Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 19
Þráðlaus staöarnet Radíótíðnisviðið er takmörkuð auðlind og notkun þess er háð alþjóðlegum og innanlands reglum urra ára muni endabúnaður koma á mark- að fyrir UMTS og HIPERLAN 2 eða hugsanlega 802.1 la. HIPERLAN 1 er hinsvegar ekki að finna í ráðagerðum Telia. Á þessari stundu eru engin tæki á mark- aði fyrir HIPERLAN 1 eða 2 þó að í apríl 1999 hafi einn framleiðandi staðamets- búnaðar; Proxim Inc. tilkynnt áætlanir um framleiðslulínu byggðri á HIPERLAN 1 staðlinum og myndi styðja 24 Mb/s gagnahraða og rauntíma margmiðlunar- viðföng. RangeLAN 5 framleiðslulínan átti að vera fáanleg snemma á árinu 2000 og Proxim hélt því fram að verðið myndi verða svipað og núverandi búnaður kostar fyrir 1, 2 og 11 Mb/s þráðlaus staðamet. Þetta hefur ekki enn verið sett á markað og núverandi áætlanir gefa til kynna að ekki komi á markað háhraða vörulína frá Proxim fyrr en seint á árinu 2001. Þó svo Proxim hafi hafið þróun á vörulínu sinni fyrir HIPERLAN 1 seint á árinu 1997 hefur það verið þjakað af töfum í vöruþró- un. Slíkar tafir eru ef til vill ekki óalgeng- ar í iðnaðinum en þetta hefur leitt til þess að Proxim er núna að endurskoða kosti sína. Samkvæmt því sem fyrirtækið segir er það að endurskoða stefnu sína því það eru úr svo mörgum kostum að velja. Vinna við HIPERLAN 1 er enn í gangi en þar sem HIPERLAN 2 er núna tilbúinn staðall er það einnig kostur svo og staðallinn 802.11 a frá IEEE sem minnst var á áður. Þar til viðbótar er möguleiki fyrir Prox- im að nýta sér tilslökun frá FCC (Federal Communications Commission í Banda- ríkjunum), sern tilkynnt var í september 2000, á reglum varðandi radíó sem notar tíðnistökk á 2,4 GHz tíðnisviðinu. Þetta er mikilvægt þar sem þetta þýðir í raun að hefðbundnu vörulínuna frá Proxim má núna betrumbæta til að afkasta 10 Mb/s. Fyrirtækið segir að þetta megi gera á hag- kvæmari hátt en með núverandi 802.1 lb (11 Mb/s) tækjum sem nota „direct sequence" tæknina þar sem tíðnistökk er meira í takt við Bluetooth sem einnig er áætlað að muni kosta lítið. Þannig að svo virðist sem áherslan sé að nýju á 2,4 GHz og allar ákvarðanir varðandi notkun á 5 GHz tíðninni eru víðs fjarri. Eftir því sem Proxim segir virðist ekki vera neinn sérstakur tilgangur í því að þróa 802.1 la. Fyrirtækið segir að það sé ekki mikið vit í því að innan 802.1 la sé haldið í upprunalega MAC lagið þar sem ekki séu neinir kostir umfram hitt svo sem tryggð gæði (QoS) og hefur hvort sem er ekki samvirkni við 802.1 lb. Þó að frá tæknilegum sjónarhóli Proxim sé meira vit í HIPERLAN 1 væri óráðlegt að leiða hjá sér HIPERLAN 2 þar sem sterkir aðilar standa þar á bakvið. Þeirra á meðal eru fyrirtæki eins og Alcatel, Dell, Ericsson, Lucent, Matsushita Communi- cations, Motorola, National Semiconduct- or, Nokia, NTT, Philips, Siemens, Telia og Texas Instruments. Það kemur ekki á óvart að Ericsson sé eitt þeirra fyrirtækja sem er að þróa vöru- línu fyrir HIPERLAN 2. Fyrirtækið ráð- gerir að framleiða jaðartæki og netbúnað til sölu á almennum markaði seinnihluta árs 2001. Ericsson býst við að verðið verði samkeppnishæft við 802.1 lb tæki í hæsta flokki. Hvers vegna 5 GHz tíðnisviðið? Radíótíðnisviðið er takmörkuð auðlind og notkun þess er háð alþjóðlegum og innan- lands reglum. Það eru augljósir kostir við að nota 5 GHz tíðnisviðið frekar en 2,4 GHz tíðnisviðið sem 11 Mb/s þráðlausu staðamet dagsins í dag nota. I fyrsta lagi er 2,4 GHz tíðnisviðið orðið þéttsetið þar sem mikið af óleyfisskyldum búnaði er að nota það. Til viðbótar við bflskúrshurða- opnara og örbylgjuofna mun þráðlausa tæknin Bluetooth einnig nota 2,4 GHz. Það hafa margir lýst yfir áhyggjum vegna mögulegra innbyrðis truflana þessara tækja ef þau eru í notkun samtímis í nánd hvort við annað á sama tíðnisviðinu. Á móti kemur að 5 GHz bandið er til þess að gera hreint og þar er talsvert laust svo þar er hægt að ná mun hærri bita- hraða. Sá sem væri kaldhæðinn gæti hald- ið því fram að BRAN hafi í raun „nappað“ HIPERLAN, sem uppmnalega kom frá tölvugeiranum, í því skyni að komast að 200 MHz sviði innan 5 GHz bandsins til þess að símafyrirtæki hefðu möguleika á að bjóða breiðbandssambönd. Þetta svið hafði CEPT eingöngu ætlað HIPERLAN til notkunnar. Hvað væri einfaldara en að Tölvumál 19

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.