Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 22
2000 vandinn Einhliða yfirlýsing um ábyrgðarleysi síðar yrði vart metin gild Islensku kaupalögin heimila fleiri úrræði en bætur vegna galla Lögin geyma ákvæði um almennan þriggja ára fyrningarfrest Stjórnendur hlutafé- lags bera ábyrgð á tjóni sem þeir á sak- næman hátt valda fé- laginu Kaupandi fær í raun bara leyfi til að nýta sér búnaðinn í starf- semi sinni almennt. Hér má þó benda á dóm héraðs- dóms Reykjaness frá 31. desember 1998, þar sem kaup á tveimur mismunandi kerf- um sem ætlað var að starfa saman, voru metin sem lausafjárkaup. Með hliðsjón af þessum dómi má því ætla að kaup á heild- arlausnum, sem sérsniðnar eru að þörfum fyrirtækis, falli undir ákvæði kaupalag- anna. í þessu sambandi má reyndar benda á að bandarísku kaupalögin (Uniform Commercial Code) hafa verið talin ná til fjöldaframleidds hugbúnaðar, en síður til hugbúnaðar sem sérhannaður er fyrir starfsemi kaupanda. Islensku kaupalögin heimila fleiri úrræði en bætur vegna galla. Kaupandi getur þannig rift kaupunum ef vanefnd telst veruleg, krafist afsláttar eða ógallaðrar greiðslu í stað gallaðrar. Sam- kvæmt lögunum ber kaupanda að tilkynna um að hann hyggist krefjast vanefndaúr- ræða sem fyrst eftir að hann verður ágall- ans var, og í síðasta lagi innan árs frá af- hendingu hins selda. Hugsanlegt er, fyrir utanaðkomandi tjónþola, að mögulegt sé að sækja bætur á grundvelli sérlaga. Koma lög um skað- semisábyrgð t.d. til skoðunar í því sam- bandi. Samkvæmt þeim er heimilt að hafa uppi kröfur á jafnt framleiðendur sem dreifingaraðila þess búnaðar sem veldur tjóni. Þar sem lögin ná einungis til tjóns af völdum lausafjár yrði þessum lögum væntanlega einungis beitt þegar um er að ræða tjón af völdum tækja með inn- byggðri tölvustýringu. Lögin geyma ákvæði um almennan þriggja ára fyrning- arfrest. Sá réttur getur þó talist hafa fallið niður fyrir tómlæti ef ekki er gerð gang- skör að því að tilkynna þeim er ábyrgð geta sætt um tjónið og óska eftir að úr verði bætt. Stjórnendur hlutafélags bera ábyrgð á tjóni sem þeir á saknæman hátt valda fé- laginu í störfum sínum samkvæmt einka- hlutafélagalögum og lögum um hlutafé- lög. Gáleysi nægir í því sambandi. Þeim ber því að sjá til þess að gerðar séu nauð- synlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir tjón vegna 2000 vanhæfni. Gera má ráð fyrir að ríkari skyldur hvíli á stjórnendum fyrirtækja ef reksturinn er mjög háður tölvukerfum, t.d. fjármálafyrirtæki eða tæknivætt fiskvinnsluhús. Þá er einnig hugsanlegt að endurskoðendur geti orðið ábyrgir ef þeir sinna ekki lögboðnum skyldum sínum í þessu sambandi. Ef fengnir eru sjálfstæðir ráðgjafar til að taka út eða lagfæra kerfi, þá fer um ábyrgð þeirra samkvæmt þeim samningi sem við þá er gerður. Rétt er að taka fram að við sölu á flest- um af þeim staðlaða hugbúnaði sem við- skipti eiga sér stað með í dag, eru gerðir sérstakir leyfissamningar við kaupanda. Oft er þá um að ræða að seljandi á Islandi hefur gert dreifingarsamning við framleið- anda um rétt til að selja afnotarétt af bún- aðinum til notenda hér á landi. Kaupandi fær þá í raun bara leyfi til að nýta sér bún- aðinn í starfsemi sinni, en er ekki heimilt að framselja hann eða gera neitt sem brýt- ur í bága við söluskilmála. Þess ber að geta að samkvæmt höfundalögum er eig- endum hugbúnaðar almennt heimilt, nema öðruvísi sé um samið, að breyta búnaðin- um þannig að hann nýtist þeim með eðli- legum hætti. Þegar um er að ræða hugbún- að sem sérstaklega hefur verið lagaður að þörfum notanda er oft samhliða leyfis- samningi gerður sérstakur þjónustusamn- ingur þar sem seljandi tekur að sér að halda búnaðinum við eða uppfæra hann í tiltekinn tíma. Ef gerður hefur verið þjón- ustusamningur sem gildir fram yfir næstu áramót standa líkur til þess að dreifingar- aðili hafi tekið á sig ábyrgð á því að gera hugbúnaðinn 2000 samhæfan. Jafnvel þegar einungis er seldur afnotaréttur af hugbúnaði getur komið til á grundvelli ákvæðis samningalaga um ósanngjarna samningsskilmála að dreifingaraðili yrði látinn sæta ábyrgð ef tjón verður af bilun í búnaðinum. Þar sem áður hefur verið minnst á bandarískan rétt má benda á að þarlend kaupalög hafa verið talin ná til slíkra leyfissamninga sem hér um ræðir, þ.e. fjöldaframleidds hugbúnaðar. Bondaríkin Bandaríkjamenn hafa lengi staðið fremstir þjóða hvað varðar tölvur og tækni. Þeir eru jafnframt þekktir fyrir að vera allra þjóða ákafastir þegar kemur að lögsókn- um og málaferlum. Það kemur því ekki á óvart að 2000 vandinn hefur verið mikið til umfjöllunar þar undanfarin ár. A vídeófundi í apríl sem höfundur, ásamt nokkrum forsvarsmönnum íslenskra fyrir- 22 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.