Tölvumál - 01.03.1993, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.03.1993, Blaðsíða 26
Mars 1993 Þjóðarsókn í gæðamálum Magnús Pálsson, framkvæmdastjóri verkefnisins Undanfarnamánuði hefurstaðið yfir verkefni á vegum Gæða- stjómunarfélags Islands í sam- vinnu við stjórnvöld og ýmis hagsmunasamtök - Þjóðarsókn í gæðamálum. Faghópar Gæða- stjómunarfélagsins (sem starfa á sviði sjávarútvegs, þjónustu, iðnaðar, heilbrigðismála, kynn- ingarmála og hugbúnaðar) hafa tekið virkan þátt í þessu verkefni og haldið fjölmarga fundi og námsstefnur um ýmis svið gæða- stjórnunar. Mikið hefur verið lagt upp úr að fjalla um gæða- stjórnun með tilliti til íslenskra aðstæðna og með hvaða hætti fyrirtæki og stofnanirgeti hagnýtt sér þær aðferðir sem fjallað er um. Verkefnið Þjóðarsókn í gæðamálum stendur í eitt ár og með því vill Gæðastjórnunar- félagíslands leggja sitt af mörkum og skapa vettvang til kynningar og fræðslu um gæðastjórnun meðal stjórnenda og starfsmanna íslenskra fyrirtækja og stofnana svo og fólksins í Iandinu. Síðasti áratugurmarkaði áýmsan hátt tímamót hér á landi hvað skipulag og stjórnun varðar. Upp úr 1980 fóru ýmis fyrirtæki og stofnanir að tileinka sér áætlana- gerð sem aðallega tók til fjár- mála. Smám saman urðu áhersl- urnar fleíri og náðu til flestra þátta í rekstri fyrirtækja og stofn- ana. Síðustu ár hafa nokkur íslensk fyrirtæki tileinkað sér aðferðirgæðastjórnunarogmörg eru nú að stíga fyrstu skrefin. Gæðastjórnun er ekki bundin við ákveðnar atvinnugreinar eða ákveðna stærð fyrirtækja eða stofnana. Gæðastjórnun á við í öllum rekstri, einkafyrirtækjum, frystihúsum, um borð í fiskiskip- um, skólum, heilbrigðisstofn- unum, áheimilum og víðar. Rétt er að gefa því gaum að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa náð mjög góðurn rekstrarárangri þrátt fyriraðstjórnunaraðferðirþeirra hafi ekki beinlínis verið felldar undir hugtakið gæðastjórnun. Margar ástæður eru fyrir því að fyrirtæki og stofnanir tileinki sér aðferðirgæðastjórnunarísínum rekstri. í sumum tilfellum fara samstarfsaðilarnir beinlínis fram á það eða fyrirtæki vilja styrkja stöðu sína í samkeppninni. Gæðastjórnun er um margt öðru- vísi en hefðbundnar stjórnunar- aðferðir og er hugtakið mjög afstætt og nokkuð þokukennt í huga margra. Gæði í huga eins eru það e.t.v. ekki í huga næsta manns. Yfirleitt innleiða menn gæða- stjórnun þannig að hún gangi þvert á alla starfsemi fyrirtækja ogstofnana. Þettakallarímörgum tilfellum á breytt hugarfar og nýja stjórnunarhætti. Samnefnararnir eru í flestum tilfellum hópstarf og agi. Með skipulögðu hópstarfi er verið að styrkja innri böndin með því að tefla saman fólki, oft fólki sem vinnur ólík störf til þess að leysa sameiginleg vandamál. Því reynir gjarnan á hæfni manna í samskiptum, hugmyndauðgi og þolinmæði. Að undanförnu hefur mikið verið skrifað um þróunina í stjórnunarlegri upp- byggingu fyrirtækja í hinum vestrænaheimi. Fyrir5-10árum var mikið fjallað um nauðsyn þess að fletja út hið klassíska píramídalaga stjómskipulag sem þá var algengt. Nú má segja að umræðan gangi meira og minna út á nauðsyn þess að endurhanna (reengineering) ríkjandi skipulag með það í huga að byggja upp mjög sjálfstæðarrekstrareiningar eða vinnuhópa. Sem fyrr þegar breytingareru annars vegar reynir þetta mjög á hæfni stjórnenda til að dreifa valdi og ábyrgð. 1 mörgum tilfellum reynir þetta einnig mjög á þolinmæði þeirra sem trúa ekki á gildi hópstarfs. Staðlar hafa í vaxandi mæli verið notaðir hjá fyrirtækjum til leið- beiningar um innra starf. Mörg fyrirtæki hafa farið þessa leið og gert reksturinn agaðri, ef þannig má að orði komast. Þannig hefur innra starf og einstök verkefni orðið sýnilegri en áður með því að taka saman lýsingar á því sem fram fer í sérstaka handbók sem stundum er kölluð gæðahand- bók. Hér er því á ferðinni eins konar vegakort fyrir viðkomandi rekstur. Þar koma fram þau verkefni sem vinna skal að, hvernig sú vinna skuli fram- kvæmd og hverjireru ábyrgir fyrir henni. Þar eru með öðrum orðum skráðar vinnureglur sem starfs- rnenn þurfa að fara eftir. Nú þegar allra leiða er leitað til að styrkja stoðir íslensks at- vinnulífs liggur beint við að virkja þær aðferðir sem kenndar hafa verið við gæðastjórnun endahafaaðrarþjóðirmargsann- að að þær skila árangri. Breyt- ingar á Evrópumarkaði geta falið í sér mörg ný tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf, en nýjum tæki- færum fylgja oftast auknar kröfur um bætt skipulag og gæði. Nýt- um þessi tækifæri okkar tíma. Gæðastjórnun býður upp á margar aðferðir til þess. 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.