Tölvumál


Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 6
Fjárfestingar í upplýsingatækni Hver er ávinningur af f járfestingu í upplýsingafækní? Reynir Jónsson Markmið ráðstefnunn- ar var að reyna að varpa Ijósi á hvort fjárfesting í upplýs- ingatækni skili ávinningi Þann 25. mars sl. var haldin ráðstefna á vegum Háskólans í Reykjavík, IMG Deloitte og Opinna kerfa, und- ir fyrirsögninni: Hver er ávinningur af fjárfestingu í upplýsingatækni? Markmið ráðstefnunnar var að reyna að varpa ljósi á hvort fjárfesting í upplýsingatækni skili ávinningi og hvernig megi meta slíkan ávinning. Undirritaður var á meðal nokkurra framsögumanna um viðfangsefnið, en aðalfyrirlesari ráðstefnunnar var Roger Fulton, ráðgjafi frá Gartner. Erindi hans bar yfirskriftina: „Who Says IT Doesn’t Matter Anymore?: Taking Business Value of IT to the Next Level“, sem fjallar um hvernig meta megi árangur fjárfestinga í upplýsingatækni. Rannsókn IMG Gallup Undirritaður flutti erindi sem byggði á niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var af IMG Gallup. Markmið rannsóknar- innar var að skoða fjárfestingar fyrirtækja í upplýsingatækniverkefnum og áherslur varðandi fjárfestingu í slíkum verkefnum. Rannsóknin var framkvæmd dagana 5. til 27. febrúar 2004 og var í formi símakönn- unar og byggð á tilviljunarúrtaki úr fyrir- tækjaskrá meðal fyrirtækja með a.m.k. 4 starfsmenn. Hringt var í 663 fyrirtæki og af þeim svöruðu 400, eða 60,3%. Hringt var í 663 fyrir- í könnuninni var spurt eftirfarandi átta tæki og af þeim svör- spurninga: uðu 400, eða 1.1 hverjum af eftirfarandi upplýsinga- 60,3%. tækniverkefnum hefur fyrirtækið fjár- fest á síðustu þremur árum? 3. Hversu miklu eða litlu máli skiptu arð- semisútreikningar? 4. Hversu miklu eða litlu máli skipta sam- keppnissjónarmið t.d. að þið verðið að fylgja þróun hjá samkeppnisaðilum? 5. Hversu miklu eða litlu máli skipti krafa um skjótt aðgengi að upplýsingum og áreiðanleika? 6. Hversu miklu eða litlu máli skiptu kröf- ur ytri aðila t.d. Ríkisskattstjóra, endur- skoðenda, Persónuvemdar og annarra ytri aðila? 7. Hve miklu hefur verið varið í upplýs- ingatækniverkefni á síðustu þremur ámm? 8. Hvernig fylgist þið með ávinningi af upplýsingatæknivæðingu? 9. Hversu miklum eða litlum árangri finnst þér að fjárfestingar fyrirtækisins í upplýsingatækni hafi skilað? Niðurstöður einstakra spurninga voru síðan keyrðar saman við þær grunnbreytur sem stuðst var við. Helstu niðurstöður Niðurstaða 1: Skv. rannsókninni fjárfestu 343 fyrirtæki í upplýsingatækni þrjú árin á undan, af þeim 400 sem svöruðu. Þar af fjárfestu Bofchalds- og Ijjitiagskwfi Vefitertl eöa helmaslðu Sgotnendanjplyslngar StjMnun vtdsUptatengsla eOaCRM Atitað Hotun etti Qartest i nelrun Hiplyslngatætnh'etketnun) 0% 10O) 307, eða 76,9%, í tölvubúnaði; 208, eða 52,1%, í bókhalds- eða fjárhagskerfum og 190, eða 47,6%, í vefkerfi eða heimasíðu. Þessir þrír flokkar stóðu uppúr hvað varð- aði fjárfestingu í upplýsingatækni. í lang- flestum tilfellum var um að ræða fjárfest- ingar fyrir minna en 5 milljónir króna, eða 75,5%, og 5 - 20 milljónir í um 16% til- fella. Stærri fjárfestingar voru allar innan við 5% tilfella. Þessar fjárfestingar íslenskra fyrirtækja koma s.s. ekki mjög á óvart. Það sem vek- 6 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.