Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1997, Side 8

Tölvumál - 01.06.1997, Side 8
TÖLVUMÁL öld, hefur Hewlett-Packard fengið til liðs við sig þekkt stórfyrirtæki á markaðnum, sem hvert um sig býr yfir mikilli sérþekkingu. I þessu sambandi ber helst að nefna samstarf HP við Intel annarsvegar og SCO hinsvegar. Samstarf HP og Intel (Merced) Fyrir skömmu tilkynntu Hew- lett-Packard og Intel um samstarf við þróun og framleiðslu næstu kynslóðar örgjörva fyrir hvoru- tveggja PC og Unix vélar. HP legg- ur fram þekkingu sína á afkasta- miklum örgjörvum og Intel leggur til þekkingu sína á fjöldafram- leiðslu örgjörva. Þannig hagnast báðir aðilar á samstarfinu og tít- koman verður örgjörvi flokki ofar en RISC örgjörvarnir í afköstum, en á verði Pentium örgjörva. Ör- gjörvinn hefur gengið undir ýms- um nöfnum, svo sem P7 og Merc- ed. Þessi nýi örgjörvi byggirhvorki á RISC tækni né CISC tækni Pentium örgjörvans, heldur nýrri tækni sem gerir kleift að fram- kvæma allt að 24 aðgerðir á sekúndu. Samhliða Merced ör- gjörvanum kemur ný tækni í hug- búnaðarþýðendum sem veldur því að örgjörvinn fær allar aðgerðir í réttri röð og þarf ekki að spá í hvað kemur næst, né heldur að stöðva vinnslu og fara til baka vegna skil- yrða í forritum. Örgjörvinn verður framleiddur með 0.18 micron tækni sem gerir kleift að ná yfir 500 MHz tiftíðni. Merced verður samhæfður bæði Intel örgjörvum og PA-RISC örgjörvum þannig að öll forrit sem keyra á þessum örgjörvum í dag munu keyra óbreytt á nýja örgjörvanum. Samstarf HP og SCO (Summit 3D) Samhliða þróun á nýrri örtölvu hefur HP lagt grunn að stýrikerfi, sem mun fullnýta þá tækni sem Merced býður upp á. Þetta stýri- kerfi hefur verið nefnt Summit 3D og er þróað af HP og SCO sam- eiginlega. Summit 3D er 64 bita stýrikerfi, skrifað sérstaklega fyrir Merced og er mikil áhersla lögð á nýtingu samhliðavinnslu. Fyrstu útgáfur Summit 3D munu keyra á PA-RISC og MIPS örtölvum ásamt útgáfum fyrir Pentium og PentiumPro. Þó HP og Intel sjái Unix, Summit 3D, sem fyrsta stýrikerfið sem keyri á Merced, er búist við að fljótlega eftir að örgjörvinn kemur á markað muni koma útgáfa af NT sem keyri á honum. Samantekt HP hefur náð að bregðast hratt og örugglega við þörfum við- skiptavina sinna með þeirri stöð- ugu þróun sem átt hefur sér stað á PA-RISC örgjörvanum. Það víð- tæka samstarf sem HP á m.a. við Intel og SCO tryggir ennfremur ákveðið forskot á örgjörvasviðinu á komandi árum. Fáir geta boðið sömu framtíðarsýn í fjárfestingar- vemd, öryggi í þróun og afköstum á þessu sviði eins og HP. Hewlett-Packard stefnir því hratt og ömgglega inn í nýja öld með öfluga örgjörva í farteskinu. Sigurður Órn Gunnarsson starfar að markaðs- og kynn- ingarmálum hjá Opnum ketfum hf Punktar... Digital og Cyrix kæra Intel vegna borta á einkaleyfum Á innan við 12 tímum hafa tvö fyrirtæki kært Intel fyrir bort á einkaleyfum en Digital heldur því fram að Intel hafi brotið á 10 einkaleifum þess. Og Cyrix heldur því fram að Intel hafi brotið 2 af sínum einkaleifum. Nánari fréttir er hægt að sjá á slóðinni www.news.com. HITAVEITA SUÐURNESJA Sími: 422 5200 Fax: 421 4727 8 - JÚNÍ1997

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.