Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 15
TÖLVUMÁL Frá orðanefnd Effir Slefón Efem Orðanefnd hefur nýlega gengið frá nokkuð heillegum ensk- íslenskum lista yfir heiti hugtaka í hlutbundinni hugbúnaðargerð. Starfsmenn hjá Vátryggingafélagi Islands áttu frumkvæði að því í fyrra að þessi hugtök voru tekin sérstaklega fyrir í orðanefnd og hefur nefndin notið aðstoðar þeirra auk tölvunarfræðikennara í Há- skóla Islands. Orðanefndin ber þó alla ábyrgð á því hvaða íslensk heiti urðu ofan á. Aðgangur er að þessum orðalista um heimasíðu Tölvuorðasafns. Hér verður nú fjallað um fáein heiti á listanum sem hafa valdið töluverðum heila- brotum. Gagnaleiðarit eða gagnaflæðirit? Á listanum yfír hlutbundin hug- tök eru meðal annarra þessi: data flow gagnagangur, gagna- flæði data flow diagram gagnaleiðarit, gagnaflæðirit Data flow diagram hefur samheitin data flowchart og data flow graph. Orðanefnd mælir með íslenska heitinu gagnaleiðarit en gefur sem samheiti gagnaflœðirit, meðal annars vegna þess hve mikið það heiti er notað. Þó að enska orðið flow merki oft einhvers konar ‘flæði’ eða ‘streymi’ þá virðist orðanefnd að á gagnaleiða- riti sé frekar verið að sýna hvaða leið gögn fari. Ef gögnin berast ört og í miklu magni eftir leiðunum getur ef til vill verið eðlilegt að tala um flæði gagna en þannig háttar þó ekki alltaf til. Við val á íslensku heiti reynir orðanefnd frekar að fara eftir skilgreiningu hugtaks en að þýða orðrétt erlent heiti þess. Þess má einnig geta að Danir nota um þetta hugtak heitið datarute- diagram sem samsvarar nokkuð nákvæmlega íslenska heitinu gagnaleiðarit. Fyrir data flow nota Danir hins vegar heitið datastrpm og fyrir Tölvuorðasafnið 1986 valdi orða- nefnd heitið gagnastreymi. Skil- greining hugtaksins er fengin frá Alþjóðasambandi staðlastofnana og er nú í þýðingu orðanefndar þannig: „Flutningur gagna gegn- um virka h\uta gagnavinnsiukerfis á meðan tiltekið verk er í vinnslu“. Orðanefnd er ekki fyllilega sátt við heitið gagnagangur en fann ekkert skárra sem fellur að þessari skil- greiningu. Hér með er auglýst eftir betra íslensku heiti. Náskyld hugtök eru: control flow inningarleið, fram- kvæmdarleið control flow diagram, control flow graphinningarleiðarit Inningarleið er sú röð sem for- ritssetningar eru inntar í eða geta verið inntar í. Frakkar kalla þetta hugtak diagramme de contrðle eða graphe de contrðle. Þar er ekkert minnst á flæði. Hlutur eda vlðfang? Enska orðið object hefur fjöl- breytilega merkingu. Algengasta merkingin er sennilega ‘áþreifan- Frh. á nœstu síðu Frh. afbls. 13 ýmsum fleiri þáttum sem auka stórlega á rekstraröryggi vélar- innar (High-availability). Hægt er að tengja saman vélar í klasa (clus- ter) og samnýta afl allt að 4.096 örgjörva. NCR býður Lifekeeper hugbúnað fyrir NT og UNIX, sem tryggir 99,9% uppitfma og aðstoð- ar við endurheimt gagna og við- fanga eftir aflmissi. Þannig má setja t.d. tvær vélar í klasa og láta aðra taka við af hinni um leið og bilunar verður vart. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa sýnt NCR WorldMark áhuga og meðal annarra hafa Islenskar sjavarafurðir og Hagkaup tekið slíkar vélar í sína þjónustu. Nánari upplýsingar er að finna á EJS vefnum www.ejs.is. • Skúli Valberg Olafsson er aðstoðarforstjsóri EJS hf. JÚNÍ1997 - 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.