Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1991, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.12.1991, Blaðsíða 11
Desember 1 991 Hlutverk esperantos á tölvuöld, tölvuþýðingarkerfið DLT (Distribuita Lingvo-Tradukado) Loftur Melberg, öryggisvörður hjá Skýrr og kennari í esperanto. Hinn aukni samskiptahraði á sviði tölvutækni hin síðari ár gefur tilefni tii hugleiðinga um nauðsyn þess fyrir mannkynið að eignast sameiginlegt hjálpartungumál og þar með þýðingarmál milli tungumála, sem mundi m.a. spara því geysiháar Qárhæðir og tíma við þýðingar, t.d. hjá alþjóðlegum stofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum. MUcið hefur t.d. verið rætt um þann pappírssparnað, er verður hér á íslandi við hin nýuppteknu pappírslausu tölvu- samskipti (EDI). Ef við gefum gaum þróuninni i heiminum og þeirri staðreynd, að landamæri eru að hverfa, a.m.k. hér í Evrópu, er vert að hafa í huga, að tungumál eins og esperanto, sem er hafið yfir landamæri, hefur í sér fólginn geysilegan sameiningarmátt og getur fært hin ólfku menningar- svæði jarðarinnar nær hvert öðru. Vegna rökfestu í hugsun og undantekningarlausrar málfræði er esperanto mjög fljótlært og hefur upp á að bjóða mikla tjáningarhæfni, og hvað varðar nýyrðasmíð, t.d. í ört vaxandi tækni, hefur eperanto óendanlega möguleika. Ef hugsað er um tilkomu alheimslegs hjálpartungumáls á grundvelli jafnréttis og hlutleysis er esperanto auðlærðara en t.d. enska fyrir ijarlægar austur- landaþjóðir, eins og t.d. Kínverja. Það mundi jafnframt alls ekki útrýma þjóðtungunum, eins og margir hafa viljað halda, heldur verða notað sem hjálparmál. Jafnframt er svo í andlegum skilningi, að ef við hugsum okkur, að þjóðtungurnar setji mönnum ákveðnar skorður, er tengjast þjóðernishyggju, ættjarðarást og slíkum hálfeigingjörnum hvötum, þá veitir esperanto mikið andlegt frelsi, enda hefur það þróazt í alþjóðlegu umhverfi í meir en 100 ár. Talað er um að tungumál hafi lff og þróist og taki breytingum. Þannig er því einnig farið með esperanto, enda þótt það sé skapað eða tilbúið tungumál, og hefur það komið mér ákaflega á óvart og vakið furðu mína og aðdáun. í því birtist viss andi, lífsandi, ef svo mætti segja, og þessi yfirþjóðlegi eiginleiki hefúr gert bókmenntum og listum kleift að verða til og dafna í alheimslegu umhverfi þess. Einnig hefúr áunnin þekking mannkyns, þ.e. vísindi, og opin- beruð þekking, þ.e. trúarbrögð, tengzt því. Upphafsmaður esperanto þýðingakerfisins, DLT, var Hollendingurinn Toon Witkam, sem gerði árið 1983 skýrslu um hagkvæmnisathugun, þar sem hann sýndi fram á hagkvæmni og vænleika þess að búa til þýðingarkerfi, þar sem esperanto yrði notað sem millimál. Hollenzka rfkið styrkti síðan verkefnið með nokkur hundruð milljóna króna framlagi, sem nam helmingi af kosmaði við frumgerð á þýðingarkerfinu, en það takmarkaðist f fyrstu af þýðingum af ensku yfir á frönsku, gegnum esperanto, og þá á þröngu sviði, þ.e. sviði flugmála. Einn íslendingur, Stefán Briem, vinnur nú að tenginu íslenzks máls við DLT, í upphafi fyrir styrk frá Menntamálaráðuneytinu, en sfðar styrk úr Vísindasjóði sem og frá hollenzka fyrirtækinu, sem sér um DLT. Fór hann utan í fyrra vor að líta á aðstæður við verkefhið og skoða frumgerðina. Eldri rannsóknarskýrsla eftir hann (1988), er ber heitið "Vélrænar tungumálaþýðingar", hefur verið afhent ff amkvæmdastjórum Skýrr og fleirum, og ef menn vilja kynna sér nánar þýðingaraðferð úr esperanto á íslenzku, þá er hún fáanleg hjá höfundi þessarar greinar. Umfangið við gerð DLT- þýðingarkerfisins má marka af því að árið 1988 var vinnuframlag við DLT-kerfið komið upp í u.þ.b. 30mannárogkostnaður6 milljónir hollenskra gyllina, sem jafngildir a.m.k. 200 milljónum íslenskra króna í dag. Þá var áætlað, að margfalt þetta framlag þyrfti til, áður en DLT- þýðingarkerfið skilar af sér fyrstu markaðsvörunni. 1) í sögu mannsandans hafa verið ýmis tímabil. Fullyrða má að seinni hluti 19. aldar, ásamt okkar öld, hafi fært mannkyninu mikilvægustu og hröðustu upp- götvanir á öllum sviðum vísinda og tækni: t.d. varð fjarskipta- tæknin til og hraðfara breytingar á samgöngum áttu sér stað upp úr miðri síðustu öld. Svo var einnig um esperanto; það var sömuleiðis skapað á svipuðum tfma og mikilvægustu uppgötvanir mannkynsins, og er það hið eina af meir en 1000 tilraunum, sem 11 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.