Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1997, Side 30

Tölvumál - 01.06.1997, Side 30
Breytt hlutverk PC netþjóna í nútíma netkerfum Effir Jón Harka Gunnarsson Fá svið upplýsingatækninnar hafa tekið jafnmiklum stakkaskipt- um og miðlun upplýsinga á netum. Þegar talið barst að netþjónum eða miðlurum hér áður fyrr var oftast átt við stór og mikil ferlíki sem sáu um vel skilgreinda og afmarkaða þjónustu eins og t.d. bókhald eða launaútreikninga. Rekstrarkostn- aður var hár og sérþekking þeirra sem sáu um rekstur vélanna þurfti að vera mikil. Einungis stór og öfl- ug fyrirtæki lögðu í slíkar fjárfest- ingar. Þannig skapaðist meðal ann- ars rekstrargrundvöllur fyrir aðila sem leigðu út eins konar vélrænt þjónn vinnuafl. Þeir sáu um tölvukeyrsl- ur fyrir hópa viðskiptavina og skil- uðu niðurstöðum í formi útprent- aðra lista. Einkatölvubyltingin hófst árið 1981 og skilaði okkur ódýrum og meðfærilegum búnaði á færi flestra kaupenda. Tölvurisar á borð við COMPAQ, IBM, Hew- lett-Packard, og fleiri kepptust við að náhylli markaðarins. Árið 1989 setti COMPAQ svo á markað fyrsta PC netþjóninn. Hann fékk nafnið COMPAQ SystemPro og naut strax mikilla vinsælda. Allar götur síðan hefur COMPAQ unnið sleitulaust að því að gera PC net- þjóninn áreiðanlegri og vænlegri kost þegar kemur að því að velja netþjón fyrir mismunandi verkefni. Ekki eru mörg ár liðin síðan lykilhugtökin rekstraröryggi og áreiðanleiki áttu litla samleið með PC netþjóninum. Á síðustu árum hafa þó átt sér stað miklar breyt- ingar á þessu sviði með tilkomu öflugri og öruggari vélbúnaðar og vandaðri hugbúnaðar. Þetta hefur gert það að verkum að PC net- þjónninn er nú að hasla sér völl á flestum sviðum netmiðlunar hvort sem um er að ræða litla skráar- miðlara eða stórar og ómissandi gagnagrunnsvélar. Lítum nánar á nokkur atriði sem hafa stuðlað að þessari þróun. Þróun og samkeppni PC heimurinn þróast mjög hratt og nýjungar skila sér fljótt og vel inn á markaðinn. Samkeppnin sér um að halda verði niðri og þar sem viðskiptavinurinn er í raun að kaupa PC vél hefur hann algert frelsi um hvaða hugbúnað hann notar á netþjóninum. Hann getur m.ö.o. valið þann hugbúnað sem hann telur henta sínu fyrirtæki best og er ekki bundinn af takmörkun- um vélbúnaðarins og sérsniðnum hugbúnaðarlausnum. Auk þess er þekking viðskiptavinarins á PC tölvum og almennum PC hugbún- aði mun meiri heldur en á UNIX/ RISC eða AS-400 umhverfi. Vélbúnaðurinn og rekstraröryggi Rekstraröryggi er úrslitaatriði við uppbyggingu netkerfa. Net- þjónninn verður að skila hámarks- nýtingu og uppitíma því hver mínúta án tengingar við netþjóninn getur skaðað fyrirtækin verulega. PC netþjónar eins og COMPAQ Proliant 5000 eða Proliant 2500 eru góð dæmi um nútíma PC net- þjóna sem byggja á Intel Pentium Pro örgjörvum og uppfylla ströng- ustu kröfur um áreiðanleika og öryggi. Ekkert er til sparað til að varan skili hámarksnýtingu fyrir notandann. Þar má nefna vel þekktar lausnir eins og minni með villuleiðréttingu (ECC). Virkni harðra diska er skráð og þannig má spá fyrir um hugsanlegar bil- anir. Búnaður eins og örgjörvar, viftur, straumgjafar, netkort og diskstýrispjöld eiga sér bakhjarla (Redundant CPU, NIC o.s.frv.). Þannig tekur einn hlutur við af öðr- um ef bilun á sér stað. Einnig má nefna möguleika eins og útskiptan- lega (Hot-Plug) diska sem taka má úr og setja í meðan netþjónninn er 30 - JÚNÍ1997

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.