Tölvumál - 01.03.1993, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.03.1993, Blaðsíða 9
Mars 1993 Af tyrkjaráninu hinu síðara (en ekki síðra) Jóhann Haraldsson Tilraunir Tyrkja til að hrekja séríslenska bókstafi út úr fyrstu 8 bitum stafatöflunnar ullu tals- verðu fjaðrafoki hérlendis á síð- asta ári. Þegar þessi aðför rann út í sandinn þá gufaði málið að mestu upp og lítið var um það rætl hvers vegna við Islendingar höfðum forgang fram yfir Tyrki. I ljósi þess að Tyrkir eru yfir 40 milljónir að tölu þá er þetta ekki fráleit spurning. Janúarhefti tímaritsins DND-Nytt, sem erblað skýrslutæknifélagsins í Noregi, fjallar sérstaklega um þessa deilu Islendinga og Tyrkja og nefnir hana bókstafsstríðið. Hér að neðan verður gripið lítillega niður í þessari grein. Staðallinn sem um er að ræða ber heitið ISO 10646, unninn af staðlanefndinni ISO/IEC JTC 1, sem íslend- ingar eru reyndar ekki fullgildir aðilar að. Síðast- liðið vor var þessi staðall samþykktur með íslensku bókstöfunum innanborðs. Breytingartillögur Tyrkja bárust nefndinni því ekki fyrr en eftir að samþykktin hafði verið gerð. Þær fólust í því að skipta út íslensku bók- stöfunum Þ og Ð (nefndir THORN og ETH í greininni) fyrir tyrkneska stafi, t.d. ^ (CEDILLA). í allri undir- búningsvinnunni höfðu full- trúar Tyrkja aldrei ýjað að þessum árekstri eða farið fram á tilfæringar. Tillögur þeirra voru hins vegar rétt- lætanlegar að vissu leyti. Þeir höfðu beinan atkvæðisrétt innan nefndarinnar, þeirra land er stærra og fjölmennara og hefur mun meiri viðskipti við aðrar þær þjóðir sem staðallinn tekur til. Islend- ingar höfðu á hinn bóginn lagt sig mjög fram um að starfa með norrænum þjóð- um og ota sínum tota hvenær sem þeir komu því við. Og fáar þjóðir hafa að mati grein- arhöfundar skilgreint menn- ingu sína með jafn afgerandi og skýrum hætti eins og Islendingar og lagt áherslu á nauðsyn þess að verja hana m.t.t. staðlavinnu. Það eru örugglega ekki margar þjóðir sem leggja jafn mikið upp úr því að verja einn ræfils bókstaf eða krefjast þeirra sérréttinda að raða mönnum í stafrófsröð eftir fornöfnum. Islendingar hófu mótmæli sín strax eftir að tillögur Tyrkja komu upp á borðið. Meðal annars barst norska utan- ríkisráðuneytinu skeyti þar sem greinargóð rök voru færð fyrir THORN og ETH. Sérstaklega var farið fram á stuðning allra EES landanna og vísað til þess kostnaðar sem af hlytist ef bókstafirnir yrðu undir í atlögunni. Og sakir þess hversu seint tillögurnar bárust þá líkir norska blaðið þeim við hug- myndir um að breyta lykla- setningu á lyklaborðum tölva og ritvéla. Það má vel vera að staðallinn Q-W-E-R-T-Y o.s.frv. sé ekkert sérlega snið- ugur en það er fullseint í rassinn gripið nú og umbreyt- ingin yrði gífurlega kostn- aðarsöm. A þessum sömu forsendum hafnaði staðla- nefndin tillögum T yrkj a með 80% meirihluta. Breyting- arnar hefðu kostað 1-2 ára yfirlegu og samræmingu á nýjan leik og hefðu þannig, jafnvel burtséð frá kostnað- inum, rýrt starf nefndarinnar verulega. Það er hverri þjóð hollt að sjá hvaða augum aðrir líta hana og hennarbrauðstrit. Hafi einhver í fávisku sinni haldið að við Islendingar værum á einhvern hátt inikilvægari en Tyrkir eða hefðum sterkari ítök í hinum vestræna heimi þá sannaði Tyrkjaránið það ekki á nokkurn hátt. Hér var um um beinharða peninga að ræða og Tyrkir voru einfaldlega of seinir að leggja sitt undir. Punktar... Hugbúnaðarhópur um gæðastjórnun 27. janúar sl. var stofnaður faghópur um gæðastjórnun í hugbúnaðargerð. Áfundinn mættu u.þ.b. 30 manns frá ýmsum hugbúnaðarfyrir- tækjum ásamt fulltrúum frá Gæðastjórnunarfélagi ís- lands. í fyrstu stjórn hópsins voru kosnir Daði Jónsson, Kristján Amþórsson og Pálmi Hinriksson. 9 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.