Vísir - 14.09.1962, Page 3

Vísir - 14.09.1962, Page 3
Föstudagur 14. september 1962. V'lSIR 3 í gær heimsótti Ben- Gurion þjóðminjasafn ið ásamt föruneyti sínu og skoðaði safn- ið undir leiðsögn þeirra dr. Kristjáns Eldjárns Þjóðminja- varðar og Gylfa Þ. Gíslasonar mennta- málaráðherra. — Ben- Gurion hefur þegar unnið hug og hjarta allra með vingjarn- legu brosi sínu og lif- andi áhuga á öllu, sem fyrir augu hans ber. Hann skoðaði ýmsa gripi safnsins af at- hygli og spurði margs. Myndsjáin í dag rekur för hans um safnið. Dóttir ísraelsku forsætisráð- herrahjónanna, dr. Renana Ben-Gurion Lesheim, ritar nafn sitt í gestabók Þjóð- minjasafnsins. ísraelsku forsætisráðherrahjónin ganga upp tröppurnar á Þjóðminjasafninu í fylgd Birgis Thorlacius ráðuneytisstjóra. Mtlli þeirra sést einn af ísraelsku öryggisvörðunum. Að baki blaktandi fánar ísraels og íslands hlið við hlið. MYNDSJÁ David Ben-Gurion ritar nafn sitt í gestabók Þjóðminjasafnsins, fyrst á hebresku frá hægri til vinstri, síðan með latínuletri frá vinstri til hægri. Frú Paula Ben-Gurion sést við hlið hans. Þá eru og á myndinni Krístján Eldjám, Gylfi Þ. Gíslason og Sigurgeir Sigurjónsson, ræð- ismaður ísraels. Ben-Gurion forsætisráðherra skoðar gamlan stól ásamt dr. Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra. Á myndinni sjást einnig tveir fréttamenn frá ísrael.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.