Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 20
Nóvember 1995 Mynd 4. Samanlögð framlög fyrirtækja til RoÞ árin 1990,1991 og 1993, eftir atvinnugreinum í þús. kr. □ 1990 □ 1991 □ 1993 Framtíðarhorfur Af ofansögðu á að vera ljóst að fjárfesting í menntun og þekkingar- öflun á sviði tölvu- og upplýsinga- tækni á undanfomum áratugum er nú farin að skila sér með mjög skýmm hætti inn í íslenskt atvinnu- líf. Þessa sáust raunar ekki mikil merki fyrir tíu áram þegar skýrsla tölvu- og upplýsingatækninefndar Rannsóknaráðs kom út. Þau verk- efni sem hafa fengið stuðning Rannsóknasjóðs og síðar Tækni- sjóðs, hafa mörg hver borið ágætan árangur og gefa tilefni til áfram- haldandi öflugs stuðnings. Þá má benda á góðan árangur tölvu- og hugbúnaðarfýrirtækja í umsóknum inn í Telematics og ACTS-áætlun undir rammaáætlun Evrópusam- bandsins. Hátt hlutfall verkefna með þátttöku íslenskra fyrirtækja og stofnana hlaut góða dóma og var samþykkt. Það vekur eftirtekt að þeir sem stunda þróunarstarf á sviði tölvu- og hugbúnaðartækni hér á landi, eru yfirleitt í mjög nánum tengslum við notendur og hafa gjamam sjálfir góða, faglega innsýn inn í notendasviðin. Þeim tekst því oft vel að koma með einfaldar og hagkvæmar lausnir fyrir notendurna. Þetta er afar mikilvægt og hefur án efa komið mönnum til góða við undirbúning umsókna inn í rammaáætlun Evrópusambandsins. I þessu felst án efa styrkur íslenska hugbún- aðariðnaðarins. Um þessar mundir stendur yfir mjög líflegt tímabil í hugbún- aðargerð, þar sem smátölvur hafa nú hvarvetna náð mjög mikilli út- breiðslu í fyrirtækjum og á heim- ilum. Era íslendingar í rauninni í fremstu röð meðal þjóða. A allra næstu áram má því búast við mik- illi frjósemi í hugbúnaðargerð og ijölbreyttum markaðsmöguleikum til að mæta þörfum margvíslegra notenda. Rannsóknaráð Islands vonast til að sjóðir á þess vegum verði efldir á komandi áram í sam- ræmi við áður yfírlýsta stefnu stjórnvalda og þá verði hægt í auknum mæli að styðja við þekk- ingaröflun og verðug nýmæli í hug- búnaðargerð og hagnýtingu tölvu- tækni, meðal annars í tengslum við þróun samskiptatækni og marg- miðlunar. Eðlilegt er hins vegar að Rannsóknaráð einbeiti sér fyrst og fremst að stuðningi við þekkingar- uppbyggingu og áhættumeiri þró- unarverkefni en aðrir sjóðir og áhættuíjáraðilar taki að sér ijár- mögnun á lokastigi vöraþróunar og markaðsfærslu og fylgi jafnframt eftir þeirri tjánnagnslegu uppbygg- ingu sem er óhjákvæmileg hjá fyrirtækjum sem eru að hasla sér völl í útflutningi á sviði hátækni. Vilhjálmur Lúðvíksson er framhvœmdastjóri Rannsóknaráðs Islands 20 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.