Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 33

Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 33
Kidlink Verkefnið „My fel- lows" hefur einnig verið þýft á íslensku, en það byggist á því að finna einhvern sem hefur haft áhrif til góða á sögu lands Ef einhver lendir í vandræðum og lætur vita af þeim er örugglega einhver í hópnum sem býður fram aðstoð sína berast og gildir það um öll Kidlink- verkefni. I sambandi við farandsýningu á lífi og list danska ævintýraskáldsins H.C. Andersen í Norræna húsinu dagana 20. febrúar til 2. mars 1999, var í samráði við samvinnuhóp um H.C. Andersen í skólurn útbúið verkefni í Kidproj sem heitir „Ævintýrin heilla“. Fleiri verkefni eru til sem hafa verið þýdd á íslensku og má þar nefna verkefni sem nefnist „Hver er ég?“ Það er ólíkt öðrum Kidlink-verkefnum þar sem Kid- link Institute of Education fékk sérstaka fjárveitingu frá Nasjonelt læremiddelsenter í Noregi, Skolverket í Svíþjóð, menntamálaráðuneyti Dana og Microsoft á Norðurlöndum til þess að keyra verkefnið í Evrópu. Vegna þessara styrkja gafst Kidlink-fólki kostur á að leggja meiri vinnu í verkefnin og gefa þeim fyllri framsetningu heldur en oft er mögulegt þegar öll vinna er sjálfboða- vinna. Verkefnið skiptist í marga þætti og er gaman að geta þess hér að síðasti þátturinn „Virtual Vacation“ eða fmynd- unarferðalag er saminn af umsjónarmönn- um Kidproj á íslensku, Hildu og Eygló. Verkefnið „My fellows“ hefur einnig verið þýtt á íslensku, en það byggist á því aðfmna einhvern sem hefur haft áhriftil góða á sögu lands og segja sögu hans í stuttu máli. Verkefnið er upprunnið í Kidforum og stýrt af David Mc Ardle frá Ástralíu. Verkefnið er gott dæmi um sam- starf milli málasvæða, en íslenska málsvæðið hefur heimild til að þýða og nota öll verkefni sem hafa verið samin fyrir Kidlink.. Að lokum má nefna verkefnið Lestrar- hestinn sem er ætlað að örva bóklestur og fá börn og unglinga til að segja frá og gera grein fyrir bókum sem þeir lesa. Flestum verkefnum fylgja ábendingar um það hvernig þau geta tengst ýmsum námsgreinum auk þess sem þeim fylgja hugmyndir að umræðuefni tengd verkefn- unum. Það verður raunar að viðurkenna að nokkuð skortir á að þetta eigi við íslensku verkefnin ennþá, en það stendur allt til bóta. Að taka þótt í Kidlink Hvað þarf að gera til þess að geta tekið þátt í Kidlink? Allir krakkar sem vilja taka þátt í Kidlink verða að svara fjórum spurningum, en þær eru: 1. Hver er ég? 2. Hvað vil ég vera þegar ég verð stór? 3. Hvemig vil ég að heimurinn verði þegar ég verð stór? 4. Hvað get ég gert núna til að þetta geti orðið? Svörin eru send inn á Response-póst- listann, en í gagnasafni hans má finna svör krakka við spurningunum, en stundum getur verið gott að lesa nokkur svör fyrir nemendur áður en þeir svara spurningunum. Þegar nemendur hafa lokið að svara spurningunum og sent þau á Response er hægt að velja verkefni í Kidlink hvort sem það er á eigin málasvæði eða annan-a. Það verður að sækja um áskrift að viðkomandi póstlistum frá þeim netföngum sem nota á til samskiptanna og svo er hægt að hefjast handa. Kennarar geta fundið upplýsingar um hvernig á að standa að þessu í verk- efnunum og einnig geta þeir (eftir að hafa gerst áskrifendur að Kidleader, sem er eins konar kennarastofa Kidlink) leitað aðstoðar og þuifa ekki að efast um að þeir fá hana fljótt og skilmerkilega. Gott er að eiga góða að Eitt af því sem er einkennandi fyrir fólk sem vinnur í Kidlink hvar sem er í heiminum er hjálpsemin. Ef einhver lendir í vandræðum og lætur vita af þeim er örugglega einhver í hópnum sem býður fram aðstoð sína og í Kidlink er að finna hóp af góðu, skemmtilegu og afar færu fólki sem allt er tilbúið að miðla af kunnáttu sinni. Það er beinlínis mann- bætandi að taka þátt í þessu starfi. Að lokum í skýrslu menntamálaráðuneytisins, í krafti upplýsinga, í kafla 12. Erlent sam- starf stendur m.a. í kaflanum Markmið: „Nýttir verði eftir föngum þeir möguleikar sem bjóðast í erlendu samst'arfi varðandi notkun upplýsingatækni á sviði mennta- mála. Þekkingu erlendra aðila og almenn- um upplýsingum um erlent samstarf verði miðlað til skóla og menntastofnana innan- lands þannig að sem flestir hafi aðgang að þeim. Tölvumál 33

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.