Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 28
Nóvember 1995 Ráðstefna um skólastarf og upplýsingatækni haustið 1996 Einkenni upplýsingaþjóð- félags eru m.a. þau að við- fangsefni, sem fengist er við, spanna stærra svið en fyrr, teygja anga sína víðar og mörk þeirra eru óljósari en áður. Mikil þróun á sér þannig stað á jöðrum áður afmarkaðra sviða. I upplýsingaleit gerist það oft að hugmyndir kvikna að útvíkkun, breyting verður á upprunalegri áætlun og kostur gefst á að skoða mun nánar eitthvað sem ekki varð séð fyrir í upphafi. Nauðsyn þess að kunna að afmarka sig helst í hendur við þörfma á að vera vakandi fyrir hinu óvænta. Verkaskipting og samráð verða enn nauðsynlegri en áður við að öðlast yfirsýn og taka ákvarðanir. Þessi einkenni nútímalífs ættu að setja svip sinn á við- fangsefni og vinnubrögð skól- anna. Ástæða er til að fækka samhengislausum smáverkefn- um. Sum þeirra hafa miðast við undirbúning að lífi í allt annars konar þjóðfélagi en við lifum nú í og geta því nánast horfið. Önnur eru ennþá mikil- væg, einkum þau sem efla hugsun og yfirsýn, en með hermiforritum og öðrum leikj- um má auka fjölbreytni og dýpt í vinnu við þau. Þetta fer allt nokkuð eftir eðli viðfangsefn- anna og ekki er átt við að tölvu- forritin séu notuð ein og sér. Nútímaskólinn bæði verður að og getur gefið rótum við- fangsefna og samhengi mun meiri og betir gaum en hægt var meðan mikill hluti vinn- unnar fór í að æfa seinvirkar framkvæmdir og að ná tökum á kunnáttu sem nú er annað- hvort úrelt eða unnt að ná á ijölþættari, magnaðri og hrað- ari hátt. Hér er átt við marg- miðlun sem nær í sívaxandi mæli inn á heimilin og nokkru hægar inn í skólana. En jafn- framt því sem möguleikar skóla verða fleiri hlýtur krafan að verða greinilegri um að þeir leiði böm og unglinga farsæl- lega inn í upplýsingaþjóð- félagið með möguleikum þess og ábyrgð. Skýrslutæknifélag íslands hefur nokkrum sinnum verið í fararbroddi fyrir ráðstefnum um tölvunotkun í skólum. Það sá ásamt Kennaraháskóla íslands um alþjóðlegu ráð- stefnuna „Educational Soft- ware at Secondary Level“ árið 1989. Síðan hefur félagið tvisvar sinnum haldið fjöl- mennar innlendar ráðstefnur í samráði við marga aðila í íslenska skólakerfmu. Síðasta skólaráðstefna Skýrslutæknifélags íslands var haldin í ágúst 1994 og nefndist Tölvur og nám ‘94. Nú er haf- inn undirbúningur að nýrri ráð- stefnu sem fyrirhuguð er í lok ágúst 1996. Leitað hefur verið samstarfs við Félag tölvu- kennara og Kennaraháskóla Islands um undirbúning en áætlað er að leita samráðs við ýmsa fleiri aðila er nær dregur. Lögð er áhersla á að í erind- um verði tekið á flestum þátt- um tölvunotkunar í skólastarfi og verða hugsanlega fengnir erlendir fyrirlesarar auk þeirra sem glöggt þekkja til hér á landi. Jafnframt verða skap- aðar aðstæður til að sýna og skoðaþað sem nú er fengist við í skólum á þessu víðtæka sviði. Höfðað verður til allra skóla- stiga. Á ráðstefnunni Tölvur og nám ‘94 tók Skýrslutæknifélag íslands upp þá nýbreytni að veita viðurkenningu fyrir starf tengt tölvunotkun í námi. Skoðaður var margvíslegur hugbúnaður bæði tilbúinn og á þróunarstigi eða í gerð. Einn- ig var leitað eftir lýsingum á kennsluferli þar sem upplýs- ingatækni væri nýtt vel og hug- vitsamlega. Ákveðið hefur verið að hafa sama hátt á haustið 1996 og er fyrirhugað að veita tvenns konar viðurkenningar. Annars vegar fyrir hugbúnað tilbúinn til notkunar eða á þró- unarstigi. Hins vegar er um að ræða viðurkenningu fyrir kennsluferli þar sem upplýs- ingatækni er mjög vel og hyggilega nýtt. Hér getur verið um að ræða lýsingu á kennslu- ferli og greinargerð um fram- kvæmd eða mjög skýrar og rökstuddar tillögur. Oskað er eftir tillögum frá skólum eða einstaklingum um efni sem þeim þætti fysilegt að fá umfjöllun um á ráðstefn- unni. Bæði er hægt að stinga upp á efni og fyriríesara eða kynningaraðila en einnig er hægt að fara fram á efni til um- íjöllunar sem undirbúnings- nefndin reynir síðan að fá fólk til að annast. Þessar tillögur þarf að senda ekki síðar en 15. desember til einhvers eftir- talinna: Þórður Kristjánsson, Skólaskrifstofu Reykjavíkur thkrist@ismennt.is Anna Kristjánsdóttir, Kennaraháskóla íslands ak@khi.is Magnús Magnússon, Réttarholtsskóla magnus@ismennt.is 28 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.