Tölvumál - 01.03.1993, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.03.1993, Blaðsíða 5
Mars 1993 Frá varaformanni Anna Kristjánsdóttir, varaformaður SÍ Skýrslutæknifélag íslands var stofnað hinn 6. apríl 1968 og fagnar því 25 ára afmæli á þessu ári. Aldarfjórðungur kann mönn- um að finnast stuttur tími en slíkt er þó afstætt. Síðastliðinn aldar- fjórðungur hefur fært okkur straumbyltingar tækniframfara sem hafa haft ófyrirséð og munu hafa ófyrirsjáanleg áhrif álíf fólks um allan heim. Og tölvutæknin er grundvöllur þessa. Það varfámennurhópursem stóð að stofnun Skýrslutæknifélags Islands, hópur framsýnna manna með glögga yfirsýn yfir sviðið sem þeir völdu að nefna skýrslu- tækni þótt orð Sigurðar Nordal, lölva, hefði fyrst komið fram þremur árum áður. I dag erhópur- inn sem fæst við upplýsingatækni og töl vunotkun í einhverjum mæli fjölmennur og sviðið hefur þanið sig með ólíkindum. Hvert manns- barn hefur nasasjón af tölvum og sífellt koina fram nýjar og nýjar leiðir til að nýta tölvutæknina. Sjálfu hefur Skýrslutæknifélaginu einnig aukist ásmegin jafnt og þétt á þessu tímabili. Arið 1976 hóf málgagn okkar, Tölvumál, göngu sína og er nú hið glæsileg- asta blað. Félagið opnaði skrif- stofu hinn 1. apríl 1983, fyrst í húsakynnum Sjóvátrygginga- félags Islands en flutti snemma árs 1987 í húsnæði Félags ís- lenskra iðnrekenda á Hallveigar- stíg 1. KolbrúnÞórhallsdóttirvar framkvæmdastjóri félagsins fyrstu 6 árin en þá tók við Helga Erlingsdóttir. Núverandi fram- kvæmdastjóri, Svanhildur Jó- hannesdóttir, kom til starfa í febr- úar 1991. Félagið hefur látið víða til sín taka og vakið athygli á mikilvæg- um málefnum. Framan af hélt það fjölbreytt námskeið en hefur síðustu árin einkum staðið fyrir ráðstefnum og sty ttri fundum um brýn málefni hvers tíma. Aðsókn félagsmanna og annan'a er alla jafna mjög góð og er það vonandi dómur um að félagið sé á réttri braut. Innan stjórnar SÍ er áhugi á að breikka enn sviðið með faghópum innan félagsins og auknu samstarfi við önnur samtök innan lands og utan. Stjóm Skýrslutæknifélags íslands taldi við hæfi að fagna aldar- fjórðungsafmælinu myndarlega og fól eftirtöldum að taka sæti í afmælisnefnd: Anna Kristjáns- dóttir, formaður, Lilja Olafsdótt- ir, Páll Jensson, Sigurjón Péturs- son og Vilhjálmur Þorsteinsson. Nefndin hefur lagt frani tillögur um atburði og annað sem til hátíðabrigða mun verða og verður þess getið hér þótt undir- búningi sé ekki lokið að fullu. Auglýst var meðal félagsmanna samkeppni um afmælismerki og má sjá verðlaunamerkið á forsíðu þessa blaðs. Arnlaugur Guðmundsson hjá Örtölvutækni er höfundur merkisins. Ákveðið hefur verið að standa að sýningu á þróun tölvubúnaðar síðustu 25 árin. Haft hefur verið samband við Árbæjarsafn og Þjóðminjasafn og á báðum stöð- um tekið vel í samstarf við Skýrslutæknifélag íslands. Af hálfu Skýrslutæknifélagsins munu vinna að sýningunni þau Ottó A. Michelsen, Kjartan Ólafs- son, Frosti Bergsson og Svan- hildur Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri SI. Einnig hefur verið rætt um nauð- syn þess að skrá sögu tölvumála á íslandi og eru menn sammála um mikilvægi þess. I athugun er hvernig unnt megi vera að standa að slíku verki sem getur aug- ljóslega tekið talsverðan tíma og verið kostnaðarsamt. Afmælisráðstefna verður haldin í september og hefur hún hlotið yfirskriftina: Hvað ber fram- tíðin í skauti sér? Horft verður til framtíðar og athygli beint að ýmsum sviðum íslensks þjóðlífs og heimsmála. Um nokkurt skeið hefur verið áhugi áþví meðal stjórnarmanna Skýrslutæknifélags íslands að leggja nokkuð af mörkum fyrir ungt fólk. í tilefni þess skrifaði afmælisnefnd félagi sem nefnist 3F-Félag tölvukennara og leitaði eftir samstarfi um samkeppni fyrir skólanemendur á þessu sviði. Geta má þess að reglulega er haldin Ólympíukeppni á þessu sviði eins og í stærðfræði og eðlisfræði. Áhugi er fyrir hendi hjá forsvarsmönnum 3F og verður væntanlega hafist handa fljótlega við undirbúning. Af hálfu S1 ganga til þessa starfs þau Ásgerður Magnúsdóttir, Heimir Þór Sverrisson og Vilhjálmur Þorsteinsson. Eg vil að lokum nota tækifærið og óska öllum félagsmönnum Skýrslutæknifélags íslands til hamingju með þann áfanga sem aldarfjórðungsafmæliðer. Megi félagið dafna og blómgast á komandi árum og láta í hvívetna gott af sér leiða við framþróun tölvutækninnar. 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.