Vísir - 11.09.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 11.09.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. september 1962.- VISIR Mai Zetterling Framhald af bls. 1. þegar ritstjórinn segir honum að bjóða kvikmyndaleikkonu til kvöldverðar? Hann hlýðir vitanlega og reynir að hiigsa ekki um það fyrr en á hólm- inn kemur. Og svo stendur hann hjá lyftunni á Hótel Sögu og þíður eftir að hún komi nið- ur. Allt f einu opnast lyftu- dyrnar og út kemur neonskiltið I líki fagurrar lifandi konu og hann hæít'ir að hugsa um það hvernig hann eigi að hegða sér, réttir henni höndina eins og hann sé að taka í hald á ör- þunnum postulínsbolla og finn- ur sér til undrunar að hann hefur ekki stigið inn i neina nýja geislandi veröld því það er manneskja sem mætir hon- um. ♦ T bílnum tölum við um landið og þjóðina og veitingastaði og dagblö*' og það kemur í ljós að hún veit ótrúlega mik- ið eftir svo stuttan tíma því hún hefur aðeins verið hér i nokkra daga. Hún leitast við að kynnast landinu því hún er hér í ákveðnum tilgangi. Henn- ar eigin orð: — Ég er komin hingað til að taka heimildarkvikmynd . um ísland fyrir brezka sjónvarpið. Þetta á að verða 45 mínútna mynd og myndatakan á að Iiefjast 5. október og mun væntanlega standa í tvær til þrjár vikur. — Hvers vegna ísland? — Vegna þess að enn veit almenningur í Bretlandi lítið um ísland. Hann hefur ótrúleg- ar hugmyndir um landið. Held- ur að hér sé ekkert nema jökl- ar og snjór. Þrátt fyrir auknar samgöngur er Island enn fyrir utan hinn byggilega heim í aug- um margra Breta. — En er ekki nokkuð seint að taka slíka kvikmynd f októ- ber? — Nei, ekki get ég séð það. Þetta á ekki að verða nein glansmynd eða póstkort. Hún á að sýna sannleikann um landið eins og við sjáum hann jafnframt því sem við reynum að klæða hann í listrænan bún- ing. Við þurfum ek' ' einu sinni gott veður allan tímann. Landið er máttugt og fallegt í hversdagsfötunum og þannig viljum við sýna það. T7"ið göngum inn á barinn og ~ hún velur sér Dubonnet með ís, strýkur hendinni yfir hárið og hagræðir sér í stóln- um. Ég segi henni varfærnis- Iega að ég hafi haldið að ég væri að bjóða út leikkonu. Hún brosir við og segir: — Víst er það rétt, en ég fæst líka við töku kvikmynda. Myndin um ísland er fjórða heimildarkvikmyndin sem ég tek. Hinar voru um Lappland, Stokkhólm og Svíþjóð sem vel- ferðarrfki og sfgaunana í Suð- ur-Frakklandi. Og svo hef ég einnig gert kvikmynd um tvo litla drengi, eins konar ævin- týri. Mér finnst meira gaman að taka myndir en leika í þeim. Þegar maður leikur er maður bundinn og verður að gera margt sem maður kærir sig ekkert um. Og það er alltaf skemmtilegra að gera hluti sem mann langar til að gera, ekki satt? Ég vildi heldur vera tón- skáld en hljómsveitarstjóri, ég er frjáls þegar ég tek mínar eigin myndir og það er dásam Ieg tilfinning að skapa eitthvaf sjálfur, eitthvað sem mann finnst skipta máli og stendu ekki á sama um. Cíðan er gengið til borðs. Við ^ sitjum við glugga og horf- um út á tjörnina okkar Reyk- víkinga, þessa fallegu eign augna okkar og rafmagnsljósin eins og neistar frá töfrasprota álfkonunnar. Hún kýs að borða kalda sjávarrétti, síld og hum- ar og rækjur og reyktan lax o. s. frv. og drekkur hvannarrót- arbrennivín og öl. Hún fer hrós- yrðum um íslenzka veitinga- staði og hótelið sem hún býr á. Svo berst talið aftur að leiklist. — Ég hef leikið bæði gam- an- og sorgarhlutverk, bæði í kvikmyndum og á sviði, segir hún. — Ég hef leikið alvarleg hlutverk í leikritum eftir Ibsen og Strindberg og Lagerkvist og Anuil en samt er ég ekki frá því að mér ; ykir jafnvel meira gaman að leika gamanhlutverk. Þau búa yfir sérkennilegum töfrum sem erfitt er að lýsa í orðum. — Þér voruð að minnast á kvikmynd um tvo litla drengi? — Já, ég hef f smíðum kvik- mynd um tvo litla drengi. Það er erfitt að segja sögu mynd- arinnar í smáatriðum en ég skal reyna að segja yður undir- stöðu myndarinnar í fáum orð- um. Ég hef aldrei sagt neinum frá henni áður. Þetta er tákn- ræn saga um tvo átta ára gamla drengi og veruleikinn að baki sögunnar er pólitíska ástandið í heiminum. Þetta er áróður gegn styrjöldum. Drengirnir tveir eru að leika sér f húsa- garði og verða ósáttir út af smáatriði. Annar drengjanna lumar á einhverjum hlut undir jakkanum sínum og þykist ekki vilja sína hinum hann. Hann stríðir honum ofurlitla stund en missir svo hlutinn á jörðina. Það er leikfangabyssa en lítur út eins og raunveruleg skamm- byssa. Hinn drengurinn hremm- ir byssuna og hleypur burt með hana og1 eltingaleikurinn berst upp á þakið á átján hæða húsi. Þeir eru að kljást þar þegar þota flýgur rétt yfir höfðum þeirra með miklum gný og þeir verða hræddir og annar missir fótanna og er næstum hrapað- ui fram af þegar hinn grípur ósjálfrátt f hann og bjargar honum en um leið missir hann byssuna og þeir fara báðir að brosa. Þeir teygja sig báðir niður eftir byssunni og mynd- in endar með því að hendurnar stoppa á miðri leið. Það kemur ekki fram hvert framhaldið verður. Kannski byrjar ósættin upp á nýtt. Þannig er það með mannkynið. Sömu afglöpin end- urtaka sig hvað eftir annað og enginn lærir neitt. — Ag það veitir yður meiri gleði að skapa slíka mynd en leika sjálf? — Já. Ég boða að vísu ekki neinn nýjan sannleika með myndinni en ég set vandamálið fram f nýrri mynd. Mig hefur langað til að gera þetta í mörg ár en hef einhvern veginn ekki átt þess kost fyrr en nú eða ekki þótzt fær um það. Það er eins og með aðra listamenn að bað er sköpunarþráin sem rek- ur mann áfram, löngunin til að láta eitthvað í té, gefa eitthvaö sem maður einn getur gefið og eiSginn annar. Það er ekki endi- lega víst að slíkir hlutir takist en það skiptir ekki höfuðmáli ef manni er það brýn nauðsyr að tjá sig á þennan hátt og get ur ekki látið vera að gera þa? íg hef sett f þetta allt það f> em mér hefur áskotnazt sen: leikkonu og ekki dregið eyri undan. Ef allt gengur að ósk- um er hugsanlegt að ég fái helming bess fjár aftur. Ég sé Mai Zetterling og blaðamaður Vísis, Njörður P. Njarðvík, ræðast við yfir kvöldverðarborði í Glaumbæ. ekki eftir þessu vegna þess að ég þurfti að gera þetta og ég er sáttari við sjálfa mig á eftir. ♦ — TTg hvað um frægðina? Leikkonan brosir töfrandi brosi sem maður veit ekki fyrir víst hvort sé æft eða ekta, en hvenær veit maður það? Hverju á maður að trúa um svona fólk? Þetta er ég að hugsa meðan ég bíð þess að hún svari mér um frægðina. — Mér er gefinn sá dásam- legi hæfileiki að geta gleymt frægðinni. Ég held það sé sá bezti hæfileiki sem mér er gef- inn. Það kann að hljóma barna- lega en ég verð stundum undr- andi á frægðinni. Ég á eigin- lega ekki von á henni. En hún hefur vitanlega sína kosti. Það hefði verið erfitt fyrir mig að koma hingað ein eins og ég gerði ef ég hefði verið með öllu óþekkt. Þá gengur allt seinna. Fræg persóna hittir strax fleira fólk og kynnist hlutunum fljótar. Og það er einmitt það sem ég þarf á að halda hér, ég þarf að kynnast öllu sem bezt áður en kvik- myndunin hefst. — Hvernig lízt yður á land- ið? — Það er of snemmt að svara þvi strax. Ég gæti ekki sagt nema það sem allir segja svo sem eins og skógleysið og nekt fjallanna. En ég hef tekið eftir því, að íslendingar eru miklu meiri einstaklingar en gerist hjá öðrum þjóðum, þeir eru sjálfstæðari í orðum og gerðum. Kannski er það nátt- úran sem setur þannig svip sinn á fólkið, kannski er það tengslin við fortíðina, ég veit það ekki, j — Þegar við hugsum um . kvikmvndaleikkonur þá dettur j okkur oftast I hug tælandi bros, ögrandi augnaráð, haugar ' af skartgripum. Hvernig er myndin í raun og veru? Leikkonan horfir beint í augu ! mér fast og ákveðið eins og ‘ læknir sem er að; segja sjúk , iingi hvað að honum gangi. — Þetta er oftast nær tilbú- in vitleysa k\ ikmyndafélaganna i skrumauglýsingaskyni og á itanlega ekkert skylt við list. etta kvikmyndagedduta! er firleitt eins og hver önnur '.ótfyndni. Að vísu eru til vona týpur, tilbúnar stjörnur sem ekkert geta leikið eins og Jane Mansfield, en það heyrir 11 mdantekningum. Marilyn Monroe gat til dæmis leikið á- gætlega, að ég tali ekki um Sofiu Loren sem er afbragðs Ieikkona. Brigitte Bardot hef ég aldrei séð svo ég get ekkert sagt um hana. ♦ TZ* vöidið líður hjá og tjörnin 1V dekkir spegilinn sinn jafnt og þétt eftir þvf sem húmið leggst yfir borgina. Leikkonan horfir fram fyrir sig fjarrænum svip og ég horfi á hana þegj- andi til þess að slíta ekki fyrir henni samhengi hugsananna. Sem snöggvast setur að mér efa um tilveru þessa kynlega brothætta heims frægðarinnar. Svo lítur leikkonan upp og það birtir yfir svip hennar. — Listsköpun er fólgin í að svala þrá sinni og nauðsyn. Það er kjami málsins. Sá sem skrifar, málar, myndar, semur tónlist er að birta öðrum reynslu sem þeir lifa ekki sjálf- ir en geta orðið partur af fyrir tilstilli listamannsins. En utan um allan kjarna er hismi. Og það er þetta hismi sem fólki er birt f skrumi. Ég hef sem betur fer alltaf getað komizt hjá þvf. Nokkru seinna stend ég aft- ur í anddyrinu á Hótel Sögu og horfi á hana ganga inn í lyft- una. Er hún aftur horfin inn í ljóma hinnar fjarlægu frægðar? Steig hún aðeins niður f hvers- dagsleikann þessa einu kvöld- stund? Hver veit það? Hitt veit ég að þarna fór kona sem stefnir að settu marki og veit hvað hún vill. N. P. N. Laxveiði Framh. af 16. síðu: veiddust nú 1013 laxar, en í fyrra 978. Góð veiði var í Miðfjarðará Voru dregnir þar á Iand alls 1826 laxar og er það eitt hundr að löxum meira en í fyrra. Veiðin f Víðidalsánum var svipuð og fyrra, þó nokkuð betri. Þar voru dregnir á land um 1300 laxar, en í fyrra sumar 1227. í Vatnsdalsá hefur verið góð veiði og voru dregnir þar yfir þúsund laxar. Enginn hnúðlax sést enn þá. I sumar voru taldir góðar lík ur fyrir þvi að veiðast myndu nokkrir hnúðlaxar. í fyrra sunf ar veiddust mjög fáir hnúðlax- ar og Voru því taldar betri líkur fyrir því að fleiri myndu veið- ast í sumar. Veiðimálastjóri kvaðst hafa orðið nokkuð undrandi, því enn sem komið væri hefði eng inn hnúðlaxNveiðzt. Séndihcrrnnn Framhald af bls. 1 af að vera fulltrúi lands míns hér á islandi. Norðmenn eru f sterk- um tengslum við ykkur islend- inga bæði að fornu og nýju og ég bíð með tilhlökkun dvalar minnar hér. F.g kom í fyrri viku svo ég hcf ekki séð mig mikið um ennþá, sagði Cappelen, en þó hef ég haft tækifæri til að koma til Þingvalla og Hveragerðis og þótti mér mikið til beggja staðanna koma. Ég finn það strax að það er margt líkt með landi og þjóð með okkur Norðmönnum. — Hvað er álit yðar á norrænni samvinnu, herra Cappelen? — Ég er eindreginn stuðnings- maður þeirrar samvinnu og legg mikla áherzlu á að auka hana sem mest. — Hafið þér verið lengi f utan- ríkisþjónustunni? — Frá árinu 1950. Ég var lengi sem fastafulltrúi Noregs í Genf, en síðustu tvö árin hef ég. verið sendiherra Noregs f Brasilíu. Það eru vissulega snöggar breytingar að koma þaðan og hingað. „Contrastarnir" sannarlega miklir. Herra Cappelen er 48 ára gamall. Hann er kvæntur og á tvær dætur. — Þess má geta að þær hafa aldrei komið í norska skóla. Hmferðarkönnuii ••• Framh. af 16. síðu: lagt hönd á plóginn og nokkrar miklu smærri kannanir verið gerðar m. a. talríing á því hversu margar bifreiðar aka að jafnaði um aðalumferðargötur bæjarins og sýndi sú talning þá staðreynd sem hvergi þekkist í annarri höfuðborg, en Reykja- vílc, að umferðin sé mest um eina aðalgötu borgarinnar, Lækjargötu kl. 11 að kvöldi og gerir það ári efa hin svokallaða ..runtkeyrsla". Mikilvægt er að sem flestir séu með.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.