Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 7
Desember 1992 Fjartengd tölvunet Helgi Pórsson, Reiknistofnun Háskólans Byggt á erindi semflutt var á ráöstefnu SÍ wn víðtengd tölvunet, 5. nóvember s.l. Nútímaskilninguráorðinutölvu- net er að tvær eða fleiri tölvur, sem gætu unnið sjálfstætt, séu samtengdartil þess aðaukanota- gildi vélbúnaðar, hugbúnaðar eða gagna. Slík tölvunet opna nýj a möguleika á vinnsl u auk þess að breyta eldri vinnubrögðunt. Gamla munstrið, þar sem skyn- lausir skjáir eru útstöðvar við miðtölvu, er ekki tölvunet í þess- um skilningi. Við getum kallað slíka uppsetningu skjánel, og talað um fjarvinnslu ef unnið er yfir símalínur. Tilgangur lölvunetanna var í árdaga að samnýta dýr jaðartæki. Samnýting prentara, hugbún- aðarsafna og skráa senr margir lesa eru al 11 augljós hagræðingar- atriði á störfum sem annars væru unnin á annan hátt. Eðlilegt framhald er að margir geti skrifað í sömu skrár með fjölnotenda- hugbúnaði á neti. Síðan kemur miðlara- biðlara- vinnsla, þar senr forrit á tveimur tölvum vinnahvort sinn verkhluta og skiptast á þeim skilaboðum sem þarf vegna vinnslunnar. I þennan flokk fellur dreifð gagna- safnsvinnsla og tölvupóstur þar sem forrit á hverri tölvu taka við pósti notandans frá póstmiðlara sem flokkar póstinn og skilar honum áfram. Nolandinn hefur á sinni tölvu forrit senr býr póst til sendingar og les úr skeytum sem koma. Pósturinn getur verið einföld skilaboð í textaskrá, gagnaskrá fyrir ritvinnslu eða töflureikni, eða stafræn hljóð og myndir. Mörg þeirra verka sem unnin eru á tölvunetum mætti hugsa sér að vinna á miðtölvu, en þróunin hefur hagað því þannig að svo varð ekki í verulegunr mæli. Þegar horft er um öxl er ljóst að þessi þróun var ekki tilviljun. Stórtölvur reyndust ekki heppileg tækni til þess að að leysa ýmis verk sent menn höfðu þó séð fyrir sér að væri eðlilegt að vinna í tölvu, tími tölvunetanna var kominn. Til dæmis um verk sem skynlausir skjáir valda illa er að það þarf mjög greiða leið milli tölvunnar og skjásins tii þess að uppfæra skjámyndir eins ört og gert er í venjulegri ritvinnslu, en það er best gert með því að hafa tölvuna sent býr til skjámyndina mjög nálægt skjánum. Tölvunet geta verið staðarnet, þá eru tölvurnar tengdar með búnaði sent menn leggja, sjálfir eða með aðstoð rafvirkja, innan- hússeðamilli nærliggjandi húsa. Staðarnet eru oft svo hraðvirk að þau eru nánast framlenging á tengibrautinni inni í tölvunni og notandinn verður varla var við mun á svartíma, hvort sem gögn er sótt á diskinn hans, yfir í næsta herbergi eða á næstu hæð. Með fjartengdum tölvunetum er átt við nettengingu tölva, eða samtengingu heilla staðarneta, sem eru það langt hvert frá öðru, að leita þarf liðsinnis Pósts og síma við tenginguna. Þegar vel tekst til erekki sýnilegurmunur á staðarneti og fjartengdu neti fyrir notandann. Þó þarf ævinlega við- bótarbúnað, auk þess sem sam- skiptahraði á fjartengdu neti er minni en á staðarneti, sem verð- ur lil þess að ekki er raunhæft að vinna ýnris verk í fjartengingu þótt það væri tæknilega mögu- legt. Nefnamáfáeinargerðirtölvuneta sent náð hafa verulegri út- breiðslu. Decnet var notað til þess að tengja saman Vax tölvur á blómatíma þeirra og hefur verið útvíkkað þ.a. tölvur af öðrunr gerðum geta tengst því. Macintosh net voru notuð í fyrstu tilþessaðsamnýtadýrjaðartæki. Pc netin: Novell ogLAN Manager hafa verið í mikilli þróun og eru notuð fyrir æ flóknari verkefni. Staðlar úr Unix heiminum, eink- um TCP/IP, eru notaðir til þess að tengja Unixtölvur, fjölnot- endavélar og einmenningstölvur, bæði í staðarnet og í fjarteng- ingu. Þessir staðlar eru opnir öllum og búnaður fæst frá mörg- um framleiðendum þannig að ekki er unnt að kenna þessa net- gerð við ákveðinn framleið- anda. Islenska menntanetið er af þessari gerð. Öll ofantalin net geta byggt á Ethernet tengingum fyrir stað- arnet, en geta líka notað aðrar tengingar. Fjartengingar geta verið yfir leigulínur, X.25 eða upphringilínur og nú er háhraða- net Pósts og síma að komast í gagnið nreð aukna flutningsgetu og hraða. Búnaður fyrir ljartengingar er misjafnlega dýr eftir því hvernig tengingervalinoghvernigbúnað er verið að tengja. 7 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.