Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 31

Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 31
Kidlink Kidlink Hilda Torfadóttir og Eygló Björnsdóttir Á rúmum 8 árum hafa á armað hundrað þúsund börn og unglingar frá á annað hundrað lön- dum tekið þátt í Kidlink Kidlink hefur sínar eigin lokuðu spjall- rásir Kidlink byggir aðallega á áhugasömum kennurum Hjá Kidlink er mikill stuðningur við kennara sem vilja nota tölvusam- skiptaverkefni í kennslunni „Fjöldi sjálfboðaliða hefur unnið hörðum höndum við að brúa bil milli ólíkra tungumála og menningarheima, á sama tíma og reynt er að halda í sérkennin. Öll Kidlink tengsl s.s. póstlistar, vefsíður, spjallrásir, sköpun, verkefni og umræðuhópar eru hluti afeinni heild. “ (Odd de Presno 31.12.96) Heiðruðu lesendur. í þessari grein kynn- um við fyrir ykkur alþjóðlega tölvusamskiptaverkefnið Kidlink sem er ætlað börnum og unglingum að 16 ára aldri. En hvað er Kidlink og hvernig varð það til? Mjór er mikils vísir Upphafsmaður Kidlink var Norðmaðurinn Odd de Presno. í apríllok 1990 sá eiginkona Odds um menningarhátíð barna í Suður-Noregi og bað hann að leggja eitthvað til málanna. Hann fékk þá hugmynd að koma norskum krökkum í tölvusamband við börn í öðrum löndum og stóð fyrir tölvusamskiptum milli 260 barna í Noregi, Kanada og Bandaríkjunum. Viku síðar var grunnurinn lagður að Kidlink. Kidlink hefur náð mikilli útbreiðslu. Á rúmum 8 árum hafa á annað hundrað þúsund börn og unglingar frá á annað hundrað löndum tekið þátt í Kidlink. Lára Stefánsdóttir, kcnnari í Menntaskólanum á Akureyri og aðstoðar- stjórnandi Kidlink, er í framkvæmda- stjórninni og Tryggvi Rúnar Jónsson sál- fræðinemi frá Akureyri er í stjóm Kidlink. Tryggvi kynntist Kidlink í Gagnfræði- skóla Akureyrar 1993 er hann tók ásamt félögum sínum þátt í Kidlink-afmælis- hátíðinni, sem fram fer í maí ár hvert. Að lófa gott af sér leiða Öll vinna í Kidlink er sjálfboðavinna. Umsjónarmenn hjá Kidlink hafa sitt umráðasvið og mikið sjálfstæði. Upphaflega fóru samskiptin nær eingöngu fram á póstlistum, en seinna færðust sam- skiptin yftr á veftnn og spjallrásirnar, en Kidlink hefur si'nar eigin lokuðu spjall- rásir. Kidlink greiðir engin laun til þeirra sem starfa að Kidlink en margir þeirra eru á launum hjá stofnunum í eigin landi. f Danmörku er verkefninu stýrt frá mennta- málaráðuneytinu og styrkir það nokkra kennara til að vinna að Kidlink á dönsku. í öðrum löndum t.d. Brasilíu er verkefnis- stjóm Kidlink styrkt af opinberum aðilum. Hér á landi er öll vinna í þágu Kidlink sjálfboðavinna. Tveir styrkir hafa þó feng- ist til uppbyggingar íslenska svæðisins. Menningarsjóður menntamálaráðuneytis- ins styrkti uppbyggingu á listasafni og ráðuneytið styrkti þýðingu á hluta af einu verkefni af ensku yfir á íslensku. Kidlink byggir aðallega á áhugasömum kennurum. Kennarar sem vilja nota tölvu- samskipti í skólastofunni hafa í Kidlink nánast ótæmandi uppsprettu verkefna. Verkefni bjóðast á mörgum tungumálum. í Kidlink er „kennarastofa", Kidleader- póstlistinn, þar sem kennarar ræða um skipulag og uppbygginu. Hjá Kidlink er mikill stuðningur við kennara sem vilja nota tölvusamskiptaverkefiii í kennslunni. Kennarar og aðrir sjálfboðaliðar hjá Kidlink vilja láta gott af sér leiða, þ.e. stuðla að því að börn og unglingar í heim- inum kynnist og tali saman. Við teljum að krakkarnir muni skilja hvert annað betur og verða umburðarlyndari með því að kynnast umheiminum og ólíkum viðhorf- um fólks sem býr við mismunandi aðstæður. Hver veit nema í framtíðinni komi það í veg fyrir deilur milli menn- ingarsvæða. Fullt hús matar - finnast margar dyr á Kidlink samskiptaverkefnið er stórt og auðvelt að tapa áttum þegar það er skoðað. Bestu yfirsýn yfir Kidlink er sennilega að finna á yfirlitssíðunni „Kidlink í skóla- stofunni" (http://www.ismennt.is/vefir/ kidlink/kidproj-íslenska/namskr.html). Þessa síðu gerði Patty Weeg mjög fær bandarískur tölvukennari sem hefur fengið Tölvumál 31

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.