur söfnun yfir f Heima- hverfunum, en lokið er söfnun í Bústaðahverfi. ^ Vísir hefir ákveðið að efna til nýjungar í sambandi við þessa áskrifendasöfnun. Er það mánaðarlegt happdrætti, sem allir áskrifendur Vísis, hinir eldri jafnt sem þeir nýju, munu taka sjálfkrafa þátt f. Dregið verður jafnan 10. hvers mánaðar úr nöfnum allra skuldlausra áskrifenda. Gildir mánaðargjaldskvittunin því sem happdrættismiði — án nokkurs aukagjalds. | Þann 10. júní verður dregið um sófasett eftir eigin vali úr Skeifunni í Kjörgarði. Verðmæti vinningsins er kr. 12.000,00. Meðal síðari vinninga eru ýmis heimilistæki, svo sem ísskápar, ryksugur, þvottavélar o. s. frv., auk húsgagna. t Gerizt áskrifandi að Vísi strax í dag. Þá skapið þér yður um leið tækifæri til þess að taka þátt í þessu glæsi- lega áskrifenda-happdrætti blaðsins. Síminn er 1-16-60. Brœla á miðunum — síldarbótar í höfn Nokkrir bátar lönduðu smáslött- um af síld hér f Reykjavík um helg ina, en fóru ekki út aftur vegna brælu á miðunum, og bátamir allir í höfn í gær. M.b. Skírnir kom til Akraness á laugardag með 600 tn, en allir síld- arbátarnir eru nú í höfn vegna bræl unnar. Allir netabátar eru hættir og 11 til 12 bátar nú á síld. Þrlr bátar hafa verið með línu og fengið reytings afla. Tvö norsk síldartökuskip eru á Akranesi og bíða eftir að fá síld. Þau munu geta tekið 3 — 4000 tunn- ur hvert. Þau heita Steinfalk og Vestkyst. Búið er að landa úr Elgo í Vest- mannaeyjum, sem dregið var til Eyja. Það var með 4760 tn, og afl- inn úr síldartökuskipinu Vimi er landaður á Eskifirði. Þessi tvö skip fara aftur til Akranes og taka síld. !■■■■■■ Fjársöfnun Sjálf- stæSismanna Almenn fjársöfnun í kosningasjóð D-listans við borgar- stjómarkosningamar er hafin. Framlögum í kosningasjóð er veitt móttaka í skrif- stofum D-listans f Sjálfstæðishúsinu og Valhöll (Símar: 17100 og 15411). Seld eru merki Sjálfstæðisflokksins, sem allt stuðnings- fólk D-listans er hvatt til að kaupa og bera. Eflið og styðjið D-listann í kosningarbaráttunni. Fjársöfnunamefndin. ,,.V.,.V.V.V.,,V.V.V.V.,.VA,.V.,.V.,.V,V.V.V.,.V.,.V. £

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.