Vísir - 11.09.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 11.09.1962, Blaðsíða 10
70 VISIR lækning Hálfur maður Á þingi bandarfskra lækna í síðustu viku var skýrt frá ein- hverri furðulegustu skurðað- gerð, sem nokkurn tíma hefur verið framkvæmd. Hópur skurð- lækna við læknadeild háskólans í Minnesota skýrði frá því, að þeir hefðu blátt áfram helming- að 29 ára gamlan mann til þess að losa hann við allan neðri hluta líkama síns, sem var altek- inn krabbameini. Sjúklingurinn hafði ekki aðeins lifað áf skurð- aðgerðina, sem gerð var í októ- ber síðastliðnum, heldur var tilkynnt, að hann væri að ná fullri heilsu eftir nákvæma og vandlega skipulagða þjálfun. Sjúklingurinn var fæddur með meinsemd í hryggnum, sem gerði að verkum, að hann hafði alla sína ævi verið lamaður fyrir neðan mitti, og hann hafði eytt mestum hluta ævi sinnar í rúm- inu eða hjólastól vegna fátækt- ar aðstandenda sinna. Hann kunni hvorki að lesa né skrifa. Vegna langvarandi hreyfingar- leysis mannsins hafði smám saman myndazt gapandi sár á mjóhryggnum. Er hann var lagð ur inn á sjúkrahús háskólans í Minnesota í september síðast- liðnum, var sárið orðið lífs- hættulegt. Við rannsókn kom í ljós, að krabbameinið hefði að öllum líkindum ekki náð að sýkja þýð- ingarmikil innri líffæri manns- ins, en augljóst var, að hann mundi deyja innan árs, nema tekin yrði burt mjaðmagrind mannsins og fætur. „Við sögð- um honum, að slík aðgerð hefði ald ei áður tekizt," sagði dr. J. Bradley Aust á læknaþinginu, „og létum hann um að taka á- kvörðunina". Skurðaðgerð sem þessi hafði aðeins einu sinni verið framkvæmd áður, svo að vitað sé. Læknahópur undir stjóm dr. Elmer B. Miller fjar- lægði neðri hluta líkama roskins manns, sem þjáðist af krabba- beini árið 1960, en sjúklingur- inn dó ellefu dögum síðar úr hjartaslagi. Þrátt fyrir þessar upplýsingar valdi ungi maður- inn skurðaðgerð. „Mig Iangar til að lifa," sagði hapn. Aðgerðin tók fjórar og hálfa klukkustund. Dr. Aust og fjórir aðrir skurðlæknar skáru sundur hrygginn og kviðarholið neðan við nafla og námu burt mjaðma- grind hans og fóleggi. Þvag- blaðran var tengd við op á kviðnum til þess að hægt yrði að losna við þvag. Áður hafði endaþarmurinn einnig verið tengdur við svipað op, til þess að maðurinn gæti losnað við saur. Loks saumuðu læknamir kviðarholið saman. Eftir mánuð þóttust læknarn- ir vissir um, að sjúklingurinn mundi geta náð sér aftur eftir þessa geysilegu skurðaðgerð. Hann lærði að lyfta sér upp í rúminu með sérstökum tækjum, sem komið var fyrir í Ioftinu, en mesta vandamálið var að koma manninum I slíka stöðu, að hann gæti að einhverju leyti hjálpað sér sjálfur með brýnustu nauðsynjar. Þá kom læknunum í hug ráð til þess að gera sjúk- lingnum kleift að fara um i hjólastól. Það var tekið mót af brjóstkassa sjúklingsins og fest á hjólastól. Með aðstoð hreyf- ingartækjanna uppi yfir rúminu lærði sjúklingurinn fljótlega að sveifla sér upp í mótið og spenna það á sig. Nú getur hann verið nokkrar klukkustundir í hjólastólnum og farið á milli herbergja i sjúkrahúsinu. Sjúk- lingurinn hefur náð fullu and- Iegu heilbrigði og virðist ekki hafa þörf fyrir sérstaka læknis- hjálp sérfræðinga. Læknarnir segja, að enn sé ekki loku fyrir það skotið, að Dr. Aust og sjúklingur hans: — Hann langaði til að lifa. krabbameinið geti tekið sig upp að nýju. En sjúklingurinn er nú \ sem óðast að búa sig undir betra líf en hann hefur nokkur sinni búið yið áður, hann er að læra að lesa og skrifa, lærir stærð- fræði og vinnur 'á trésmíða- og leðurvöruverkstæði sjúkrahúss- ins. Þegar hann verður útskrif- aður frá sjúkrahúsinu, ef til vill innan árs, vonast hann til að geta fengið fasta atvinnu. \,Það er harla lítið gagn að starfi okkar sem skurðlækna," sagði dr. Kottke, einn úr lækna- hópnum, „ef við getum aðeins limað manninn sundur, en ekki gefið honum neina möguleika á sjálfstæðu, persónulegu lífi. En vonir standa til, að þessi maður geti lifað næstum sjálfstæðu lífi, — lífi, sem h: - ■ i hafði aldrei tækifæri til að n-.jta iður.“ Karen Blixen - Framhald af bls. 8. boðar í sögum sínum er að menn geti verið meira lifandi og þess vegna þjáðst meir ef Ieikreglumar eru í heiðri hafð- ar heldur en ef öllu er kastað fyrir borð. Það er kynleg spenna í sögum hennar vegna þes að ástríðuþungi þeir: og ólga bylt ist ekki upp á yfirborðið heldur leiftrar langt neðan úr mann- legu djúpi sem er miklu nakt- ara og meira sannfærandi hjá persónum hennar heldur en þeim mönnum, sem sífellt kenna í brjóst um sjálfan sig og standa í röðum frammi fyrir skrifta- stóli Freuds. Karen Blixen er ekki tilfinningasamur höfundur, hún er miklu fremur grimmlynd ef hún á þann hátt getur skerpt eðlismynd mannsins og forðazt væmnina. Nú er frásagan búin, sú frá- saga sem stendur ofar öllum skáldskap. Karen Blixen hefur nú sett punkt aftan við sína eigin sögu. Endir sögunnar gef- ur ekkert svar við spurning- unni miklu. Leit mannsins held- ur áfram. Aðrir munu halda henni áfram. Þvf enn hljómar neyðarópið út í myrkrið: Hver er ég? N. P. N. Viðtal dagsins - Framhald at bls. 4. Við höfum fréttaritara i ýms- um helztu íslendingabyggðum vestan hafs, og fréttir þaðan virðast einkar kærkomið lestrar efni. En þvi miður hefur blaðið ekki efni á að borga fréttaritur um sínum. Það er allt sjálfboða starf. Okkur er öllum annt um að Vestur-fslendingar haldi áfram að skrifa íslenzku í blaðið okkar og teljum að það sé ein megin undirstaðan að tilveru þess í framtíðinni. En hvað oðru starfsliði blaðs- ins viðkemur, heldur en blaða- mönnunum sjálfum, þá fæ ég stúlku öðru hvoru til aðstoðar við bókhaldið og sérstakur mað- ur annast auglýsingar' þegar um hátíðaútgáfur af blaðinu er að ræða. Annað er starfslið blaðs- ins ekki. Skólantdl - Framhald af bls. 9. vandamál elztu nemendanna orð in mjög 'rábrugðin hinna nem- enda skólans. Visir spurði Gunnar einnig að því, hvort honum fyndist skipt ingin milli barna- og unglinga- stigsins vera á réttum stað. Því svaraði Gunnar á þessa leið: — Þetta er mörgum umhugs- unarefni og ýmislegt, sem bendir til þess, að hún mætti vera einu ári síðar. Börnin eru þá enn á því þroskastigi, að það kemur fyllilega til álita, hvort þau ættu ekki að hafa einn kennara eins og er í barnadeildum. Einnig er vafamál, hvort þeir nemendur, sem nú eru látnir vera í fyrsta bekk gegnfræðastigsins, hafa félagslega samstöðu með eldri nemendum þessa stigs. V -----------Þriðjudagur 11. september 1962. Stjörnuspárnar í VISI Ég hefi annazt um nokkurt skeið vikulegar stjörnuspár fyrir lesendur Vísis, sem birzt hafa á laugardögum. Mjög margir hafa komizt upp á lag með að notfæra sér þessar spár á réttan hátt. — Með þessu á ég við að ekki hefur reynzt mögulegt að setja þessar spár fram eins og venjulegar veðurspár sakir þess að mjög fáir bera næg kennsl á stjörnuspáfræði. Því hefur það ráð verið tekið að miða spárnar við fólk almennt eða manninn á göt- unni. Það er vissulega ekki það sama að spá fyrir manneskju sem liggur í sjúkrahúsi og manneskju sem er í fullu fjöri, þrátt fyrir að þær væru fæddar undir sama merki. Hins vegar ættu báðar manneskjurnar að hafa nokkuri gagn af spánum, því með tímanum komast þær upp á lagið með að skilja þá strauma, sem verið er að túlka fyrir þeim. Til að útskýra mál mitt á einfaldan hátt þá skul- um við taka sólina sem þurrkar hey bóndans. Eins er það með aðra þætti mannlegs lífs að þeir koma undir viss plánetuáhrif, en flest kunnum við ekki að notfæra okkur þessi áhrif á réttan hátt, eins og bóndinn þurrkinn og því hefur á öllum öldum verið starfandi nópur manna sem nefndur hefur verið stjörnuspámenn, stjörnulesarar eða eitthvað í þá átt. Það hefur fallið í hlut þessara manna að segja fólki hvenær „sólskin" væri í fjármál- um, ástarmálunum, atvinnumálun- um, ferðalögum, skemmtunum svo að fátt eitt sé nefnt. Spámar f Vísi eru miðaðar við fólk á hin- Stjörnuspá dagsins Hrúturinn, 21. marz til 20. apríi: Þú gætir orðið fyrir einhverjum vandræðum sakir lélegrar heilsu vinnufélaga þíns eða jafnvel vin ar. Þetta mun þó lagast fyrr held- ur en á horfðist. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Hætt' er við að þú komist í deilur við ástvin þinn út af vinfengi þínu við aðra. Deilan ætti ekki að standa lengi yfir, en getur komið skyndilega og óvænt. Tvíburamir, 22. maí tii 21 .júní: Þú getur átt gott kvöld í kvöld á heimili þínu, en sá friður gæti rofnað ef þú ferð eitthvað að ympra á atvinnu þinni, því álíta mætti að þú sinntir heimilinu minna en skyldi. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Frétt langt að eða bréf gæti kom- ið þér úr jafnvægi í kvöld Þér er því nauðsynlegt að taka málin réttum tökum, sem fyrst til að kippa þessu í lag. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Vertu varkár varðandi félögum þínum eða maka í dag, því deilur geta risið út af fjármálunum Annars er þetta ekkert alvarlegt og lagast jafnskyndilega og það fór af stað. Meyjan, 24. júlí til 23. ágúst: Þú ættir að gæta matarneyzlu þinnar í dag, því þér hættir við melting artruflunum og slappleika. Geng- ið getur á ýmsu á vinnustað en þú þarft að taka öllu með j^fnað argeði. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Á- um starfssömu aldursskeiðum. Hins vegar ættu allir að geta haft not af þeim á einhvern hátt. Ef t.d. í spánni stæði einhvern dag fyrir eitthvað merki að heppilegar afstöður væru til ásta fyrir þá sem ekki hafa fest ráð sitt í þeim efn- um, þá þýðir það einnig að gift fólk mundi njóta sambandsins við makann betur heldur en endra- ner, þrátt fyrir að það væri ekki nauðsynlega tekið fram I spánni. Þannig verður fólk að beita ímynd unaraflinu að nokkru leyti til að notfæra sér til fullnustu þær upp- lýsingar sem gefnar eru um „skin eða skúri“ í stjörnuspánni fyrir hvern dag. Hin daglega stjörnuspá sem ég skrifa fyrir dagblaðið Vísir mun vera eina stjörnuspáin hérlendis, sem gerð er eftir útreikningum, sem sérstaklega eru miðaðir við legu og hnattstöðu íslands. Að endingu vildi ég svo segja þetta: „Það er von mín að sem allra flestir komist upp á Iag með að notfæra sér stjörnuspárnar, þvi þar verður að finna margar upp- lýsingar, sem geta komið sér vel“. Skúli Skúlason. herzlan er nú á vinnustað hjá þér og þar gæti margt óvænt hent, sem ekki er svo auðvelt að, sjá fyrir eða ráða við. Hins vegar getur góð dómgreind haldið þessu á réttum kili. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þú ættir ekki að vera á ferli í kvöld ef þú hefur undanfarið verið I rómantiskum hugleiðingum, því allt gæti nú lent upp í loft og vinaslit orðið. , Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Mér þykir sennilegt að þú verðir að velja milli heimilisins og félagslífsins nú seinni partinn í dag. Annars mundi geta orðið talsvert ánægjulegt kvöld heima nú. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þú ættir ekki að leita eftir að- ferðum til að verða ríkur á skjót- an hátt í dag, en ættir öllu öðru fremur að halda þig að viður- kenndum öruggum aðferðum í þeim efnum. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Verá má að fjármálaáætlanir þín- ar upp á framtíðina raskist eitt- hvað nú, en hins 'vegar ætturðu að bíða átekta með að gera eitt- hvað ákveðið 1 málunum. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Persónuleg málefni þín sæta nokkrum mótbárum sakir hug- mynda félaga þíns eða maka. Auð vitað getur, verið að þú hafir alveg á réttu að standa, en hins vegar ættirðu ekki að vera of fljótfær eða óþolinmóður. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.