Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 6
Um skólastarf og skógrækt Um skólastarf og skógrækt Hver er munurinn á kartöflurækt og skógrækt? - Um þaö bil hálf öld Birgir Edwald Okkur ber skylda til að skyggnast inn í framtíðina og reyna að gera okkur grein fyrir þeim aðstæðum sem þá munu ríkja Ég tel mikilvægt að hið nýja verklag komi í stað þess sem fyrir er en verði ekki við- bót ofan á eða utan við það sem fyrir er Það hefur oft hvarflað að mér þau bráðum tuttugu ár sem ég hef feng- ist við kennslu á unglingastigi að líklega er starf kennarans lrkara skógrækt en kartöflurækt. Þó svo við leggjum mat á árangurinn á hverju ári er hin raunverulega uppskera af starfinu í grunnskólanum oftast í fjarlægri framtíð. A hverju vori hef ég kvatt hóp af bráð- um fulltíða unglingum sem ég hef starfað með undanfarin 4 til 6 ár. Unglingum sem mér hefur þótt vænt um og talið sjálfum mér trú um að líklega hafi mér tekist að kenna þeim nokkuð, haft jákvæð áhrif á líf þeirra og vonandi verið þeim góð fyrir- mynd. En jafnharðan hef ég kynnst nýjum hópi óþroskaðra unglinga sem eru mis- jafnlega tilbúnir til að þroskast. Þetta er líkt og sagan um lömbin sem hlaupa út á þjóðvegina á hverju vori og mjólkurbílstjórann sem hafði á orði að nú væri hann búinn að keyra mjólkurbíl í 25 ár og hann skildi ekki hvers vegna lömbin gætu aldrei lært að vara sig á bílunum. Um leið og við gerum okkur grein fyrir því að afraksturinn af starfi okkar í grunn- skólanum mun hafa áhrif á stöðu og gengi nemenda okkar eftir 20 til 30 ár leggur það skyldur á herðar okkur. Okkur ber skylda til að skyggnast inn í framtíðina og reyna að gera okkur grein fyrir þeim að- stæðum sem þá munu ríkja. Okkur ber skylda til að haga störfum okkar þannig að þau komi nemendum okkar að sem bestu gagni og verði þeim gott veganesti á lífs- ferli þeirra. En hvað ber framtíðin í skauti sér? Hvernig getum við tryggt að sá undirbúningur sem við veitum nemendum í grunnskóla sé með þeim hætti sem best- an má telja? Ég tel þá umræðu sem nú fer fram með- al skólafólks um nauðsyn þess að endur- skoða starfsaðferðir í skólanum m.t.t. nýrrar tækni mjög mikilvæga. Ég held að nýir starfshættir upplýsingasamfélagsins muni hafa mikil áhrif á menntun, nám og viðhald þekkingar alls almennings. Ég tel mikilvægt að þessari umræðu sé haldið gangandi hvar sem vettvangur finnst til skoðanaskipta. Það er hins vegar ekki síð- ur mikilvægt að huga að því hvernig stað- ið er að breytingastarfinu sjálfu. Jafnvel þó við komumst að sameiginlegri niður- stöðu um hvert skal halda er engan veginn einhlítt hvaða leið er best til að komast þangað. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er vandasamt og margt sem við verðum að huga að þegar við breytum starfsháttum svo mikilvægrar stofnunar í þjóðfélaginu sem grunnskólinn er. Eitt af því sem mér hefur fundist að bet- ur mætti fara þegar kennarar og skóla- stjórnendur stíga sín fyrstu skref í þá átt að breyta starfsháttum í skólanum er hvernig staðið er að upphafi verkefnisins. Oft er farið á stúfana og leitað fyrir- mynda í smiðju til þeirra sem meiri reynslu telja sig hafa. Gjaman er leitað eftir fyrirmyndum að notkun á tilteknum hugbúnaði eða hvernig einstök verkefni hafa verið fléttuð inn í kennsluna. Horft er til samskiptaverkefna eða þátttöku í al- þjóðlegum verkefnum sem hlotið hafa styrki eða almenna umfjöllun. Þó svo að ég sé þeirrar skoðunar að verkefni af þessu tagi séu mikilvæg og verði innan tíðar mikilvægur hlekkur í skólastarfi á grunn- skólastig; tel ég að hér sé verið að byrja á öfugum enda. Hættan sem af þessu leiðir er sú að verklag sem á einum stað hafi gefið góða raun og staðið föstum fótum í skólastarfinu verði eins og laustengd við- bót við annars ágætt skólastarf sem er grundvallað með öðrum hætti á nýja staðnum. Ég tel mikilvægt að hið nýja verklag komi í stað þess sem fyrir er en verði ekki viðbót ofan á eða utan við það sem fyrir er. Til að svo geti orðið þarf breytingin að eiga uppmna sinn í og grundvallast á fag- mennsku kennarans og vera þannig af- rakstur af endurskoðun hans á eigin starfi. 6 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.