Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 28
Tungutækn Nú þegar er dýrustu fólksbílar búnir ýmis- konar tungutækni, s.s, talskipanir fyrir síma og útvarp, auk þess sem tilkynnt er um ým- ist ástand með tali andi og nú og kallaði ekki á vélrænar lausnir við leit, flokkun og samantekt upp- lýsinga. Pólitískt hefur verið unnið ötullega að þessum málum innan ESB og í Bandaríkj- unum. ESB hefur lagt áherslu á að evr- ópskt upplýsingasamfélag skuli verða fjöl- tyngt. Það kallar á þróun tungutækni- lausna en sérstök áhersla hefur verið lögð á þróunarverkefni á sviði tungutækni inn- an rammaáætlanna ESB. Innan 3. og 4. Rammans var unnið að ýmsum verkefnum til að undirbúa þjóðtungur ESB fyrir tungutækni. Unnið hefur verið að því að koma upp málsöfnum (texti og tal) fyrir þessar þjóðtungur til að nýta síðar í tungu- tækni. Innan 5. Rammaáætlunarinnar er lögð megin áhersla á þróun sýnilegra iaus- na fyrir tungumálin, hvort heldur er ný- sköpun eða yfirfærsla þekktrar tækni fyrir ný og minni málsvæði. Bandaríkjastjórn, með A1 Gore varafor- seta í fararbroddi, hefur hvatt menn til dáða á þessu sviði, m.a. fjarskiptafyrirtæki heims (12. október 1998) að taka höndum saman og vinna að þróun tungutækni til að brúa bilið milli tungumála. Tækni, sem geri mönnum kleift að þýða tal í rauntíma milli tungumála, þannig að hver sem er í heiminum geti talað við hvern sem er án tungumálavandkvæða. Rauntímaþýðing tals Til að þýða tal í rauntíma þurfa nokkrar grunneiningar tungutækni að vera til fyrir viðkomandi tungumál. Hugsum okkur símtal tveggja manna sem tala sitt hvort tungumálið. Tæknin þýðir tal hvors um sig yfir á móðurmál hins en rauntíma- vinnslu má hugsa sér þannig: Talgreining er notuð til að breyta tali í texta en hann er síðan leiðréttur með for- ritum sem leiðrétta stafsetningu og mál- fræði. Leiðrétti textinn er þá þýddur vél- rænt yfir á tungumál viðmælenda. Þýddi textinn er leiðréttur fyrir málfar og staf- setningu. Leiðrétti þýddi textinn er loks lesinn upp með tölvutali (talgervli). Svar viðmælanda gengur eins fyrir sig nema hvað tungumálin hafa skipt um stöðu. Þessi útfærsla krefst þess að sambærileg talgreining, leiðréttingarforrit og tölvutal séu til fyrir viðkomandi mál. Auk þess þarf að vera hægt að þýða vélrænt milli þeirra, annað hvort beint eða hugsanlega með einu millimáli. Askorun A1 Gore kann að hljórna fjar- stæðukennd en hún er það ekki. Þetta er raunhæft markmið þó ekki sé það innan seilingar. Hvar ryður tungutækni sér til rúms? Gera má ráð fyrir að tungutækni verði eðlilegur en ósýnilegur hluti af flestum búnaði sem maðurinn notar í sína þjón- ustu. Skipta má markaðinum upp í fjóra megin hluta. í fyrsta lagi er það upplýsingaiðnaður- inn en þar mun tungutækni bylta notenda- skilum við upplýsingakerfin. Talskipanir munu koma að einhverju leyti í stað nú- verandi virkni músar og lyklaborðs. Tal- greining mun breyta tali í texta í stað inn- sláttar með lyklaborði. Vélrænar þýðingar munu þýða texta af einu máli yfir á annað og vélræn samantekt á innihaldi texta mun hjálpa við efnisöflun og leit. I öðru lagi í rafeindatækjum. Þar má gera ráð fyrir að talskipanir komi í stað núverandi snertitakka og fjarstýringa. Tölvutal í stað viðvörunarljósa og tal- kennsl til að þekkja eigandann. I þriðja lagi er tungutækni mikilvæg fyrir fjarskiptamarkaðinn. Þar er gert ráð fyrir talskipunum, talgreiningu og tölvu- tali í samskiptum við tölvupósts þjónustu. Notendur gefa skipanir um hvað eigi að lesa upp o.s.fr. Rauntímaþýðingar A1 Gore er annað dæmi og loks má gera ráð fyrir að talkennsl verði notað í aðgangsstýring- um að hvers kyns þjónustu. 28 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.