Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 12
Nóvember 1995 um kennslu. Með hjálp alnetsins munu nemendur, hvar sem þeir eru staddir í heiminum, geta sett á sig hjálm með skjám fyrir framan augun, heyrnartólum og hreyfí- skynjurum. Hjálmurinn er tengdur við tölvu nemandans sem aftur tengist tölvu skólans um alnetið. Skólinn getur þess vegna verið í annarri heimsálfu. Þrátt fyrir það sér nemandinn í hjálmi sínum fyrirlesara sem stendur uppi við töflu, talar og skrifar á töfluna (sem hvenær sem er má afrita yfir í tölvu nemandans). Námsbækur og gögn eru einnig send yfír alnetið til lestrar af skjá eða útprentunar eftir vild. Nemandinn getur valið sér fyrirlestra og fyrirlesara af lykla- borði tölvu sinnar og komið á framfæri spurningum annað hvort í töluðu eða rituðu máli. Allur heimurinn mun hafa aðgang að bestu fyrirlesurum í hverju fagi fyrir sig og lágmarksþörf verður fyrir hefðbundna fyrirlestrasali með stólaröðum. Meira að segja verður unnt að setja upp umræðu- hópa heimshorna á milli þar sem þátttakendur sjá hvem annan og heyra í hjálmum sínum eins og þeir sætu saman á kaffíhúsi. Bókasöfn færast yfir á tölvunetið og unnt verður að leita í öllum helstu bóka- söfnum heims að tilteknum bókum, höfundum eða flettiorðum. Louvre skoðaðí hægindastól Viðskipti sem í dag byggjast á pappír eru smám saman að færast inn á tölvunetin þannig að reikn- ingar, pantanir, tollskýrslur, farm- bréf o.s.frv. eru send beint milli tölva. í auknum mæli munu inn- kaup, einkum á sérvöru, færast yfír í rafeindabúðir (,,sýndarbúðir“) á alnetinu, þar sem neytendur geta gengið um sýndargólf og valið vörur úr sýndarhillum. Varan er svo send heim og andvirðið dregið af debetkortareikningi. Helstu listasöfn og fræðasöfn heimsins verða aðgengileg á net- inu. British Museum og Louvre verður unnt að skoða án þess að fara úr hægindastólnum heima. Auk þessa verða allar upplýsingar tiltækar, jafnt fyrir leika sem lærða, um það sem fyrir augu ber. Hvað ber að gera? Unnt væri að halda svona áfram lengi, en spumingin er: Hvar ætlum við íslendingar að standa í þessu öllu saman? Þessi bylting er að fara af stað, eins og örtölvubyltingin árið 1976 og iðnbyltingin öld fyrr. Ætlum við bara að bíða eftir því að sjá hvað Japanir, Bandaríkja- menn og Evrópuþjóðir finna upp á þessu sviði og kaupa það svo, eða ætlum við að taka þátt í þróun- inni og njóta ávaxtanna? Það er hlutverk stjómmálamanna að sjá um að umhverfi atvinnulífs sé eins hagstætt og unnt er miðað við ytri aðstæður. Hvað upplýsinghraðbrautina varðar er nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög sjái um eftirfarandi: * að samskiptaleiðir inn og út úr landinu sé greiðar (dæmi um þetta er ljósleiðarastrengurinn CANTAT-3 sem Póstur og sími á hlutdeild í), * að skattlagning á samskipti sé í hófi (þar með talið afgjald Pósts og síma í ríkissjóð), * að ríki og sveitarfélög bjóði út verk á sviði upplýsingatækni á almennum markaði en semji ekki beint við erlenda aðila eða láti vinna verk í eigin tölvu- deildum, * að leggja áherslu á tölvusam- skipti og tölvupóst í opinberri stjórnsýslu og upplýsingagjöf til almennings, * að rýmka til á samskiptamark- aðnum og leyfa samkeppni þar sem því verður við komið, * að samstarf verði milli ríkis, sveitarfélaga, Pósts og síma, háskóla og atvinnulífs um að flýta ljósleiðaratengingu innan- lands (t.d. innan Reykjavíkur) og veita fyrirtækjum og háskól- anum aðgang að opnu neti fyrir lágmarksgjald til að þróa nýja þjónustu og hugbúnað fyrir alnet sem að lokinni prófún á heimamarkakði yrði útflutn- ingsvara. * ísland á að sækja um aðild að Evrópusambandinu og verða með því fullgildur þátttakandi í mótun Evrópu framtíðarinnar. Evrópusambandið leggur gríðarlega áherslu á upplýs- ingatækni og samskipti enda vita þeir sem er að þetta svið mun skera úr um samkeppnis- hæfni þjóða á næstu öld. Evrópa eða Árbæjarsafn Við íslendingar þurfum að velja. Ætlum við að dunda hér næstu öldina yfir hverfulum fiski og kenjóttum rollum og ætlast til að það færi okkur lífskjör á við aðrar þjóðir, eða ætlum við að taka þátt í mótun nýrrar aldar upp- lýsinga og tækni? Ætlum við að bjóða okkar unga og vel menntaða fólki umhverfi sem getur keppt við það sem annars staðar gerist, eða ætlum við að lifa á átaksverkefnum einum saman? Ætlum við að vera fullgildir þátttakendur í Evrópu framtíðarinnar eða stefna mark- visst að því að verða stærsta Árbæjarsafn heims? Jón Baldvin Hannibals- son er þingmaður og formaður Alþýðu- flokksins 12 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.