Tölvumál - 01.05.1998, Síða 20

Tölvumál - 01.05.1998, Síða 20
 TÖLVUMÁL Kynning: TÍR EHF. Þekking (Lausnir) Bætt samkeppnis- staða með betri upplýsingum Eftir Ríkharð Ríkharðsson Mikil verðmæti eru fólgin í gögn- um sem fyrirtæki eiga í tölvukerf- um sínum. Vaxandi áhugi er með- al stjórnenda á að nýta þessi gögn til stuðnings ákvarðanatöku og þar með bæta samkeppnisstöðu viðkomandi fyrirtækis. í grein- inni er fjallað um leiðir til að breyta gögnunum í upplýsingar, þ.e. stjórnhjálparkerfi (Decision Support Systems) og vöruhús gagna (Data Warehouse). Þá er einnig fjallað um notkun hönnun- arverkfæra við hlutbundna hönn- un til að lækka kostnað við þróun hugbúnaðarverkefna og auka gæði þeirra. Þekking Starfsemi TIR er á sviði upp- lýsingatækni og leggur fyrirtækið áherslu á að tryggja viðskiptavin- um öruggar og traustar lausnir sem skila þeim hámarksárangri með lágmarkskostnaði. Þá eru viðskiptaleg markmið ávallt höfð að leiðarljósi við hönnun og upp- setningu lausna. Við úrlausn verkefna er byggt á m.a. eftirfarandi atriðum: • Mikilli þekkingu og reynslu starfsmanna af fjölbreyttum verkefnum sem byggja á upp- lýsingatækni. • Samstarfi við aðila með sér- fræðiþekkingu á viðskiptum, stjórnsýslu og upplýsinga- tækni. • Notkun hugbúnaðar á sviði verkefnastjórnunar frá LBMS, s.s. Process Engineer. • Notkun hugbúnaðar við hönn- un, s.s. SELECT SE og SELECT Enterprise. Viðskiptavinir TÍR eru áberandi aðilar í íslensku viðskiptalífi og stjórnsýslu, sem gera miklar kröfur urn áreiðanleika og hagkvæmni upplýsingalausna og góða þjón- ustu. Meðal viðskiptavina fyrirtæk- isins undanfarin ár má nefna Sam- tök verslunarinnar - Félag íslenskra stórkaupmanna, Reykjavíkurborg, Ríkisskattstjóra, Seðlabanka Is- lands, Skýrr hf., STEF, og VISA. Lausnir Af hálfu TÍR er lögð áhersla á m.a. eftirfarandi lausnir: • Upplýsingakerfi fyrir stjórn- endur sem byggja á vöruhúsi gagna til þess að styrkja sam- keppnisstöðu fyrirtækja með því að efla og bæta aðgang stjórnenda að nothæfum stjórn- unarupplýsingum. • Hönnun, forritun og uppsetn- ingu hugbúnaðarkerfa ásamt þjónustu vegna reksturs þeirra. • Ráðgjöf og þarfagreiningu á grundvelli greiningar á við- skipta- og tæknilegum þörfum. • Hönnunarverkfæri fyrir hefð- bundna og hlutbundna hönnun frá SELECT Software Tools. • Hugbúnað fyrir verkefna- og gæðastjórnun frá LBMS Ltd. Verðmæt gögn í tölvukerfum Rekstrarumhverfi fyrirtækja einkennist í sívaxandi mæli af harðri samkeppni. Ef fyrirtæki eiga að standast hana og ná for- skoti á keppinauta sína gegnir góður aðgangur að upplýsingum um eigin starfsemi og markaðinn lykilhlutverki. Ometanleg verðmæti eru falin í gögnum sem fyrirtæki eiga en þau eru einstök að því leyti að T I R ÞEKKING I LAU 20 - MAÍ 1998

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.