Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 11
Desember 1992 sameiginlega bandbreidd, sem er úthlutuð notendum eftir þörfum hverju sinni og svartíminn getur orðiðlangur. FDDIhefurmögu- leika á 8 forgangsstigum, svo að það er hægt að gefa mikil vægurn sendingum forgang um netið. Það verður að teljast ókostur við FDDI að á þessu stigi geta allir notendur netsins tekið við öllum gögnum, sem send eru út á netið. Upphaflega var FDDI pakkasend- ingastaðall, en til er önnur útgáfa, FDDI-II, sem getur boðið upp á bæði pakka- og rásaskiptar send- ingar á sama ljósþræðinunt. I FDDI-II er sendur rammi, sem inniheldurm.a.96tímaraufarfyrir 16 bæti hvert, sem má nota fyrir sendingar með fastri seinkun (isokron) eða samfasa og ósam- fasa sendingar. Sendingar í fast- seinkunarhætti hafa forgang og tímaraufar eru teknar frá fyrir þær. I samfasa sendingum eru jafn- langar gagnablokkir sendar með reglulegu millibili og þar með er fyrir fram vitað um bandbreidd og svartíma netsins, en ósamfasa sendingar mæta afgangi og seinkun sendinga getur verið mikil. Önnurtækni,DQDB (Distributed Queue Dual Bus), sem upprunnin er í Astralíu, er grundvöllur staðalsins IEEE 802.6. Eins og nafnið gefur til kynna eru tvær brautir í DQDB svo að gagna- flæðið er alltaf í sömu átt og það leiðir til þess að hægt er að samfasa alla tengipunkta netsins án tillits til fjariægðar. Það er hægt að sameina tal, mynd, grafík og gagnaflutning og staðallinn by ggir á hvort tveggj a sendingum með fastri seinkun og ósantfasa sendingum. Fyrri tegundin hefur forgang, en sendingar í ósamfasa tímaraufum fara í biðröð. Gagna- straumurinn í netinu er alfarið undir stjórn netstjórans og hver sending er skoðuð og aðeins sendréttum viðtakanda. Þaðmá segja að DQDB uppfylli kröf- urnartil víðnetsins aðflestu leyti, en starfræksla þessara neta hefur þó sýnt þann ókost, að einstakir notendur, sem senda með háum bitahraða, geta náð undir sig miklum hluta flutningsgetunnar, þegar álag netsins er mikið, og útilokað aðra. ISDN Stafræna samnetið, ISDN, hefur verið á leiðinni í meira en áratug og sumir hafa spáð því að það muni aldrei ná útbreiðslu hjá notendunr. Engu að síður eru samnet nú komin í notkun í mörgum löndum og kostir þeirra eru að koma í ljós. Enn sem komið er takmarkast flutnings- geta stafrænu samnetanna við 2 Mb/s og hafa þau fengið heitið mjóbands-ISDN. Reyndar er önnurgrunnútfærslalSDNíformi 144 Kb/s, sem samanstendur af tveimur 64 Kb/s rásum og einni 16 Kb/s rás, sem að hluta til er notuð til að setja upp sambönd, en má einnig nota fyrir tölvu- samskipti, t.d. í formi pakkasend- inga. Upphaílega var hugsunin að baki ISDN sú að önnur 64 Kb/s rásin skyldi notast fyrir tal en hin fyrir tölvusamskipti, en notkun rásanna getur verið öðru- vísi. Innan fárra ára er reiknað með að tilraunir hefjist með breiðbandsútgáfu af ISDN, þ.e. B-ISDN. Reiknað er með því að B-ISDN henti mjög vel til að tengja saman staðarnet og jafnvel víðnetin sjálf án fjarlægðar- takmarkana. Vegna þess hve miklir toppar eru oft í tölvusamskiptum mundi breytileg bandbreidd í samræmi við þörf leiða til bættrar nýtni; þessi krafa hefur leitt til hönnunar á SONET (synchronous optical network) samfasa ljóssendinet, SDH (synchronous digital hierarchy) og ATM (asyn- chronous transfer mode). Aðrir staðlar SONET er bandarískur fjölrása staðall fyrir ljósleiðara, sem byggir á tímadeilingu bandbreidd- ar og hefur bitahraða frá 51 Mb/ s upp í 2,5 Gb/s. Staðallinn gerir ráð fyrir tengingu búnaðar frá mismunandi tölvuframleiðend- unr. Grunneining SONETs er kölluð STS-1 (synchronous transport signal-level 1) og er rammi í formi 9x90 bæta matrixu, sem er raðsendur með bitahraða 51,84 Mb/s. í hverjum ramma eru auk gagnanna upplýsingar, sem halda utan um sendinguna á ljósleiðaranum. Ef nauðsyn er á hærri bitahraða, eru margar STS- 1 einingar fléttaðar saman sam- fasa í bætaformi. Þannig er hægt að slá sarnan 3,6,9,12,18,24,36 eða 48 einingum og fá sam- svarandi aukningu á bitahraða. SDH er skilgreint í tilmælum frá CCITT og samsvarar SONET staðlinum. ístaðSTS-1 erSDH með STM-1 (synchronous transport module) og grunn- bitahraða 155,52 Mb/s, sem er svipaður hraði og í STS-3. Best gengur að nota STM fyrir eina þjónustu, t.d. tal eða safn gagna með föstum bitahraða, þannig nær STM ekki að fullnægja kröfum um mjög breytilega bandbreidd, nema bandbreidd til ráðstöfunarsémjögmikil. í ATM (asynchronous transfer mode) er þörfin fyrir margs konar flutning leyst með að deila bæði band- breidd og tíma milli mismunandi notkunar. I stað þess að deila 11 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.